Skorar á fólk að ljósmynda innbrotsþjófa 10. nóvember 2010 03:00 Geir Jón Þórisson Flestir eru með myndavél í farsímanum og geta sent ábendingar á netfangið abending@lrh.is. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir innbrotaöldu ríða yfir og biður almenning um aðstoð. „Ef fólk sér bíla keyra hægt og rólega um hverfið eða menn sem eru að sniglast og gefa ákveðnum húsum auga og jafnvel taka af þeim myndir þá á það að láta okkur vita," segir Geir Jón. Flestir farsímar séu nú búnir myndavélum og fólk þannig iðulega með myndavél á sér. Geir Jón biður fólk að fylgjast með og tilkynna um allt óvenjulegt. „Við biðjum fólk auðvitað að fara varlega og láta ekki sjá sig ef það er að taka svona myndir - það má ekki skapa sér hættu við að afla sér upplýsinga. Við hvetjum ekki til þess að fólk hlaupi fram fyrir menn úti á götu og taki mynd. Það getur tekið myndir út um glugga án þess að það sé tekið eftir því," segir yfirlögregluþjóninn, sem kveður almenning margoft hafa hjálpað til. „Fólk lét okkur til dæmis hafa númer á bíl sem stóð fyrir utan einbýlishús. Þegar við fórum að kanna málið reyndist þetta vera sendibíll sem var fullur af þýfi úr viðkomandi húsi," segir Geir Jón. Innbrotsþjófarnir eru stundum „fastir kúnnar" lögreglunnar. „Þá höfum við verið að taka gengi erlendra borgara sem við höfum ekki þekkt til áður. Lögreglan hefur í auknum mæli lagt til að mönnum sem eru hér eingöngu í skipulagðri brotastarfsemi sé vísað úr landi og það hefur gengið eftir," segir Geir Jón, sem kveður um tug útlendinga hafa verið vísað úr landi frá því að reglum hafi verið breytt í vor. Geir Jón segir að trúlega fari hluti af þýfinu úr landi. „En það sem okkur svíður skelfilega er að þeir ná að selja þýfið hér í gegnum ýmsar netsíður. Af verðlagningunni mega allir gera sér grein fyrir að það er verið að selja þýfi en ekki vel fengna hluti."- gar Fréttir Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir innbrotaöldu ríða yfir og biður almenning um aðstoð. „Ef fólk sér bíla keyra hægt og rólega um hverfið eða menn sem eru að sniglast og gefa ákveðnum húsum auga og jafnvel taka af þeim myndir þá á það að láta okkur vita," segir Geir Jón. Flestir farsímar séu nú búnir myndavélum og fólk þannig iðulega með myndavél á sér. Geir Jón biður fólk að fylgjast með og tilkynna um allt óvenjulegt. „Við biðjum fólk auðvitað að fara varlega og láta ekki sjá sig ef það er að taka svona myndir - það má ekki skapa sér hættu við að afla sér upplýsinga. Við hvetjum ekki til þess að fólk hlaupi fram fyrir menn úti á götu og taki mynd. Það getur tekið myndir út um glugga án þess að það sé tekið eftir því," segir yfirlögregluþjóninn, sem kveður almenning margoft hafa hjálpað til. „Fólk lét okkur til dæmis hafa númer á bíl sem stóð fyrir utan einbýlishús. Þegar við fórum að kanna málið reyndist þetta vera sendibíll sem var fullur af þýfi úr viðkomandi húsi," segir Geir Jón. Innbrotsþjófarnir eru stundum „fastir kúnnar" lögreglunnar. „Þá höfum við verið að taka gengi erlendra borgara sem við höfum ekki þekkt til áður. Lögreglan hefur í auknum mæli lagt til að mönnum sem eru hér eingöngu í skipulagðri brotastarfsemi sé vísað úr landi og það hefur gengið eftir," segir Geir Jón, sem kveður um tug útlendinga hafa verið vísað úr landi frá því að reglum hafi verið breytt í vor. Geir Jón segir að trúlega fari hluti af þýfinu úr landi. „En það sem okkur svíður skelfilega er að þeir ná að selja þýfið hér í gegnum ýmsar netsíður. Af verðlagningunni mega allir gera sér grein fyrir að það er verið að selja þýfi en ekki vel fengna hluti."- gar
Fréttir Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira