Eitur mælist í mjólk vegna sorpbrennslu 28. desember 2010 06:00 Reykmengun frá Funa Á sumrin hefur fjörðurinn ítrekað fyllst af illþefjandi reyk.mynd/Halldór Sveinbjörnsson Mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði varð til þess að mjólk frá lögbýli í nágrenni stöðvarinnar var innkölluð og framleiðsla stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar (MAST). Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að sorpbrennslu í stöðinni verði hætt en mengaðan reyk hefur lagt frá sorpbrennslunni árum saman. Fyrir rúmri viku greindust þrávirk aðskotaefni yfir leyfilegum mörkum í mjólkursýni frá bæ í Engidal í Skutulsfirði, sem er í næsta nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa. Af öryggisástæðum var vinnsla mjólkur á bænum og dreifing afurða sem rekja mátti þangað stöðvuð. Mjólkin frá bænum nemur þremur prósentum hjá MS á Ísafirði og því talið nær útilokað að efnin hafi verið yfir leyfilegum mörkum í framleiðsluvörum stöðvarinnar sem allar eru seldar vestra. Aðskotaefni í mjólk eru talin einskorðast við þennan eina bæ. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendamála hjá MAST, segir að framleiðsla mjólkur á bænum geti ekki hafist að nýju fyrr en líða tekur á janúar, eða þegar niðurstöður sýnatöku berast að utan. Efnin sem mældust í mjólkinni voru meðal annars díoxín sem myndast við bruna. „Það er þekkt að ef bruni við sorpbrennslu er ekki við nægilega hátt hitastig myndast þessi efni. Væntanlega er þetta loftborin mengun. Hún gæti hafa farið í drykkjarvatn en líklegra er að hún hafi borist í fóður,“ segir Sigurður. Sorpbrennslustöðin hefur lengi verið til óþurftar og í bréfi Vernharðs Jósefssonar, stöðvarstjóra Funa, til bæjaryfirvalda sumarið 2009 kemur fram að þá hafi mælitæki verið úr sér gengin, engu nauðsynlegu viðhaldi hafi verið sinnt og vinnuaðstæður orðnar starfsmönnum hættulegar. Í sumar sendi Umhverfisstofnun Ísafjarðarbæ áminningu vegna starfsemi sorpbrennslustöðvarinnar. Þá sýndu mælingar að í reyknum voru efni hátt yfir viðmiðunarmörkum. Sínk mældist rúmlega 24 sinnum meira en starfsleyfi stöðvarinnar heimilaði, díoxín sextán sinnum meira og þungmálmar fimmfalt meiri. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa haft sorpmál til skoðunar á árinu. Flutningur sorps og förgun var boðinn út í haust og viðræður við lægstbjóðanda standa yfir. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði varð til þess að mjólk frá lögbýli í nágrenni stöðvarinnar var innkölluð og framleiðsla stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar (MAST). Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ákveðið að sorpbrennslu í stöðinni verði hætt en mengaðan reyk hefur lagt frá sorpbrennslunni árum saman. Fyrir rúmri viku greindust þrávirk aðskotaefni yfir leyfilegum mörkum í mjólkursýni frá bæ í Engidal í Skutulsfirði, sem er í næsta nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa. Af öryggisástæðum var vinnsla mjólkur á bænum og dreifing afurða sem rekja mátti þangað stöðvuð. Mjólkin frá bænum nemur þremur prósentum hjá MS á Ísafirði og því talið nær útilokað að efnin hafi verið yfir leyfilegum mörkum í framleiðsluvörum stöðvarinnar sem allar eru seldar vestra. Aðskotaefni í mjólk eru talin einskorðast við þennan eina bæ. Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður matvælaöryggis- og neytendamála hjá MAST, segir að framleiðsla mjólkur á bænum geti ekki hafist að nýju fyrr en líða tekur á janúar, eða þegar niðurstöður sýnatöku berast að utan. Efnin sem mældust í mjólkinni voru meðal annars díoxín sem myndast við bruna. „Það er þekkt að ef bruni við sorpbrennslu er ekki við nægilega hátt hitastig myndast þessi efni. Væntanlega er þetta loftborin mengun. Hún gæti hafa farið í drykkjarvatn en líklegra er að hún hafi borist í fóður,“ segir Sigurður. Sorpbrennslustöðin hefur lengi verið til óþurftar og í bréfi Vernharðs Jósefssonar, stöðvarstjóra Funa, til bæjaryfirvalda sumarið 2009 kemur fram að þá hafi mælitæki verið úr sér gengin, engu nauðsynlegu viðhaldi hafi verið sinnt og vinnuaðstæður orðnar starfsmönnum hættulegar. Í sumar sendi Umhverfisstofnun Ísafjarðarbæ áminningu vegna starfsemi sorpbrennslustöðvarinnar. Þá sýndu mælingar að í reyknum voru efni hátt yfir viðmiðunarmörkum. Sínk mældist rúmlega 24 sinnum meira en starfsleyfi stöðvarinnar heimilaði, díoxín sextán sinnum meira og þungmálmar fimmfalt meiri. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa haft sorpmál til skoðunar á árinu. Flutningur sorps og förgun var boðinn út í haust og viðræður við lægstbjóðanda standa yfir. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira