Vafasamir leiðangrar Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. mars 2010 06:15 Þras líðandi stundar er yfirþyrmandi í almennri umræðu og hverjum sem er hætt við að tapa áttum. Fram sprettur hver kreppuklámhundurinn á fætur öðrum með yfirlýsingar um yfirvofandi greiðsluþrot þjóðarinnar, getuleysi fólks til að standa undir skuldum sínum, meint aðgerðaleysi stjórnvalda, bankanna og um hverja þá aðra sem mögulega er hægt að beina að fingri. Til eru kallaðir útlendingar sem af mismiklu þekkingarleysi gefa misholl ráð um næstu skref, blessunarlega lausir við að þurfa að búa við afleiðingar meðala sinna. Heitir pottar loga og ásakanir fljúga. Þegar vandamálin hafa verið töluð upp í slíkar hæðir vill gleymast að lífið gengur sinn vanagang hjá þorra þjóðarinnar. Jú, skuldir hafa aukist og fasteignir tapað verðgildi sínu, en skynsamt fólk veit að eftir því sem frá líður þá koma hlutir til með að ná einhverju jafnvægi. Spurningin er bara hversu langan tíma þetta tekur og hvað þarf að stíga í marga polla á leiðinni. Við megum hins vegar ekki verða svo upptekin af eigin hælsæri að við tökum ekki eftir því sem er að gerast í kring um okkur. Þjóð meðal þjóða þarf líka að standa undir þeirri ábyrgð að láta sig varða það sem í heiminum gerist. Ekki er ekki liðinn áratugur frá því að Íslendingar létu teyma sig í hernað með Bandaríkjamönnum, Bretum og fleiri viljugum ríkjum. Sakir um voðavopn reyndust upplognar og ljóst að ástæður hernaðarins voru að tryggja völd og áhrif Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Í Írak tryggðu Bandaríkjamenn að notast yrði við sama farsímakerfi og í Bandaríkjunum, ekki GSM kerfið sem við þekkjum héðan og einnig er notast við í nærliggjandi löndum Íraks. Er þar ekki nema pínulítil birtingarmynd hagsmunagæslunnar og ekkert sagt um stjórn á olíuauðlindum, eða önnur áhrif af pólitískum toga. Ótaldar eru hörmungarnar sem leiddar voru yfir þjóðina vegna hernaðarins, örkuml, dauðsföll og eignatjón. Á þessu ber Íslenska þjóðin ábyrgð með hinum sem leiddu för. Mikilvægt er að hafa þessa sögu í huga núna þegar stórþjóðir funda um meinta kjarnorkuvá í nágrannaríkinu Íran og velta fyrir sér þvingunaraðgerðum. Hversu vel er hægt að treysta fullyrðingum um að þar í landi sé verið að smíða kjarnorkuvopn, en ekki verið að framleiða orku með kjarnorku eins og gert er í svo mörgum löndum öðrum. Hvar eru gjöreyðingarvopnin sem áttu að vera í Írak? Svo virðist sem gildi hið sama hér heima og í alþjóðastjórnmálum, vissara er að horfa til undirliggjandi hagsmuna þeirra sem eru hvað yfirlýsingaglaðastir. Þrátt fyrir eigin vandamál eiga Íslendingar að nota tiltæk meðöl til að leggjast á árar með þeim sem kalla eftir að fjölmörgum tilmælum Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðs þeirra vegna Ísrael og Palestínu verði framfylgt áður en lagt verður upp í leiðangur á vafasömum formerkjum til þess að knýja Írana til hlýðni. Það þarf enginn að efast um að með framferði sínu og hernaði brjóta Ísraelar mannréttindi á Palestínuaröbum og reka aðskilnaðarstefnu sem helst á sinn líka í því sem gerðist í Suður-Afríku. Það á að beita sér fyrir lausn vandamála þar sem vitað er um þau í raun og veru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Þras líðandi stundar er yfirþyrmandi í almennri umræðu og hverjum sem er hætt við að tapa áttum. Fram sprettur hver kreppuklámhundurinn á fætur öðrum með yfirlýsingar um yfirvofandi greiðsluþrot þjóðarinnar, getuleysi fólks til að standa undir skuldum sínum, meint aðgerðaleysi stjórnvalda, bankanna og um hverja þá aðra sem mögulega er hægt að beina að fingri. Til eru kallaðir útlendingar sem af mismiklu þekkingarleysi gefa misholl ráð um næstu skref, blessunarlega lausir við að þurfa að búa við afleiðingar meðala sinna. Heitir pottar loga og ásakanir fljúga. Þegar vandamálin hafa verið töluð upp í slíkar hæðir vill gleymast að lífið gengur sinn vanagang hjá þorra þjóðarinnar. Jú, skuldir hafa aukist og fasteignir tapað verðgildi sínu, en skynsamt fólk veit að eftir því sem frá líður þá koma hlutir til með að ná einhverju jafnvægi. Spurningin er bara hversu langan tíma þetta tekur og hvað þarf að stíga í marga polla á leiðinni. Við megum hins vegar ekki verða svo upptekin af eigin hælsæri að við tökum ekki eftir því sem er að gerast í kring um okkur. Þjóð meðal þjóða þarf líka að standa undir þeirri ábyrgð að láta sig varða það sem í heiminum gerist. Ekki er ekki liðinn áratugur frá því að Íslendingar létu teyma sig í hernað með Bandaríkjamönnum, Bretum og fleiri viljugum ríkjum. Sakir um voðavopn reyndust upplognar og ljóst að ástæður hernaðarins voru að tryggja völd og áhrif Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Í Írak tryggðu Bandaríkjamenn að notast yrði við sama farsímakerfi og í Bandaríkjunum, ekki GSM kerfið sem við þekkjum héðan og einnig er notast við í nærliggjandi löndum Íraks. Er þar ekki nema pínulítil birtingarmynd hagsmunagæslunnar og ekkert sagt um stjórn á olíuauðlindum, eða önnur áhrif af pólitískum toga. Ótaldar eru hörmungarnar sem leiddar voru yfir þjóðina vegna hernaðarins, örkuml, dauðsföll og eignatjón. Á þessu ber Íslenska þjóðin ábyrgð með hinum sem leiddu för. Mikilvægt er að hafa þessa sögu í huga núna þegar stórþjóðir funda um meinta kjarnorkuvá í nágrannaríkinu Íran og velta fyrir sér þvingunaraðgerðum. Hversu vel er hægt að treysta fullyrðingum um að þar í landi sé verið að smíða kjarnorkuvopn, en ekki verið að framleiða orku með kjarnorku eins og gert er í svo mörgum löndum öðrum. Hvar eru gjöreyðingarvopnin sem áttu að vera í Írak? Svo virðist sem gildi hið sama hér heima og í alþjóðastjórnmálum, vissara er að horfa til undirliggjandi hagsmuna þeirra sem eru hvað yfirlýsingaglaðastir. Þrátt fyrir eigin vandamál eiga Íslendingar að nota tiltæk meðöl til að leggjast á árar með þeim sem kalla eftir að fjölmörgum tilmælum Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðs þeirra vegna Ísrael og Palestínu verði framfylgt áður en lagt verður upp í leiðangur á vafasömum formerkjum til þess að knýja Írana til hlýðni. Það þarf enginn að efast um að með framferði sínu og hernaði brjóta Ísraelar mannréttindi á Palestínuaröbum og reka aðskilnaðarstefnu sem helst á sinn líka í því sem gerðist í Suður-Afríku. Það á að beita sér fyrir lausn vandamála þar sem vitað er um þau í raun og veru.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun