Snorri í Betel: Gagnrýnir umburðarleysi gagnvart kristni Valur Grettisson skrifar 8. september 2010 10:26 Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Mér finnst það nefnilega bera við að þeir sem eru annarra skoðunar, eða líta öðrum augum á hegðunarvanda Jóhönnu, njóti ekki sannmælis, enda er umburðalyndið ekki til gagnvart kristninni," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, um viðhorf almennings til færeyska þingmannsins Jenis av Rana. Þingmaðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja ekki sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, sökum kynhneigðar þeirra. Snorri hefur um árabil verið einn ötullasti talsmaður íhaldssamrar kristni hér á landi og hefur hingað til ekki leynt viðhorfum sínum til ýmissa mála, svo sem samkynhneigðar, sem hann telur vera synd. Hann segist svíða undan því sem hann kallar umburðarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem fylgja kenninsetningum biblíunnar bókstaflega. „Ég styð hann í þessu máli og virði skoðanir hans," segir Snorri um Jenis sem hefur verið gagnrýndur opinberlega, meðal annars af lögmanni Færeyja, Kaj Leó Jóhannesen. Þá sagði formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, Högni Hoydal, að Jenis ætti skammast sín. Aðspurður hvort það samræmist ekki kennisetningum kristinnar trúar að sýna umburðarlyndi svara Snorri: „Ég geri það. Það er hún sem þarf að svara fyrir sínar gjörðir gagnvart guði einn daginn eins og ég þarf að svara honum fyrir mínar." Aðspurður hvort hann mynd fylgja fordæmi Jenis og neita að setjast til borðs með forsætisráðherranum segir Snorri: „Ég settist nánast með þeim um daginn. Ég sat reyndar á næsta borði daginn sem hún giftist. Það angraði mig ekkert." Að sögn Snorra þá vantar alla staðfestu í Íslendinga og það hafi þeir oft sýnt með hegðun sinni. Hann segir Íslendinga oft hafa sýnt það með hegðun sinni að þeir geri það sem þeir komist upp með og vitnar þá í bankahrunið hér á landi. Hann bætir svo við: „Það má alveg tala um för Jóhönnu til Færeyja sem ákveðna útrás á þessum siðferðisviðmiðum og hún er því ákveðinn boðberi þeirra um leið." Snorri áréttar þó að hann reyni að sýna samkynheigðum umburðarlyndi. „Minn tilgangur er ekki að hrópa þetta fólk niður," segir Snorri að lokum. Neitaði að snæða með forsætisráðherra Hinsegin Trúmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Mér finnst það nefnilega bera við að þeir sem eru annarra skoðunar, eða líta öðrum augum á hegðunarvanda Jóhönnu, njóti ekki sannmælis, enda er umburðalyndið ekki til gagnvart kristninni," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, um viðhorf almennings til færeyska þingmannsins Jenis av Rana. Þingmaðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja ekki sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, sökum kynhneigðar þeirra. Snorri hefur um árabil verið einn ötullasti talsmaður íhaldssamrar kristni hér á landi og hefur hingað til ekki leynt viðhorfum sínum til ýmissa mála, svo sem samkynhneigðar, sem hann telur vera synd. Hann segist svíða undan því sem hann kallar umburðarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem fylgja kenninsetningum biblíunnar bókstaflega. „Ég styð hann í þessu máli og virði skoðanir hans," segir Snorri um Jenis sem hefur verið gagnrýndur opinberlega, meðal annars af lögmanni Færeyja, Kaj Leó Jóhannesen. Þá sagði formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, Högni Hoydal, að Jenis ætti skammast sín. Aðspurður hvort það samræmist ekki kennisetningum kristinnar trúar að sýna umburðarlyndi svara Snorri: „Ég geri það. Það er hún sem þarf að svara fyrir sínar gjörðir gagnvart guði einn daginn eins og ég þarf að svara honum fyrir mínar." Aðspurður hvort hann mynd fylgja fordæmi Jenis og neita að setjast til borðs með forsætisráðherranum segir Snorri: „Ég settist nánast með þeim um daginn. Ég sat reyndar á næsta borði daginn sem hún giftist. Það angraði mig ekkert." Að sögn Snorra þá vantar alla staðfestu í Íslendinga og það hafi þeir oft sýnt með hegðun sinni. Hann segir Íslendinga oft hafa sýnt það með hegðun sinni að þeir geri það sem þeir komist upp með og vitnar þá í bankahrunið hér á landi. Hann bætir svo við: „Það má alveg tala um för Jóhönnu til Færeyja sem ákveðna útrás á þessum siðferðisviðmiðum og hún er því ákveðinn boðberi þeirra um leið." Snorri áréttar þó að hann reyni að sýna samkynheigðum umburðarlyndi. „Minn tilgangur er ekki að hrópa þetta fólk niður," segir Snorri að lokum.
Neitaði að snæða með forsætisráðherra Hinsegin Trúmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira