Nýr dagskrárstjóri tjáir sig ekki um Spaugstofuna 28. apríl 2010 09:30 Erna Kettler er nýr dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Hún segir allt velta á því hversu miklir fjármunir séu fyrir hendi. „Mér líst vel á starfið og ætla að taka mér tíma fram yfir helgi til að átta mig aðeins hlutunum,“ segir Erna Kettler, nýráðinn dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Erna verður yfir sameinaðri deild innlenda og erlenda sjónvarpsefnisins hjá RÚV en hún var áður á erlendu deildinni. Þá var hún einnig dagskrárstjóri erlendu deildarinnar á Stöð 2 en Erna sleit barnsskónum í dagskrárdeild Stöðvar 2 og hefur því víðtæka reynslu í bæði erlendum og innlendum dagskrárdeildum. Töluverður styr hefur staðið um Ríkissjónvarpið, ekki síst meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna eftir ummæli útvarpsstjórans Páls Magnússonar um að RÚV hygðist ekki fjárfesta í innlendu efni. Erna segist ekki vera í aðstöðu til þess að tjá sig um það mál, hún sé ekki einu sinni komin með lyklavöldin. „Við erum að sjálfsögðu öll af vilja gerð,“ segir Erna, sem var heldur ekki tilbúin til að tjá sig um framtíð Spaugstofunnar sem hefur legið í lausu lofti. Þegar Erna er spurð hvort áhorfendur eigi von á byltingu á dagskrá RÚV segist hún vissulega hafa myndað sér skoðun á því hvernig hlutirnir eigi að vera. Það séu hins vegar nýir tímar og fólk verði að velta hverri einustu krónu fyrir sér nokkrum sinnum. „Auðvitað viljum við vera með meira af íslensku efni, við höfum verið með mikið af heimildarmyndum en ekki eins mikið af leiknu efni og við höfum viljað,“ segir Erna. „En þetta snýst auðvitað allt um það hverju við höfum efni á.“ - fgg Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Mér líst vel á starfið og ætla að taka mér tíma fram yfir helgi til að átta mig aðeins hlutunum,“ segir Erna Kettler, nýráðinn dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins. Erna verður yfir sameinaðri deild innlenda og erlenda sjónvarpsefnisins hjá RÚV en hún var áður á erlendu deildinni. Þá var hún einnig dagskrárstjóri erlendu deildarinnar á Stöð 2 en Erna sleit barnsskónum í dagskrárdeild Stöðvar 2 og hefur því víðtæka reynslu í bæði erlendum og innlendum dagskrárdeildum. Töluverður styr hefur staðið um Ríkissjónvarpið, ekki síst meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna eftir ummæli útvarpsstjórans Páls Magnússonar um að RÚV hygðist ekki fjárfesta í innlendu efni. Erna segist ekki vera í aðstöðu til þess að tjá sig um það mál, hún sé ekki einu sinni komin með lyklavöldin. „Við erum að sjálfsögðu öll af vilja gerð,“ segir Erna, sem var heldur ekki tilbúin til að tjá sig um framtíð Spaugstofunnar sem hefur legið í lausu lofti. Þegar Erna er spurð hvort áhorfendur eigi von á byltingu á dagskrá RÚV segist hún vissulega hafa myndað sér skoðun á því hvernig hlutirnir eigi að vera. Það séu hins vegar nýir tímar og fólk verði að velta hverri einustu krónu fyrir sér nokkrum sinnum. „Auðvitað viljum við vera með meira af íslensku efni, við höfum verið með mikið af heimildarmyndum en ekki eins mikið af leiknu efni og við höfum viljað,“ segir Erna. „En þetta snýst auðvitað allt um það hverju við höfum efni á.“ - fgg
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira