Af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin 29. september 2010 03:00 Ólína Þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin í atkvæðagreiðslunum. „Fyrir mitt leyti geri ég náttúrulega skýran greinarmun á hreinni pólitískri ábyrgð annars vegar og ráðherra-ábyrgð hins vegar. Auðvitað felst pólitísk ábyrgð í ráðherraábyrgð en hún er þá bundin við þá málaflokka sem ráðherrarnir sinna og þau ráðuneyti sem þeir taka að sér. Það er einmitt þess vegna sem ég felst á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis að ákæra Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður minni." Spurð hvers vegna hún hafi hlíft Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í atkvæðagreiðslunni segir hún: „Hún var utanríkisráðherra og hennar ábyrgð sem flokksformaður og oddviti Samfylkingarinnar er hvergi skilgreind í lögunum og þá ábyrgð verður hún að axla annars staðar og öðruvísi. Hún hefur náttúrulega gert það. Hún hefur beðið sína kjósendur og þá sem treystu henni til verka fyrirgefningar opinberlega eins og eftirminnilegt og frægt er orðið. Hún hætti við að bjóða sig fram fyrir síðustu kosningar og er ekki inni á þingi núna og er ekki í neinum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn." Ólína segir umhugsunarefni hvort það sé réttlát niðurstaða að Geir skuli einn vera ákærður. „Þetta er kannski ekki æskilegasta niðurstaðan en hún er í raun og veru ekkert órökrétt því miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Hann var æðsti ráðamaður þjóðarinnar á þessum tíma, eins og skipstjóri á skútu sem fer síðastur frá borði þegar skútan sekkur." Ólína segist ekki hafa orðið vör við neinn þrýsting frá Vinstri grænum. „Þvert á móti fannst mér þau sýna okkur þá tillitsemi að ræða þetta ekki, allavega ekki við okkur almenna þingmenn. Ég skal ekkert segja um það hvað gerðist við ríkisstjórnarborðið." - th Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin í atkvæðagreiðslunum. „Fyrir mitt leyti geri ég náttúrulega skýran greinarmun á hreinni pólitískri ábyrgð annars vegar og ráðherra-ábyrgð hins vegar. Auðvitað felst pólitísk ábyrgð í ráðherraábyrgð en hún er þá bundin við þá málaflokka sem ráðherrarnir sinna og þau ráðuneyti sem þeir taka að sér. Það er einmitt þess vegna sem ég felst á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis að ákæra Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður minni." Spurð hvers vegna hún hafi hlíft Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í atkvæðagreiðslunni segir hún: „Hún var utanríkisráðherra og hennar ábyrgð sem flokksformaður og oddviti Samfylkingarinnar er hvergi skilgreind í lögunum og þá ábyrgð verður hún að axla annars staðar og öðruvísi. Hún hefur náttúrulega gert það. Hún hefur beðið sína kjósendur og þá sem treystu henni til verka fyrirgefningar opinberlega eins og eftirminnilegt og frægt er orðið. Hún hætti við að bjóða sig fram fyrir síðustu kosningar og er ekki inni á þingi núna og er ekki í neinum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn." Ólína segir umhugsunarefni hvort það sé réttlát niðurstaða að Geir skuli einn vera ákærður. „Þetta er kannski ekki æskilegasta niðurstaðan en hún er í raun og veru ekkert órökrétt því miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Hann var æðsti ráðamaður þjóðarinnar á þessum tíma, eins og skipstjóri á skútu sem fer síðastur frá borði þegar skútan sekkur." Ólína segist ekki hafa orðið vör við neinn þrýsting frá Vinstri grænum. „Þvert á móti fannst mér þau sýna okkur þá tillitsemi að ræða þetta ekki, allavega ekki við okkur almenna þingmenn. Ég skal ekkert segja um það hvað gerðist við ríkisstjórnarborðið." - th
Fréttir Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira