Stjórnin handbendi heilbrigðisráðherra - fréttaskýring 20. ágúst 2010 06:00 Umskipti Heilbrigðisráðherra ákvað að skipta út öllum stjórnarmönnum í Sjúkratryggingum Íslands á dögunum. Fá fordæmi eru fyrir slíku, en ráðherrann er fyllilega innan ramma laganna að mati stjórnsýslufræðings. Fréttablaðið/Vilhelm Er eitthvað athugavert við að heilbrigðisráðherra hafi skipt stjórn Sjúkratrygginga Íslands út á einu bretti? Heilbrigðisráðherra getur samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands skipt út stjórn stofnunarinnar hvenær sem honum sýnist, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í stjórnsýslufræðum. Í lögunum eru engin ákvæði um að stjórnarmenn séu skipaðir til ákveðins tíma, segir Gunnar Helgi. Ráðherra geti þannig skipt um stjórnarmenn hvenær sem honum sýnist. Við það bætist að ekki sé tilnefnt í stjórnina, og því ráðherrans að handvelja stjórnarmenn sem hann treystir til starfans. „Löggjafinn hefur ákveðið að gefa ráðherranum mjög víðtækt vald yfir stjórn stofnunarinnar,“ segir Gunnar Helgi. „Ég get ekki séð annað en að lögin geri ráð fyrir því að stjórnin sé handbendi ráðherra.“ Gunnar segir að miðað við þetta sé ekkert óeðlilegt við að nýr ráðherra skipti út öllum stjórnarmönnum á einu bretti, sjái hann ástæðu til þess. Það gerði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra einmitt um miðjan ágúst, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Hann man þó ekki eftir dæmi um að ráðherra hafi skipt út öllum stjórnarmönnum í ríkisstofnun á einu bretti. „Þetta er ekki endilega slæm stjórnsýsla,“ segir Gunnar Helgi. Rök séu fyrir því að sumar stofnanir séu sjálfstæðar, en venjulega reglan sé sú að stjórnsýslunni sé stýrt af ráðuneyti og þar með ráðherra. Það sé fullkomlega eðlilegt, enda beri ráðherrann á endanum pólitíska ábyrgð á stofnuninni. Með stjórnarskiptunum er Álfheiður að undirstrika að hún ætli sér að hafa mikið um það að segja hvernig stofnuninni verður stýrt, segir Gunnar Helgi. Þrátt fyrir ótvíræða heimild til að skipta út stjórninni er ekki óeðlilegt að ráðherrann sé krafinn svara um hvers vegna hann treysti ekki stjórnarmönnunum, segir Gunnar Helgi. Hann segir Álfheiði hingað til ekki hafa gefið umbjóðendum sínum nægilega greinargóð svör við þeirri spurningu. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Er eitthvað athugavert við að heilbrigðisráðherra hafi skipt stjórn Sjúkratrygginga Íslands út á einu bretti? Heilbrigðisráðherra getur samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands skipt út stjórn stofnunarinnar hvenær sem honum sýnist, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í stjórnsýslufræðum. Í lögunum eru engin ákvæði um að stjórnarmenn séu skipaðir til ákveðins tíma, segir Gunnar Helgi. Ráðherra geti þannig skipt um stjórnarmenn hvenær sem honum sýnist. Við það bætist að ekki sé tilnefnt í stjórnina, og því ráðherrans að handvelja stjórnarmenn sem hann treystir til starfans. „Löggjafinn hefur ákveðið að gefa ráðherranum mjög víðtækt vald yfir stjórn stofnunarinnar,“ segir Gunnar Helgi. „Ég get ekki séð annað en að lögin geri ráð fyrir því að stjórnin sé handbendi ráðherra.“ Gunnar segir að miðað við þetta sé ekkert óeðlilegt við að nýr ráðherra skipti út öllum stjórnarmönnum á einu bretti, sjái hann ástæðu til þess. Það gerði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra einmitt um miðjan ágúst, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Hann man þó ekki eftir dæmi um að ráðherra hafi skipt út öllum stjórnarmönnum í ríkisstofnun á einu bretti. „Þetta er ekki endilega slæm stjórnsýsla,“ segir Gunnar Helgi. Rök séu fyrir því að sumar stofnanir séu sjálfstæðar, en venjulega reglan sé sú að stjórnsýslunni sé stýrt af ráðuneyti og þar með ráðherra. Það sé fullkomlega eðlilegt, enda beri ráðherrann á endanum pólitíska ábyrgð á stofnuninni. Með stjórnarskiptunum er Álfheiður að undirstrika að hún ætli sér að hafa mikið um það að segja hvernig stofnuninni verður stýrt, segir Gunnar Helgi. Þrátt fyrir ótvíræða heimild til að skipta út stjórninni er ekki óeðlilegt að ráðherrann sé krafinn svara um hvers vegna hann treysti ekki stjórnarmönnunum, segir Gunnar Helgi. Hann segir Álfheiði hingað til ekki hafa gefið umbjóðendum sínum nægilega greinargóð svör við þeirri spurningu. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira