Leikskólagjöld hækka mest 2. desember 2010 04:00 Hækkað á leikskólum Meirihlutinn í Reykjavík fyrirhugar að hækka leikskólagjöld og lækka systkinaafslátt. Myndin er frá leikskólanum Hofi. Fréttablaðið/Vilhelm Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn átelja harðlega þá leið sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar ákvað að fara til að brúa um fimm milljarða bil milli tekna og gjalda borgarinnar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að sækja 919 milljónir með hækkun á gjaldskrá. Í útreikningum sem miða við að tvö börn séu í leikskóla og eitt í grunnskóla hafa hækkanir á leikskólagjöldum og lækkun systkinaafsláttar í för með sér hækkun um rúmar 70 þúsund krónur. Ofan á það koma hækkanir á skólamat og frístundaskóla upp á 27 þúsund krónur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að ef litið sé til hækkana á sköttum og gjöldum sjái fjölskyldur fram á allt að 100 til 150 þúsunda króna hækkun á útgjöldum frá þessu ári til þess næsta. „Við erum að miða við venjulegar barnafjölskyldur í Reykjavík þar sem þetta kemur hvað harðast niður. Við miðum út frá tölum Hagstofunnar um meðallaun og meðalíbúðaverð, en það eru margir kostnaðarliðir sem meirihlutinn er að bæta við, sem við tökum ekki inn í þennan reikning." Hanna Birna segir hækkanir meirihlutans á þjónustugjöldum margar vera tilviljanakenndar. „Sumar hækkarnir teljum við hófsamar til dæmis þar sem hækkað er um fimm til sjö prósent, en þegar þú ert farinn að hækka um 20 prósent við frístundaheimilin og þjónustu við eldri borgara upp í 45 eða jafnvel 88 prósent á einstaka þjónustu þá er það orðið meira en hóflegt." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið ráðist í hækkanir í leikskólum hefði þurft að skera niður annars staðar. „Okkur finnst þetta ekki ósanngjörn breyting því að það er enn verulegur afsláttur fyrir þá sem eru með fleiri en eitt barn. Miðað við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu erum við enn með langlægstu leikskólagjöldin, þó við séum fyrst og fremst að horfa til þess að þeim sé dreift á sanngjarnan hátt." Dagur segir að borgin sé í erfiðri aðstöðu sem verði að bregðast við. „Við erum að reyna að vinna úr málum með eins miklu raunsæi og sanngirni og hægt er." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn átelja harðlega þá leið sem meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar ákvað að fara til að brúa um fimm milljarða bil milli tekna og gjalda borgarinnar. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að sækja 919 milljónir með hækkun á gjaldskrá. Í útreikningum sem miða við að tvö börn séu í leikskóla og eitt í grunnskóla hafa hækkanir á leikskólagjöldum og lækkun systkinaafsláttar í för með sér hækkun um rúmar 70 þúsund krónur. Ofan á það koma hækkanir á skólamat og frístundaskóla upp á 27 þúsund krónur. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segir að ef litið sé til hækkana á sköttum og gjöldum sjái fjölskyldur fram á allt að 100 til 150 þúsunda króna hækkun á útgjöldum frá þessu ári til þess næsta. „Við erum að miða við venjulegar barnafjölskyldur í Reykjavík þar sem þetta kemur hvað harðast niður. Við miðum út frá tölum Hagstofunnar um meðallaun og meðalíbúðaverð, en það eru margir kostnaðarliðir sem meirihlutinn er að bæta við, sem við tökum ekki inn í þennan reikning." Hanna Birna segir hækkanir meirihlutans á þjónustugjöldum margar vera tilviljanakenndar. „Sumar hækkarnir teljum við hófsamar til dæmis þar sem hækkað er um fimm til sjö prósent, en þegar þú ert farinn að hækka um 20 prósent við frístundaheimilin og þjónustu við eldri borgara upp í 45 eða jafnvel 88 prósent á einstaka þjónustu þá er það orðið meira en hóflegt." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Fréttablaðið að ef ekki hefði verið ráðist í hækkanir í leikskólum hefði þurft að skera niður annars staðar. „Okkur finnst þetta ekki ósanngjörn breyting því að það er enn verulegur afsláttur fyrir þá sem eru með fleiri en eitt barn. Miðað við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu erum við enn með langlægstu leikskólagjöldin, þó við séum fyrst og fremst að horfa til þess að þeim sé dreift á sanngjarnan hátt." Dagur segir að borgin sé í erfiðri aðstöðu sem verði að bregðast við. „Við erum að reyna að vinna úr málum með eins miklu raunsæi og sanngirni og hægt er." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira