Óttar á leið til Kína 21. október 2010 07:30 Baltasar vinnufíkill Óttar Guðnason segir Baltasar vera algjöran vinnufíkil á tökustað en hann sé góður verkstjóri og nái því besta úr sínu fólki.Fréttablaðið/Valli Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður segir að vinnan við Inhale hafi verið stíf enda myndin gerð á aðeins 29 dögum. Hann segir jafnframt sig langa til að gera mynd á íslensku. Óttar Guðnason hefur verið á faraldsfæti undanfarin ár, unnið við tökur á kvikmyndum og auglýsingum. Nýjasta kvikmynd hans, Inhale í leikstjórn Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á föstudaginn en Óttar segir tökurnar hafa bæði verið skemmtilegar og erfiðar. „Það var náttúrulega heitt og mesta áskorunin fólst í því að breyta þessum bæ, Las Vegas í Nýju Mexíkó, í Mexíkó,“ útskýrir Óttar en að gefnu tilefni skal tekið fram að umræddur bær á ekkert skylt við syndaborgina í Nevada og að bærinn var einnig sögusviðið fyrir Coen-myndina No Country for Old Men. „Það var sett ryk yfir allar göturnar, mold og ljósamöstur og þetta gekk allt mjög vel.“ Að sögn Óttars var dagskráin mjög þéttskipuð enda stóðu tökurnar yfir í aðeins 29 daga, sem þykir frekar lítið. Óttar hefur áður unnið með Baltasar Kormáki, það var við A Little Trip to Heaven. Hann segir leikstjórann vera vinnufíkil á tökustað, hann sé alltaf að, nánast allan sólarhringinn. „Mér sjálfum fannst frábært hversu miklu Baltasar náði út úr aðalleikaranum, Dermot Mulroney. Þetta hlutverk var svolítið nýtt fyrir Mulroney, hann er í mynd nánast allan tímann og hann var algjörlega búinn á því undir lokin. Balti vinnur alltaf eins, og hjólar í fólk ef hann er ekki sáttur, alveg sama hvað það heitir. Hann barðist með kjafti og klóm fyrir öllu í myndinni og það var virkilega gaman að upplifa þetta með honum.“ Svo skemmtilega vildi til að Óttari og Dermot varð vel til vina og þegar leikarinn fékk tækifæri til að leikstýra sinni fyrstu mynd fékk hann Óttar sem tökumann. Myndin heitir Love, Wedding, Marriage og skartar Mandy Moore, Kellan Lutz og Jane Seymour í aðalhlutverkum. Óttar staldrar ekki lengi við á Íslandi því hann heldur eftir tíu daga til Kína að taka upp ævintýramyndina Mulan undir stjórn hollenska leikstjórans Jan de Bont. De Bont er hvað þekktastur fyrir stórmyndina Speed en Óttar og hann hugðust gera saman Stopping Power, hasarmynd í Berlín, sem hætt var við. „Þetta er taka tvö hjá okkur. Ég er akkúrat á leiðinni niður í kínverska sendiráðið til að ná í pappíra. Myndin er stór, það verða nokkur hundruð manns við störf á henni, tvær leikmyndir byggðar og mér skilst að þeir ætli að reisa líkan af Kínamúrnum. Þetta verður bara virkilega spennandi, mikið af stórum hesta- og bardagasenum.“ Þrátt fyrir allt heimshornaflakkið hefur Óttar hins vegar aldrei gert kvikmynd á íslensku en hann segist gjarnan vilja það. „Ég auglýsi hér með bara eftir áhugasömum.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira
Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður segir að vinnan við Inhale hafi verið stíf enda myndin gerð á aðeins 29 dögum. Hann segir jafnframt sig langa til að gera mynd á íslensku. Óttar Guðnason hefur verið á faraldsfæti undanfarin ár, unnið við tökur á kvikmyndum og auglýsingum. Nýjasta kvikmynd hans, Inhale í leikstjórn Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á föstudaginn en Óttar segir tökurnar hafa bæði verið skemmtilegar og erfiðar. „Það var náttúrulega heitt og mesta áskorunin fólst í því að breyta þessum bæ, Las Vegas í Nýju Mexíkó, í Mexíkó,“ útskýrir Óttar en að gefnu tilefni skal tekið fram að umræddur bær á ekkert skylt við syndaborgina í Nevada og að bærinn var einnig sögusviðið fyrir Coen-myndina No Country for Old Men. „Það var sett ryk yfir allar göturnar, mold og ljósamöstur og þetta gekk allt mjög vel.“ Að sögn Óttars var dagskráin mjög þéttskipuð enda stóðu tökurnar yfir í aðeins 29 daga, sem þykir frekar lítið. Óttar hefur áður unnið með Baltasar Kormáki, það var við A Little Trip to Heaven. Hann segir leikstjórann vera vinnufíkil á tökustað, hann sé alltaf að, nánast allan sólarhringinn. „Mér sjálfum fannst frábært hversu miklu Baltasar náði út úr aðalleikaranum, Dermot Mulroney. Þetta hlutverk var svolítið nýtt fyrir Mulroney, hann er í mynd nánast allan tímann og hann var algjörlega búinn á því undir lokin. Balti vinnur alltaf eins, og hjólar í fólk ef hann er ekki sáttur, alveg sama hvað það heitir. Hann barðist með kjafti og klóm fyrir öllu í myndinni og það var virkilega gaman að upplifa þetta með honum.“ Svo skemmtilega vildi til að Óttari og Dermot varð vel til vina og þegar leikarinn fékk tækifæri til að leikstýra sinni fyrstu mynd fékk hann Óttar sem tökumann. Myndin heitir Love, Wedding, Marriage og skartar Mandy Moore, Kellan Lutz og Jane Seymour í aðalhlutverkum. Óttar staldrar ekki lengi við á Íslandi því hann heldur eftir tíu daga til Kína að taka upp ævintýramyndina Mulan undir stjórn hollenska leikstjórans Jan de Bont. De Bont er hvað þekktastur fyrir stórmyndina Speed en Óttar og hann hugðust gera saman Stopping Power, hasarmynd í Berlín, sem hætt var við. „Þetta er taka tvö hjá okkur. Ég er akkúrat á leiðinni niður í kínverska sendiráðið til að ná í pappíra. Myndin er stór, það verða nokkur hundruð manns við störf á henni, tvær leikmyndir byggðar og mér skilst að þeir ætli að reisa líkan af Kínamúrnum. Þetta verður bara virkilega spennandi, mikið af stórum hesta- og bardagasenum.“ Þrátt fyrir allt heimshornaflakkið hefur Óttar hins vegar aldrei gert kvikmynd á íslensku en hann segist gjarnan vilja það. „Ég auglýsi hér með bara eftir áhugasömum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira