Birgir Leifur komst áfram og keppir um 30 laus sæti á Evrópumótaröðinni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. nóvember 2010 12:06 Birgir Leifur Hafþórsson komst áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina. Mynd/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi og mun hann taka þátt á lokaúrtökumótinu sem hefst þann 4. desember þar sem 160 kylfingar keppa um 30 laus sæti á næst stærstu atvinnumótaröð heims. Birgir endaði í 2.-3. sæti á mótinu á Arcos Garden. Birgir lék hringina fjóra á sex höggum undir pari en hann lék lokahringinn á -4 eða 68 höggum. Hann var tveimur höggum á eftir sigurvegaranum Steve Lewton frá Englandi sem lék samtals á 8 höggum undir pari. Birgir og Frakkinn Christophe Brazillier deildu öðru sætinu á 6 höggum undir pari. Birgir fékk um 150.000 kr. í verðlaunafé fyrir annað sætið en sigurvegarinn fékk um 270.000 kr. í verðlaunafé. Ekki var hægt að ljúka leik í gær vegna hvassviðris og úrkomu og náði Birgir að leika 8 holur áður en keppni var frestað. Hann var þá á einu höggi undir pari en hann lék síðustu 10 holurnar í dag á þremur höggum undir pari. Alls komast 23 kylfingar áfram á lokastigið á Arcos Garden vellinum á Spáni en alls tóku 80 kylfingar þátt. Keppt var á fjórum völlum á öðru stigi úrtökumótsins og nú tekur við gríðarleg barátta um 30 sæti á Evrópumótaröðinni. Keppt verður á tveimur völlum á lokastiginum í Katalóníu. Alls verða leiknir sex hringir á lokastiginu. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi og mun hann taka þátt á lokaúrtökumótinu sem hefst þann 4. desember þar sem 160 kylfingar keppa um 30 laus sæti á næst stærstu atvinnumótaröð heims. Birgir endaði í 2.-3. sæti á mótinu á Arcos Garden. Birgir lék hringina fjóra á sex höggum undir pari en hann lék lokahringinn á -4 eða 68 höggum. Hann var tveimur höggum á eftir sigurvegaranum Steve Lewton frá Englandi sem lék samtals á 8 höggum undir pari. Birgir og Frakkinn Christophe Brazillier deildu öðru sætinu á 6 höggum undir pari. Birgir fékk um 150.000 kr. í verðlaunafé fyrir annað sætið en sigurvegarinn fékk um 270.000 kr. í verðlaunafé. Ekki var hægt að ljúka leik í gær vegna hvassviðris og úrkomu og náði Birgir að leika 8 holur áður en keppni var frestað. Hann var þá á einu höggi undir pari en hann lék síðustu 10 holurnar í dag á þremur höggum undir pari. Alls komast 23 kylfingar áfram á lokastigið á Arcos Garden vellinum á Spáni en alls tóku 80 kylfingar þátt. Keppt var á fjórum völlum á öðru stigi úrtökumótsins og nú tekur við gríðarleg barátta um 30 sæti á Evrópumótaröðinni. Keppt verður á tveimur völlum á lokastiginum í Katalóníu. Alls verða leiknir sex hringir á lokastiginu.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira