Misstu tök á uppsveiflunni 16. september 2010 03:45 Ásgeir Daníelsson Stýrivextir hefðu þurft að vera mun hærri til að draga úr eftirspurn á árunum fyrir efnahagshrunið. Það hefði hins vegar valdið skaða annars staðar í hagkerfinu, að mati forstöðumanns rannsóknar- og spádeildar Seðlabankans. Fréttablaðið/Valli Hefðu bankarnir verið einkavæddir á lengri tíma, hægar farið í fjárfestingar í stóriðju á Kárahnjúkum og Grundartanga og vöxtur bankanna haminn, svo sem með bindisskyldu, hefði peningastefna Seðlabankans átt meiri möguleika á að ráða við þensluna á árunum fyrir efnahagshrunið. Snörp uppsveifla hagkerfisins frá og með einkavæðingu bankanna olli því hins vegar að vaxtatæki Seðlabankans nýttist ekki jafn vel og ætla mátti. Af þeim sökum varð samdráttur efnahagslífsins meiri en ástæða var til og kreppan dýpri. Þetta er mat Ásgeirs Daníelssonar, forstöðumanns rannsóknar- og spádeildar á hagfræðisviði Seðlabankans. Hann hélt erindi á málstofu um peningastefnu Seðlabankans í aðdraganda hrunsins síðdegis á þriðjudag. Ásgeir bendir á að hefðu stjórnvöld farið sér hægar í aðdraganda uppsveiflunnar hefði Seðlabankinn haft betri stjórn á þróun mála. Uppsveiflan, sem að hluta skýrðist af mjög snarpri útlánaþenslu og eignamyndun í kjölfar einkavæðingar og mikillar hækkunar á hlutabréfamarkaði samhliða gengisstyrkingu, hafi skilað sér í mjög snörpum eftirspurnarskelli. Seðlabankinn hafi ekki getað komið böndum á eftirspurnina með stýrivaxtahækkunum. Vextirnir hefðu þurft að vera mun hærri til að virka líkt og til var ætlast. Ásgeir vill ekki segja til um hversu háir vextirnir hefðu þurft að vera til að draga úr eftirspurn. „Það hefði þurft að hífa vextina mjög hátt upp til að draga úr eftirspurn manna sem allt í einu stóðu uppi með meiri pening en þeir raunverulega áttu von á. En það hefði valdið skaða annars staðar í hagkerfinu,“ segir hann og útilokar ekki að hefði hægar verið farið í sakirnar megi ætla að einhver af gömlu viðskiptabönkunum hefði lifað bankahrunið af. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Hefðu bankarnir verið einkavæddir á lengri tíma, hægar farið í fjárfestingar í stóriðju á Kárahnjúkum og Grundartanga og vöxtur bankanna haminn, svo sem með bindisskyldu, hefði peningastefna Seðlabankans átt meiri möguleika á að ráða við þensluna á árunum fyrir efnahagshrunið. Snörp uppsveifla hagkerfisins frá og með einkavæðingu bankanna olli því hins vegar að vaxtatæki Seðlabankans nýttist ekki jafn vel og ætla mátti. Af þeim sökum varð samdráttur efnahagslífsins meiri en ástæða var til og kreppan dýpri. Þetta er mat Ásgeirs Daníelssonar, forstöðumanns rannsóknar- og spádeildar á hagfræðisviði Seðlabankans. Hann hélt erindi á málstofu um peningastefnu Seðlabankans í aðdraganda hrunsins síðdegis á þriðjudag. Ásgeir bendir á að hefðu stjórnvöld farið sér hægar í aðdraganda uppsveiflunnar hefði Seðlabankinn haft betri stjórn á þróun mála. Uppsveiflan, sem að hluta skýrðist af mjög snarpri útlánaþenslu og eignamyndun í kjölfar einkavæðingar og mikillar hækkunar á hlutabréfamarkaði samhliða gengisstyrkingu, hafi skilað sér í mjög snörpum eftirspurnarskelli. Seðlabankinn hafi ekki getað komið böndum á eftirspurnina með stýrivaxtahækkunum. Vextirnir hefðu þurft að vera mun hærri til að virka líkt og til var ætlast. Ásgeir vill ekki segja til um hversu háir vextirnir hefðu þurft að vera til að draga úr eftirspurn. „Það hefði þurft að hífa vextina mjög hátt upp til að draga úr eftirspurn manna sem allt í einu stóðu uppi með meiri pening en þeir raunverulega áttu von á. En það hefði valdið skaða annars staðar í hagkerfinu,“ segir hann og útilokar ekki að hefði hægar verið farið í sakirnar megi ætla að einhver af gömlu viðskiptabönkunum hefði lifað bankahrunið af. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Erlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira