Álagningin á bensín eykst milli mánaða 11. nóvember 2010 06:00 Runólfur Ólafsson Lítraverð á eldsneyti nálgast 200 krónur í fyrsta sinn síðan í sumar. Verð nánast það sama um allt land. Álagning olíufyrirtækjanna á bensínlítrann ekki meiri síðan í vor. Skattar nema rúmum helmingi af útsöluverði bensíns. Útsöluverð á eldsneyti hefur hækkað nokkuð á undanförnum vikum og er nú komið rétt upp undir 200 krónur á lítrann. Nánast sama verð er á útsölustöðum um allt land. Samkvæmt vefnum bensinverd.is var ódýrast að kaupa hjá Orkunni, þar sem lítrinn kostaði 198,3 á öllum stöðvum, en dýrast var að versla við Shell þar sem lítrinn var á 199,9 krónur. Þess má geta að bæði félögin eru í eigu Skeljungs hf. Þrátt fyrir verðhækkunina er ekki að sjá að hana sé að rekja til hærra innkaupaverðs á bensíni. Samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem reiknar verðið út frá verðlagi og gengi Bandaríkjadals á hverjum tíma, var innkaupaverð auk opinberra gjalda, það sem af er nóvembermánuði, 167,3 krónur og meðalverð á sama tíma var 197,6 krónur. Miðað við þær tölur er álagningin 30,3 krónur, en hún hefur ekki verið hærri frá því í maí þegar hún var 31,7 krónur. Þá hafði álagningin ekki verið hærri frá því í febrúar 2009. Útsöluverð hefur hækkað um rúman þriðjung frá ársbyrjun 2009, en hluti af því er mikil stígandi í skattheimtu ríkisins. Samkvæmt tölum FÍB hafa skattar farið úr 76 krónum á lítrann upp í 103, en náðu reyndar hámarki í apríl þegar 105,6 krónur af hverjum lítra, sem þá kostaði 210 krónur, runnu til ríkisins í formi skatta. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við Fréttablaðið að þessar tölur bendi til þess að olíufélögin séu að bæta í álagninguna og það vinni upp lækkun á álagningu sem varð í sumar. „Það kom svolítið fjör á markaðinn í sumar þegar Orkan reið á vaðið og var með sama verð á hverju sölusvæði, sem varð síðar sama verð um allt land. Þá minnkaði líka munurinn sem hafði alltaf verið á sjálfsafgreiðslustöðvum og þjónustustöðvum niður í 30 aura." Runólfur segir að þetta sé virkilega áhyggjuefni fyrir bifreiðaeigendur hér á landi. „Við sjáum að lítraverðið er komið upp undir 200 krónur og það er ekki hvetjandi. Svo kemur þetta ofan í fréttir um að enn séu hugmyndir um að setja veggjöld á vegina til og frá Reykjavík, sem við í FÍB erum alfarið á móti." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira
Lítraverð á eldsneyti nálgast 200 krónur í fyrsta sinn síðan í sumar. Verð nánast það sama um allt land. Álagning olíufyrirtækjanna á bensínlítrann ekki meiri síðan í vor. Skattar nema rúmum helmingi af útsöluverði bensíns. Útsöluverð á eldsneyti hefur hækkað nokkuð á undanförnum vikum og er nú komið rétt upp undir 200 krónur á lítrann. Nánast sama verð er á útsölustöðum um allt land. Samkvæmt vefnum bensinverd.is var ódýrast að kaupa hjá Orkunni, þar sem lítrinn kostaði 198,3 á öllum stöðvum, en dýrast var að versla við Shell þar sem lítrinn var á 199,9 krónur. Þess má geta að bæði félögin eru í eigu Skeljungs hf. Þrátt fyrir verðhækkunina er ekki að sjá að hana sé að rekja til hærra innkaupaverðs á bensíni. Samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem reiknar verðið út frá verðlagi og gengi Bandaríkjadals á hverjum tíma, var innkaupaverð auk opinberra gjalda, það sem af er nóvembermánuði, 167,3 krónur og meðalverð á sama tíma var 197,6 krónur. Miðað við þær tölur er álagningin 30,3 krónur, en hún hefur ekki verið hærri frá því í maí þegar hún var 31,7 krónur. Þá hafði álagningin ekki verið hærri frá því í febrúar 2009. Útsöluverð hefur hækkað um rúman þriðjung frá ársbyrjun 2009, en hluti af því er mikil stígandi í skattheimtu ríkisins. Samkvæmt tölum FÍB hafa skattar farið úr 76 krónum á lítrann upp í 103, en náðu reyndar hámarki í apríl þegar 105,6 krónur af hverjum lítra, sem þá kostaði 210 krónur, runnu til ríkisins í formi skatta. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við Fréttablaðið að þessar tölur bendi til þess að olíufélögin séu að bæta í álagninguna og það vinni upp lækkun á álagningu sem varð í sumar. „Það kom svolítið fjör á markaðinn í sumar þegar Orkan reið á vaðið og var með sama verð á hverju sölusvæði, sem varð síðar sama verð um allt land. Þá minnkaði líka munurinn sem hafði alltaf verið á sjálfsafgreiðslustöðvum og þjónustustöðvum niður í 30 aura." Runólfur segir að þetta sé virkilega áhyggjuefni fyrir bifreiðaeigendur hér á landi. „Við sjáum að lítraverðið er komið upp undir 200 krónur og það er ekki hvetjandi. Svo kemur þetta ofan í fréttir um að enn séu hugmyndir um að setja veggjöld á vegina til og frá Reykjavík, sem við í FÍB erum alfarið á móti." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira