Íslenski boltinn

Arsenal-draumur Vals dvínaði verulega eftir 3-0 tap á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonan Dóra María Lárusdóttir.
Valskonan Dóra María Lárusdóttir.
Íslands- og bikarmeistarar Vals töpuðu 3-0 fyrir spænska liðinu Rayo Vallecano de Madrid í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í kvöld.

Möguleikar Valsliðsins eru því ekki miklir í seinni leiknum eftir þrjár vikur en ólíkt Blikum þurfa þær að vinna upp þriggja marka mun á heimavelli en ekki á útivelli líkt og Breiðabliksliðið.

Natalia koma Rayo-liðinu í 1-0 eftir aðeins 4 mínútur og á 36. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir að Adriana bætti við öðru spænsku marki. Jennifer Hermoso skoraði síðan þriðja markið eftir rétt tæplega klukktímaleik.

Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir sigurvegarann úr leikjum Masinac og Arsenal en enska liðið vann 3-1 sigur á útivelli í fyrri leiknum og er því komið með annan fótinn í 16 liða úrslitin.

Það vakti athygli að Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, byrjaði með langmarkahæsta leikmann Pepsi-deildar kvenna, Kristínu Ýr Bjarnadóttur, á bekknum í leiknum en Kristín Ýr kom svo inn á 51. mínútu í stöðunni 2-0 fyrir Rayo Vallecano.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×