Framtíð Aldrei fór ég suður í óvissu 30. nóvember 2010 06:00 Mugison og fleiri hafa unnið ókeypis í átta ár að ísfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður en nú er komin þreyta í mannskapinn. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson Hugsanlegt er að ísfirska tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafi sungið sitt síðasta og verði ekki haldin um næstu páska. Ástæðan er þreyta sem er kominn í mannskapinn sem hefur staðið að undirbúningnum undanfarin ár. „Það er komin mjög mikil þreyta í stóran hóp. Menn eru búnir að vinna í átta ár ókeypis," segir tónlistarmaðurinn Mugison, einn af skipuleggjendunum, sem eru um sjö talsins. „Marga langar að eiga stund með fjölskyldunni og vinum í fyrsta sinn bráðum í áratug en ég er samt í stuði. Ég er ekki í þessu 9-17 dæmi. Það virkar öðruvísi hjá mér dagatalið og ég er ekki alveg inni í þessari jöfnu," segir hann. „Það er ekki búið að blása hátíðina alveg af en ég hugsa að það verði einhverjar breytingar. Svo getur vel verið að hún verði blásin af því þetta er bara áhugamál hjá okkur." Í nýlegri meistararitgerð kemur fram að hátíðin hefur mjög jákvæð áhrif á ímynd Ísafjarðar og nærsamfélagsins. Mynd/Rósa Að sögn Mugison er ein hugmyndin að fara í meira samstarf við tónlistarmennina sem koma fram á hátíðinni og fá þá til að ráða meiru um dagskrána. Einnig vonast hann til að Ísafjarðarbær komi meira inn í verkefnið. „Ég á alveg eftir að tala við Ísafjarðarbæ, reyna að hóa í fund og sjá hvort það eru ekki til hressar konur og karlar sem eru til í að koma með okkur í staðinn fyrir þá sem þurfa frí."Í nýlegri meistararitgerð Heru Bráar Guðmundsdóttur kemur fram að áhrif Aldrei fór ég suður á nærsamfélagið og á ímynd Ísafjarðar í alþjóðlegum skilningi eru mjög jákvæð. „Skýrslan segir að bæjarfjöldinn tvöfaldist eða þrefaldist. Það er góður slatti sem kemur en það fer mikill tími í þetta," segir Mugison. -fb Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Hugsanlegt er að ísfirska tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafi sungið sitt síðasta og verði ekki haldin um næstu páska. Ástæðan er þreyta sem er kominn í mannskapinn sem hefur staðið að undirbúningnum undanfarin ár. „Það er komin mjög mikil þreyta í stóran hóp. Menn eru búnir að vinna í átta ár ókeypis," segir tónlistarmaðurinn Mugison, einn af skipuleggjendunum, sem eru um sjö talsins. „Marga langar að eiga stund með fjölskyldunni og vinum í fyrsta sinn bráðum í áratug en ég er samt í stuði. Ég er ekki í þessu 9-17 dæmi. Það virkar öðruvísi hjá mér dagatalið og ég er ekki alveg inni í þessari jöfnu," segir hann. „Það er ekki búið að blása hátíðina alveg af en ég hugsa að það verði einhverjar breytingar. Svo getur vel verið að hún verði blásin af því þetta er bara áhugamál hjá okkur." Í nýlegri meistararitgerð kemur fram að hátíðin hefur mjög jákvæð áhrif á ímynd Ísafjarðar og nærsamfélagsins. Mynd/Rósa Að sögn Mugison er ein hugmyndin að fara í meira samstarf við tónlistarmennina sem koma fram á hátíðinni og fá þá til að ráða meiru um dagskrána. Einnig vonast hann til að Ísafjarðarbær komi meira inn í verkefnið. „Ég á alveg eftir að tala við Ísafjarðarbæ, reyna að hóa í fund og sjá hvort það eru ekki til hressar konur og karlar sem eru til í að koma með okkur í staðinn fyrir þá sem þurfa frí."Í nýlegri meistararitgerð Heru Bráar Guðmundsdóttur kemur fram að áhrif Aldrei fór ég suður á nærsamfélagið og á ímynd Ísafjarðar í alþjóðlegum skilningi eru mjög jákvæð. „Skýrslan segir að bæjarfjöldinn tvöfaldist eða þrefaldist. Það er góður slatti sem kemur en það fer mikill tími í þetta," segir Mugison. -fb
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira