Síðasta tækifæri pólitíkusanna Ólafur Þ. Stephensen skrifar 6. október 2010 06:00 Mótmælin við Alþingishúsið í fyrrakvöld eru til merkis um mikla og djúpstæða óánægju í þjóðfélaginu. Stjórnmálamennirnir sem sátu innan dyra á meðan mótmælin fóru fram komust ekki hjá því að heyra til mótmælendanna, sem framkölluðu ærandi hávaða. Hitt er öllu mikilvægara, að þeir nái að hlusta eftir innihaldi óánægjuhrópanna og bregðast við gagnrýninni. Það er ekki alveg einfalt að skilgreina í hverju óánægjan felst nákvæmlega. Mótmælendur virðast óhressir með mismunandi hluti og að sumu leyti virðast kröfurnar líka mótsagnakenndar. Óhætt virðist að kippa út úr dæminu nýnazistunum, þjóðernissinnunum, anarkistunum, kommúnistunum og öllum hinum sértrúarsöfnuðunum sem eru alltaf óánægðir hvort sem er, burtséð frá því hvort kreppa er í þjóðfélaginu eða ekki. Þeir sáu vafalaust bara góðan mótmælafund og vildu vera með. Stjórnmálamennirnir þurfa hins vegar að komast að því hvað hinn breiði fjöldi hefur að segja. Í ummælum fólks sem tekið var tali á Austurvelli var áberandi óánægja með stjórnmálamennina upp til hópa og óþol gagnvart pólitíkinni eins og hún leggur sig. Sjálfsagt hefur umræðan um landsdómsmálið verið kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum, af mismunandi ástæðum. Krafan um kosningar er komin upp enn á ný. Um leið heyrist skýrt sú krafa að gripið verði til aðgerða strax til að bjarga heimilum í skuldavanda og koma í veg fyrir að fjölskyldur missi heimili sín. Reyndar virðist óljóst hve stór sá hópur er, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag, og það verður að teljast með nokkrum ólíkindum að enginn skuli vita almennilega umfang vandans sem við er að etja. Vilji menn hins vegar að gripið verði til aðgerða í snatri er sennilega misráðið að krefjast kosninga strax. Stjórnmálamennirnir fara þá enn og aftur að eltast við skottið á sjálfum sér næstu vikur og mánuði í stað þess að vinna skipulega að þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja. Það er engan veginn víst að nýtt fólk sem veldist til þingsetu í kosningum yrði fremur vandanum vaxið en það sem nú situr á þingi. Til þess að almenningur fái á tilfinninguna að stjórnmálamennirnir séu að hlusta á hann er ráð að þeir hætti að æpa hver á annan. Þjóðin er komin með upp í kok af innbyrðis átökum, skætingi og yfirborðsmennsku á Alþingi. Nú eiga stjórn og stjórnarandstaða að ganga til samstarfs af fullum heilindum um að taka á vanda þeirra verst settu og gera það hratt. Menn eiga að koma sér saman um að gera ekki nein gylliboð eða fara út í lausnir sem koma í bakið á skattgreiðendum, heldur gera það sem raunhæft er og skynsamlegt. Ummæli manna eftir fund stjórnar og stjórnarandstöðu í gær benda til að enn séu menn að reyna að krækja sér í pólitísk prik með því að berja á hinu liðinu. Það er misráðið, því að nú hafa pólitíkusarnir einmitt fengið sitt síðasta tækifæri í bili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun
Mótmælin við Alþingishúsið í fyrrakvöld eru til merkis um mikla og djúpstæða óánægju í þjóðfélaginu. Stjórnmálamennirnir sem sátu innan dyra á meðan mótmælin fóru fram komust ekki hjá því að heyra til mótmælendanna, sem framkölluðu ærandi hávaða. Hitt er öllu mikilvægara, að þeir nái að hlusta eftir innihaldi óánægjuhrópanna og bregðast við gagnrýninni. Það er ekki alveg einfalt að skilgreina í hverju óánægjan felst nákvæmlega. Mótmælendur virðast óhressir með mismunandi hluti og að sumu leyti virðast kröfurnar líka mótsagnakenndar. Óhætt virðist að kippa út úr dæminu nýnazistunum, þjóðernissinnunum, anarkistunum, kommúnistunum og öllum hinum sértrúarsöfnuðunum sem eru alltaf óánægðir hvort sem er, burtséð frá því hvort kreppa er í þjóðfélaginu eða ekki. Þeir sáu vafalaust bara góðan mótmælafund og vildu vera með. Stjórnmálamennirnir þurfa hins vegar að komast að því hvað hinn breiði fjöldi hefur að segja. Í ummælum fólks sem tekið var tali á Austurvelli var áberandi óánægja með stjórnmálamennina upp til hópa og óþol gagnvart pólitíkinni eins og hún leggur sig. Sjálfsagt hefur umræðan um landsdómsmálið verið kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum, af mismunandi ástæðum. Krafan um kosningar er komin upp enn á ný. Um leið heyrist skýrt sú krafa að gripið verði til aðgerða strax til að bjarga heimilum í skuldavanda og koma í veg fyrir að fjölskyldur missi heimili sín. Reyndar virðist óljóst hve stór sá hópur er, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag, og það verður að teljast með nokkrum ólíkindum að enginn skuli vita almennilega umfang vandans sem við er að etja. Vilji menn hins vegar að gripið verði til aðgerða í snatri er sennilega misráðið að krefjast kosninga strax. Stjórnmálamennirnir fara þá enn og aftur að eltast við skottið á sjálfum sér næstu vikur og mánuði í stað þess að vinna skipulega að þeim úrlausnarefnum sem fyrir liggja. Það er engan veginn víst að nýtt fólk sem veldist til þingsetu í kosningum yrði fremur vandanum vaxið en það sem nú situr á þingi. Til þess að almenningur fái á tilfinninguna að stjórnmálamennirnir séu að hlusta á hann er ráð að þeir hætti að æpa hver á annan. Þjóðin er komin með upp í kok af innbyrðis átökum, skætingi og yfirborðsmennsku á Alþingi. Nú eiga stjórn og stjórnarandstaða að ganga til samstarfs af fullum heilindum um að taka á vanda þeirra verst settu og gera það hratt. Menn eiga að koma sér saman um að gera ekki nein gylliboð eða fara út í lausnir sem koma í bakið á skattgreiðendum, heldur gera það sem raunhæft er og skynsamlegt. Ummæli manna eftir fund stjórnar og stjórnarandstöðu í gær benda til að enn séu menn að reyna að krækja sér í pólitísk prik með því að berja á hinu liðinu. Það er misráðið, því að nú hafa pólitíkusarnir einmitt fengið sitt síðasta tækifæri í bili.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun