TR krefur erfingjana um ofgreiddan lífeyri 30. september 2010 06:00 Guðrún Lilja Benjamínsdóttir Móðir Guðrúnar Lilju lést 75 ára gömul eftir veikindi fyrir tæpum tveimur árum og hvílir nú við hlið eiginmanns síns í Fossvogskirkjugarði. Tryggingastofnun segir móðurina hafa fengið of háar greiðslur og vill að erfingjarnir endurgreiði þær. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er einfaldlega svívirðilegt," segir Guðrún Lilja Benjamínsdóttir um greiðsluáskorun sem henni barst frá Tryggingastofnun ríkisins í síðustu viku. Móðir Guðrúnar Lilju, systur hennar og tveggja bræðra lést í nóvember 2008. Dánarbú móðurinnar var gert upp um það bil ári síðar hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Í síðustu viku barst systkinunum öllum greiðsluáskorun frá Sýslumanninum á Blönduósi fyrir hönd Tryggingastofnunar. Fram kemur að móðir þeirra hafi fengið ofgreiddar bætur frá TR og að systkinin sem erfingjar séu ábyrg fyrir skuldum dánarbús hennar. Þau eigi að greiða 104.763 krónur. Systkinin eru afar ósátt við hina síðbúnu rukkun fyrir meintar ofgreiðslur til móður þeirra á árunum 2007 og 2008. Þau hafi fengið þær upplýsingar hjá TR að stofnunin hafi áður í tvígang sent innheimtubréf vegna skuldarinnar, það hafi verið gert í júlí 2008, nokkrum mánuðum áður en móðir þeirra lést, og í ágúst 2009. Systkinin segjast ekkert kannast við þessi fyrri innheimtubréf. Þau fengu hins vegar afrit af þeim frá Tryggingastofnun í gær. „Þegar fyrra bréfið á að hafa verið sent var mamma enn þá á lífi og hún var nú þannig kona að hún skuldaði engum neitt," segir Guðrún Lilja sem kveðst afar undrandi á vinnubrögðunum. „Við gerðum upp dánarbúið fyrir tæpu ári. Slíkt á ekki að vera hægt að gera ef það liggja fyrir einhverjar óuppgerðar opinberar kröfur í búið." Guðrún Lilja segir systkinin munu greiða skuld móður sinnar. Þeim finnist málið hins vegar í meira lagi undarlegt. „Við getum alveg borgað en okkur finnst bara svo ósvífið hvernig staðið er að þessu. Kannski er bara verið að auka tekjur af fólkinu í Fossvoginum, það er að segja þeim sem hvíla í kirkjugarðinum. En að öllu gamni slepptu þá hlýtur þetta að kosta mikið umstang. Sýslumaðurinn í Kópavogi þarf að taka dánarbúið upp aftur því sennilega verður að endurreikna erfðafjárskattinn sem við vorum búin að borga." Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að ef í ljós kemur að skjólstæðingar stofnunarinnar hafi fengið of háar greiðslur séu sendir uppgjörsseðlar fyrir því um sama leyti og skatturinn sendir frá sér sína álagningu árið eftir. Þótt bótaþegar andist og erfingjarnir geri upp dánarbúið hverfi slíkar skuldir ekki - nema þær séu gerðar upp. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Þetta er einfaldlega svívirðilegt," segir Guðrún Lilja Benjamínsdóttir um greiðsluáskorun sem henni barst frá Tryggingastofnun ríkisins í síðustu viku. Móðir Guðrúnar Lilju, systur hennar og tveggja bræðra lést í nóvember 2008. Dánarbú móðurinnar var gert upp um það bil ári síðar hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Í síðustu viku barst systkinunum öllum greiðsluáskorun frá Sýslumanninum á Blönduósi fyrir hönd Tryggingastofnunar. Fram kemur að móðir þeirra hafi fengið ofgreiddar bætur frá TR og að systkinin sem erfingjar séu ábyrg fyrir skuldum dánarbús hennar. Þau eigi að greiða 104.763 krónur. Systkinin eru afar ósátt við hina síðbúnu rukkun fyrir meintar ofgreiðslur til móður þeirra á árunum 2007 og 2008. Þau hafi fengið þær upplýsingar hjá TR að stofnunin hafi áður í tvígang sent innheimtubréf vegna skuldarinnar, það hafi verið gert í júlí 2008, nokkrum mánuðum áður en móðir þeirra lést, og í ágúst 2009. Systkinin segjast ekkert kannast við þessi fyrri innheimtubréf. Þau fengu hins vegar afrit af þeim frá Tryggingastofnun í gær. „Þegar fyrra bréfið á að hafa verið sent var mamma enn þá á lífi og hún var nú þannig kona að hún skuldaði engum neitt," segir Guðrún Lilja sem kveðst afar undrandi á vinnubrögðunum. „Við gerðum upp dánarbúið fyrir tæpu ári. Slíkt á ekki að vera hægt að gera ef það liggja fyrir einhverjar óuppgerðar opinberar kröfur í búið." Guðrún Lilja segir systkinin munu greiða skuld móður sinnar. Þeim finnist málið hins vegar í meira lagi undarlegt. „Við getum alveg borgað en okkur finnst bara svo ósvífið hvernig staðið er að þessu. Kannski er bara verið að auka tekjur af fólkinu í Fossvoginum, það er að segja þeim sem hvíla í kirkjugarðinum. En að öllu gamni slepptu þá hlýtur þetta að kosta mikið umstang. Sýslumaðurinn í Kópavogi þarf að taka dánarbúið upp aftur því sennilega verður að endurreikna erfðafjárskattinn sem við vorum búin að borga." Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að ef í ljós kemur að skjólstæðingar stofnunarinnar hafi fengið of háar greiðslur séu sendir uppgjörsseðlar fyrir því um sama leyti og skatturinn sendir frá sér sína álagningu árið eftir. Þótt bótaþegar andist og erfingjarnir geri upp dánarbúið hverfi slíkar skuldir ekki - nema þær séu gerðar upp. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira