Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út 30. september 2010 05:45 Gæsluvarðhald Einn af fimm manns sem voru leiddir fyrir dómara í gær vegna kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um framlengingu á gæsluvarðhaldi. Frettabladid/Valli Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. Í húsleit sem lögregla gerði samhliða handtöku sex einstaklinga, tveggja kvenna og fjögurra karlmanna, fundust 500 þúsund krónur í peningum og á tólfta kíló af hassi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fundust fíkniefnin og fjármunirnir heima hjá pari sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fjársvikamálinu. Talið er að Steingrímur hafi átt efnin. Steingrímur hvarf héðan af landi brott rétt áður en upp komst um virðisaukaskattsvikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir honum að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Interpol var hann eftirlýstur vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafjals, peningaþvætti og skattsvik, að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Venesúela. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimmtán daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Hann er 36 ára að aldri. Virðisaukaskattsvikin fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Smári Sigurðsson hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir ómögulegt að segja hversu langan tíma taki að fá manninn framseldan frá Venesúela, en miðað við hve vel samskipti lögregluyfirvalda landanna hafi gengið eigi hann ekki von á því að það taki langan tíma. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi ytra, að sögn Smára, og munu lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra sækja hann þegar þar að kemur. Gæsluvarðhald yfir fimm manns, þremur körlum og tveimur konum var framlengt til 8. október í gær. Áður hafði gæsluvarðhald yfir starfsmanni hjá Ríkisskattstjóra verið framlengt til sama tíma. jss@frettabladid.is trausti@frettabladid.is Fréttir VSK-málið Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. Í húsleit sem lögregla gerði samhliða handtöku sex einstaklinga, tveggja kvenna og fjögurra karlmanna, fundust 500 þúsund krónur í peningum og á tólfta kíló af hassi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fundust fíkniefnin og fjármunirnir heima hjá pari sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fjársvikamálinu. Talið er að Steingrímur hafi átt efnin. Steingrímur hvarf héðan af landi brott rétt áður en upp komst um virðisaukaskattsvikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir honum að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Interpol var hann eftirlýstur vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafjals, peningaþvætti og skattsvik, að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Venesúela. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimmtán daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Hann er 36 ára að aldri. Virðisaukaskattsvikin fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Smári Sigurðsson hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir ómögulegt að segja hversu langan tíma taki að fá manninn framseldan frá Venesúela, en miðað við hve vel samskipti lögregluyfirvalda landanna hafi gengið eigi hann ekki von á því að það taki langan tíma. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi ytra, að sögn Smára, og munu lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra sækja hann þegar þar að kemur. Gæsluvarðhald yfir fimm manns, þremur körlum og tveimur konum var framlengt til 8. október í gær. Áður hafði gæsluvarðhald yfir starfsmanni hjá Ríkisskattstjóra verið framlengt til sama tíma. jss@frettabladid.is trausti@frettabladid.is
Fréttir VSK-málið Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira