Vettel merkilegur og svalur persónuleiki 16. nóvember 2010 09:11 Heimsmeistaralið Red Bull mætti í sérstaka mótttöku í Austurríki í gær og Sebastian Vettel, Christian Horner, Adrian Newey og Mark Webber mættu í einkaþotu. Mynd: Getty Images Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel sé vel að Formúlu 1 titli ökumanna kominn, en hann nældi í hann í lokamótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn. Red Bull landaði bæði titli bílasmiða og ökumanna á þessu keppnistímabili. Sérstök mótttaka var fyrir sigurliðið í Austurríki í gær, en þar er Red Bull fyrirtækið staðsett þó keppnisliðið sé í Englandi. "Það er ótrúlegt að vinna tvo titla og þetta er búinn að vera tilfinningarík vika. Ég er stoltur af liðinu og mögnuð tilfinning að vera tvöfaldur heimsmeistari og ökumannstitilinn er rúsínan í pylsuendanum. Þetta er besta lið í heimi", sagði Horner í frétt á autosport.com. Vettel náði forystu í stigamótinu í síðustu keppninni eftir að keppinautar hans, Fernando Alonso, Mark Webber og Lewis Hamilton höfðu allir leitt stigakeppnina á tímabilinu. Hann nældi í titilinn með sigri á sunnudaginn á meðan helsti keppinautur hans, Alonso varð sjöundi. Vettel stal hreinlega senunni í síðasta mótinu. "Það gekk upp og niður hjá honum á tímabilinu og hann var óheppinn og lenti í bilunum. En hann missti aldrei einbeitingu og núna er hann meistari eftir gott tímabil. Hann er merkilegur persónuleiki, sá svalasti af okkur öllum", sagði Horner. Vettel hefur verið studdur af Red Bull samsteypunni frá unda aldri og var hluti af ungliðaverkefni fyrirtækisins í akstursíþróttum. Horner er mjög sáttur að hafa gefið Vettel og Mark Webber frjálsar hendur með það að keppa innbyrðis og telur að það hafi hjálpað liðinu að landa titlunum tveimur. Verið hvatning. "Við studdum báða ökumenn jafnt, sem var rétt að gera. Sá besti vann og Mark stóð sig vel og getur verið stoltur af árangri sínum. Það að báðir ökumenn okkar voru í titilslagnum til síðasta móts er frábært", sagði Horner. Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel sé vel að Formúlu 1 titli ökumanna kominn, en hann nældi í hann í lokamótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn. Red Bull landaði bæði titli bílasmiða og ökumanna á þessu keppnistímabili. Sérstök mótttaka var fyrir sigurliðið í Austurríki í gær, en þar er Red Bull fyrirtækið staðsett þó keppnisliðið sé í Englandi. "Það er ótrúlegt að vinna tvo titla og þetta er búinn að vera tilfinningarík vika. Ég er stoltur af liðinu og mögnuð tilfinning að vera tvöfaldur heimsmeistari og ökumannstitilinn er rúsínan í pylsuendanum. Þetta er besta lið í heimi", sagði Horner í frétt á autosport.com. Vettel náði forystu í stigamótinu í síðustu keppninni eftir að keppinautar hans, Fernando Alonso, Mark Webber og Lewis Hamilton höfðu allir leitt stigakeppnina á tímabilinu. Hann nældi í titilinn með sigri á sunnudaginn á meðan helsti keppinautur hans, Alonso varð sjöundi. Vettel stal hreinlega senunni í síðasta mótinu. "Það gekk upp og niður hjá honum á tímabilinu og hann var óheppinn og lenti í bilunum. En hann missti aldrei einbeitingu og núna er hann meistari eftir gott tímabil. Hann er merkilegur persónuleiki, sá svalasti af okkur öllum", sagði Horner. Vettel hefur verið studdur af Red Bull samsteypunni frá unda aldri og var hluti af ungliðaverkefni fyrirtækisins í akstursíþróttum. Horner er mjög sáttur að hafa gefið Vettel og Mark Webber frjálsar hendur með það að keppa innbyrðis og telur að það hafi hjálpað liðinu að landa titlunum tveimur. Verið hvatning. "Við studdum báða ökumenn jafnt, sem var rétt að gera. Sá besti vann og Mark stóð sig vel og getur verið stoltur af árangri sínum. Það að báðir ökumenn okkar voru í titilslagnum til síðasta móts er frábært", sagði Horner.
Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira