„Ég hef ekki séð það svartara“ 17. apríl 2010 17:01 Frá hlaðinu í Hlíð undir Eyjafjöllum klukkan þrjú í dag. "Ljósin á bænum sjást þarna en það var á tímabili þar sem ég sá þau ekki," segir Sigurgeir. Mynd/Sigurgeir L Ingólfsson „Það er stafalogn og óloft sem hefur leitað inn í húsin til okkar," segir Sigurgeir L. Ingólfsson á bænum Hlíð undir Eyjafjöllum. Þar hefur líkt og víða annars staðar verið mikið öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Ég hef ekki séð það svartara. Hér er mun meira myrkur en nokkurn tíma verður á venjulegri vetrarnóttu," segir Sigurgeir. Hlíð er mitt á milli Steina og Þorvaldeyrar. „Ég er vestan við Þorvaldseyri og austan við Steina. Bærinn stendur ofar í hlíðinni." Sigurgeir segir að eiginkona hans og sonur hafi ekki brugðist við öskufallinu með því að þétta rifur og annað slíkt. Askan sé mjög fíngerð. „Við getum ekkert gert. Askan smýgur alls staðar inn og það væri alveg sama hvort að við myndum þétta og frauða því þá værum við um leið að loka fyrir súrefni. Það gefur auga leið."Skrýtnari en venjulega Sigurgeir segir að þau finni vel fyrir öskunni. „Við erum skrýtnari en venjulega," segir hann og hlær en bætir við: „Við finnum fyrir sviða í augum þó að við séum innan dyra og þá höfum við aðeins fundið fyrir höfuðverk." Nú sé logn og það sé ekki gott.„Við mældum þetta áðan og það er einn og hálfur sentímetri jafnfallin aska," segir Sigurgeir. Sigurgeir L. IngólfssonSigurgeir tók myndirnar sem fylgja með þessari frétt klukkan þrjú í dag. „Ég tók þessar myndir um leið og við fórum að athuga með skepnur. Við höfum farið fjórum til fimm sinnum út til að kanna vatn og ástandið á þeim," segir Sigurgeir sem er með nautgripi, kindur og nokkur hross. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Það er stafalogn og óloft sem hefur leitað inn í húsin til okkar," segir Sigurgeir L. Ingólfsson á bænum Hlíð undir Eyjafjöllum. Þar hefur líkt og víða annars staðar verið mikið öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Ég hef ekki séð það svartara. Hér er mun meira myrkur en nokkurn tíma verður á venjulegri vetrarnóttu," segir Sigurgeir. Hlíð er mitt á milli Steina og Þorvaldeyrar. „Ég er vestan við Þorvaldseyri og austan við Steina. Bærinn stendur ofar í hlíðinni." Sigurgeir segir að eiginkona hans og sonur hafi ekki brugðist við öskufallinu með því að þétta rifur og annað slíkt. Askan sé mjög fíngerð. „Við getum ekkert gert. Askan smýgur alls staðar inn og það væri alveg sama hvort að við myndum þétta og frauða því þá værum við um leið að loka fyrir súrefni. Það gefur auga leið."Skrýtnari en venjulega Sigurgeir segir að þau finni vel fyrir öskunni. „Við erum skrýtnari en venjulega," segir hann og hlær en bætir við: „Við finnum fyrir sviða í augum þó að við séum innan dyra og þá höfum við aðeins fundið fyrir höfuðverk." Nú sé logn og það sé ekki gott.„Við mældum þetta áðan og það er einn og hálfur sentímetri jafnfallin aska," segir Sigurgeir. Sigurgeir L. IngólfssonSigurgeir tók myndirnar sem fylgja með þessari frétt klukkan þrjú í dag. „Ég tók þessar myndir um leið og við fórum að athuga með skepnur. Við höfum farið fjórum til fimm sinnum út til að kanna vatn og ástandið á þeim," segir Sigurgeir sem er með nautgripi, kindur og nokkur hross.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira