Fangar með torfæruhjól á Kvíabryggju 30. nóvember 2010 06:00 Kvíabryggja Í ljós hefur komið að fangar á Kvíabryggju voru með sjö farartæki af ýmsum toga. Við skoðun sem fangelsismálayfirvöld gerðu á Kvíabryggju í lok síðustu viku kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjórhjól í eigu fanga hafa verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Hafa fangarnir haft tækin til umráða. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar fóru að Kvíabryggju í gær, þar sem bókhald fangelsisins sætir nú rannsókn vegna gruns um fjárdrátt forstöðumannsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tækin sem um ræðir þrjú mótorkrosshjól, eitt fjórhjól og þrír bílar. sem ekki er heimilt að hafa í fangelsinu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, staðfestir að þessi tæki hafi fundist við skoðun sem framkvæmd var í fangelsinu síðastliðinn fimmtudag og segir ekki heimilt að hafa þau í fangelsinu. „Tækin verða fjarlægð þegar í stað," segir hann. „Við leggjum þunga áherslu á að farið verði að einu og öllu eftir reglum er gilda í fangelsum landsins. Ég fundað með fangavörðum og föngum þar sem farið hefur verið yfir þessi mál." Forstöðumaður Kvíabryggju var í síðustu viku leystur frá störfum vegna gruns um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út varning í nafni fangelsisins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða. Það var Fangelsismálastofnun sem vakti athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á aðfinnslum sem hún hefur gert við fjárreiður og bókhald fangelsisins að Kvíabryggju. Ráðuneytið ræddi málið við forstöðumann fangelsisins og óskaði hann í framhaldi af því að Ríkisendurskoðun yrði falið að fara yfir bókhaldið. „Við erum byrjaðir að skoða málið og erum að heimsækja fangelsið fyrir vestan," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Við viljum sjá hvaða gögn eru á staðnum, eins og gerist þegar menn eru að rannsaka mál af því tagi sem um er að ræða," segir Sveinn og bætir við að hafin sé athugun á bókhaldi fangelsisins. Spurður um framhaldið segir hann niðurstöðurnar verða sendar dómsmálaráðuneytinu og Fangelsismálastofnun. Síðan sé eðlilegast að Fangelsismálastofnun vísi málinu áfram til þar til bærra aðila, séu efni til þess. Birgir Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi fangavarðar á Kvíabryggju, hefur verið settur forstöðumaður meðan á rannsókn stendur. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Við skoðun sem fangelsismálayfirvöld gerðu á Kvíabryggju í lok síðustu viku kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjórhjól í eigu fanga hafa verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Hafa fangarnir haft tækin til umráða. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar fóru að Kvíabryggju í gær, þar sem bókhald fangelsisins sætir nú rannsókn vegna gruns um fjárdrátt forstöðumannsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tækin sem um ræðir þrjú mótorkrosshjól, eitt fjórhjól og þrír bílar. sem ekki er heimilt að hafa í fangelsinu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, staðfestir að þessi tæki hafi fundist við skoðun sem framkvæmd var í fangelsinu síðastliðinn fimmtudag og segir ekki heimilt að hafa þau í fangelsinu. „Tækin verða fjarlægð þegar í stað," segir hann. „Við leggjum þunga áherslu á að farið verði að einu og öllu eftir reglum er gilda í fangelsum landsins. Ég fundað með fangavörðum og föngum þar sem farið hefur verið yfir þessi mál." Forstöðumaður Kvíabryggju var í síðustu viku leystur frá störfum vegna gruns um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út varning í nafni fangelsisins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða. Það var Fangelsismálastofnun sem vakti athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á aðfinnslum sem hún hefur gert við fjárreiður og bókhald fangelsisins að Kvíabryggju. Ráðuneytið ræddi málið við forstöðumann fangelsisins og óskaði hann í framhaldi af því að Ríkisendurskoðun yrði falið að fara yfir bókhaldið. „Við erum byrjaðir að skoða málið og erum að heimsækja fangelsið fyrir vestan," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Við viljum sjá hvaða gögn eru á staðnum, eins og gerist þegar menn eru að rannsaka mál af því tagi sem um er að ræða," segir Sveinn og bætir við að hafin sé athugun á bókhaldi fangelsisins. Spurður um framhaldið segir hann niðurstöðurnar verða sendar dómsmálaráðuneytinu og Fangelsismálastofnun. Síðan sé eðlilegast að Fangelsismálastofnun vísi málinu áfram til þar til bærra aðila, séu efni til þess. Birgir Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi fangavarðar á Kvíabryggju, hefur verið settur forstöðumaður meðan á rannsókn stendur. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent