Fjöldi framboða kom öllum í opna skjöldu - fréttaskýring 19. október 2010 05:00 Ástráður Haraldsson. Hvernig verður staðið að kynningu á frambjóðendum og kosningakerfinu til stjórnlagaþings? Mun fleiri skiluðu inn framboðum til stjórnlagaþings en nokkurn óraði fyrir. Framboðsfrestur rann út á hádegi í gær og á síðustu metrunum bættust um 350 frambjóðendur í hópinn. Alls hafa um 500 skilað inn framboði. „Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu," segir Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur Alþingis og ritari landskjörstjórnar. Landskjörstjórn mun vinna að því næstu daga að keyra saman meðmælalista frambjóðenda og fara yfir þá að öðru leyti til að kanna hvort á þeim séu ágallar eða hvort einhverja meðmælendur sé að finna á fleiri en einum lista. Því verki skal lögum samkvæmt vera lokið á hádegi á fimmtudag. Þórhallur segir að sú tímasetning muni standast, en jafnvel þurfi að bæta við starfsfólki í ljósi fjöldans. „Þetta setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Þetta er töluvert umfangsmeira verk en við áttum von á." Komi ágallar í ljós gefast frambjóðendum tveir dagar til að bæta úr þeim, eða fram á laugardag. Því er ólíklegt að endanlegur fjöldi frambjóðenda liggi fyrir fyrr en eftir helgi. Þá mun landskjörstjórn gefa hverjum frambjóðanda númer og að lokum birta listann með öllum gildum framboðum. Frestur til þess rennur út 3. nóvember. Það kemur síðan í hlut dómsmálaráðuneytisins að útbúa kynningarefni fyrir frambjóðendur. Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri segir að þótt fjöldi frambjóðenda hafi komið flatt upp á fólk í ráðuneytinu eigi ekki að verða mikið vandamál að útbúa slíkt efni. Frambjóðendur hafi verið beðnir um að skila inn stuttri kynningu á sjálfum sér og erindi sínu á þingið, og bæklingurinn muni byggja á þeim kynningum. Bæklingurinn verður tilbúinn áður en utankjörstaðakosning hefst 10. nóvember, og verður þá dreift í takmörkuðu upplagi til sýslumanna og utanríkisþjónustunnar. Hann fer svo í almenna dreifingu á öll heimili þegar nær dregur kosningunni. „Það má ekki dreifa þessu of snemma, þá fer þetta bara í tunnuna," útskýrir Hjalti. Annað sem þarf að útskýra fyrir fólki er kosningakerfið og hvernig skal greiða atkvæði. Kerfið er nýtt fyrir Íslendingum, á ensku heitir það „single transferable vote", en íslensk þýðing er ekki til. Kerfið er hugsað til að atkvæði kjósenda fullnýtist sem allra best. Landskjörstjórn mun hafa umsjón með að kynna almenningi kerfið, og fer það kynningarátak af stað um eða eftir mánaðamót. „Það verður auðvitað að tryggja að fólk skilji þetta en það er ekki búið að ákveða í nákvæmum smáatriðum hvernig staðið verður að því," segir Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, en í dómsmálaráðuneytinu er í skoðun að útbúa sérstakt kynningarmyndband fyrir kerfið. Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Það mun síðan taka til starfa í síðasta lagi í febrúar á næsta ári. Fréttir Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Hvernig verður staðið að kynningu á frambjóðendum og kosningakerfinu til stjórnlagaþings? Mun fleiri skiluðu inn framboðum til stjórnlagaþings en nokkurn óraði fyrir. Framboðsfrestur rann út á hádegi í gær og á síðustu metrunum bættust um 350 frambjóðendur í hópinn. Alls hafa um 500 skilað inn framboði. „Þetta kom okkur algjörlega í opna skjöldu," segir Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur Alþingis og ritari landskjörstjórnar. Landskjörstjórn mun vinna að því næstu daga að keyra saman meðmælalista frambjóðenda og fara yfir þá að öðru leyti til að kanna hvort á þeim séu ágallar eða hvort einhverja meðmælendur sé að finna á fleiri en einum lista. Því verki skal lögum samkvæmt vera lokið á hádegi á fimmtudag. Þórhallur segir að sú tímasetning muni standast, en jafnvel þurfi að bæta við starfsfólki í ljósi fjöldans. „Þetta setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Þetta er töluvert umfangsmeira verk en við áttum von á." Komi ágallar í ljós gefast frambjóðendum tveir dagar til að bæta úr þeim, eða fram á laugardag. Því er ólíklegt að endanlegur fjöldi frambjóðenda liggi fyrir fyrr en eftir helgi. Þá mun landskjörstjórn gefa hverjum frambjóðanda númer og að lokum birta listann með öllum gildum framboðum. Frestur til þess rennur út 3. nóvember. Það kemur síðan í hlut dómsmálaráðuneytisins að útbúa kynningarefni fyrir frambjóðendur. Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri segir að þótt fjöldi frambjóðenda hafi komið flatt upp á fólk í ráðuneytinu eigi ekki að verða mikið vandamál að útbúa slíkt efni. Frambjóðendur hafi verið beðnir um að skila inn stuttri kynningu á sjálfum sér og erindi sínu á þingið, og bæklingurinn muni byggja á þeim kynningum. Bæklingurinn verður tilbúinn áður en utankjörstaðakosning hefst 10. nóvember, og verður þá dreift í takmörkuðu upplagi til sýslumanna og utanríkisþjónustunnar. Hann fer svo í almenna dreifingu á öll heimili þegar nær dregur kosningunni. „Það má ekki dreifa þessu of snemma, þá fer þetta bara í tunnuna," útskýrir Hjalti. Annað sem þarf að útskýra fyrir fólki er kosningakerfið og hvernig skal greiða atkvæði. Kerfið er nýtt fyrir Íslendingum, á ensku heitir það „single transferable vote", en íslensk þýðing er ekki til. Kerfið er hugsað til að atkvæði kjósenda fullnýtist sem allra best. Landskjörstjórn mun hafa umsjón með að kynna almenningi kerfið, og fer það kynningarátak af stað um eða eftir mánaðamót. „Það verður auðvitað að tryggja að fólk skilji þetta en það er ekki búið að ákveða í nákvæmum smáatriðum hvernig staðið verður að því," segir Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, en í dómsmálaráðuneytinu er í skoðun að útbúa sérstakt kynningarmyndband fyrir kerfið. Kosið verður til stjórnlagaþings 27. nóvember. Það mun síðan taka til starfa í síðasta lagi í febrúar á næsta ári.
Fréttir Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira