Líkur á að ferðaáætlanir þúsunda manna raskist 22. apríl 2010 18:46 Líkur eru á að tveimur stærstu flugvöllum landsins í Keflavík og Reykjavík verði lokað í fyrramálið vegna öskufalls. Þar með raskast ferðaáætlanir þúsunda manna í millilanda- og innanlandsflugi. Flugvellirnir á Egilsstöðum og á Akureyri taka við millilandaflugi og Icelandair flytur miðstöð sína til Glasgow í Skotlandi. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir allar líkur á því að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur verði lokaðir á morgun ef miðað sé við öskufallsspár, en samkvæmt þeim verður öskuský yfir flugvellinum klukkan sex í fyrramálið. „Við vinnum eftir því hvernig verðurspáin er og öskufallspá. Slíkar spár eru unnar á sex tíma fresti. Við sjáum í kvöld hvernig staðan verður," segir Hjördís. Þó lokað verði í Keflavík og Reykjavík þýðir það ekki að flug muni alveg liggja niðri. Alþjóðaflugvellir eru á Akureyri og Egilsstöðum og allar líkur eru á því að þeir haldist opnir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að í ljósi þessa frétta hafi verið tekin ákvörðun um að flýta öllum flugum frá landinu í fyrramálið til klukkan fimm. Öðrum flugum frá landinu síðdegis á morgun hefur verið aflýst og ný flug sett upp í staðinn. Glagsow verður gerð að nokkurskonar tengistöð og munu þær vélar sem fljúga út í fyrramálið lenda þar, en sérstök flug verða síðan á milli Glasgow og Akureyrar. Þær upplýsingar fengust frá Iceland Express að morgunflugi þeirra hefur einnig verið flýtt til klukkan fimm og síðan verður staðan metin á morgun. Hjördís hvetur alla til þess að fylgjast vel með á heimasíðum flugfélaganna og Flugstoða í kvöld. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Flugvöllum líklega lokað á morgun Allar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokist í fyrramálið vegna öskustróks frá Eyfjallajökli en spáð er suðaustan átt á morgun. 22. apríl 2010 18:05 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Líkur eru á að tveimur stærstu flugvöllum landsins í Keflavík og Reykjavík verði lokað í fyrramálið vegna öskufalls. Þar með raskast ferðaáætlanir þúsunda manna í millilanda- og innanlandsflugi. Flugvellirnir á Egilsstöðum og á Akureyri taka við millilandaflugi og Icelandair flytur miðstöð sína til Glasgow í Skotlandi. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir allar líkur á því að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur verði lokaðir á morgun ef miðað sé við öskufallsspár, en samkvæmt þeim verður öskuský yfir flugvellinum klukkan sex í fyrramálið. „Við vinnum eftir því hvernig verðurspáin er og öskufallspá. Slíkar spár eru unnar á sex tíma fresti. Við sjáum í kvöld hvernig staðan verður," segir Hjördís. Þó lokað verði í Keflavík og Reykjavík þýðir það ekki að flug muni alveg liggja niðri. Alþjóðaflugvellir eru á Akureyri og Egilsstöðum og allar líkur eru á því að þeir haldist opnir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að í ljósi þessa frétta hafi verið tekin ákvörðun um að flýta öllum flugum frá landinu í fyrramálið til klukkan fimm. Öðrum flugum frá landinu síðdegis á morgun hefur verið aflýst og ný flug sett upp í staðinn. Glagsow verður gerð að nokkurskonar tengistöð og munu þær vélar sem fljúga út í fyrramálið lenda þar, en sérstök flug verða síðan á milli Glasgow og Akureyrar. Þær upplýsingar fengust frá Iceland Express að morgunflugi þeirra hefur einnig verið flýtt til klukkan fimm og síðan verður staðan metin á morgun. Hjördís hvetur alla til þess að fylgjast vel með á heimasíðum flugfélaganna og Flugstoða í kvöld.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Flugvöllum líklega lokað á morgun Allar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokist í fyrramálið vegna öskustróks frá Eyfjallajökli en spáð er suðaustan átt á morgun. 22. apríl 2010 18:05 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Flugvöllum líklega lokað á morgun Allar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokist í fyrramálið vegna öskustróks frá Eyfjallajökli en spáð er suðaustan átt á morgun. 22. apríl 2010 18:05