Eru ríkisafskipti frjálshyggjunni að kenna? 6. ágúst 2010 06:00 Svavar Gestsson fer fram á það í nýlegri grein í Fréttablaðinu að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp við frjálshyggjuna. Engin rök eru færð fram gegn frjálshyggjunni, aðeins fullyrt að hún hljóti að vera skammaryrði og því beri flokknum að hafna henni. Eftir að krónan hrundi og bankakerfið féll hefur fjöldi fólks lýst svipuðum skoðunum opinberlega. Rökstuðningurinn ber oftast vott um álíka djúpa hugsun og fyrrnefnd grein. Hvað er frjálshyggja?Frjálshyggjumenn telja heilbrigðara að atvinnulíf grundvallist á framtaki fólks en á skipulagningu ríkisvaldsins. Þetta fyrirkomulag kallast markaðshagkerfi. Önnur helsta röksemdin að baki því er að framleiðsla ræðst þá af þörfum neytendanna sem ekkert skipulagningarvald getur haft yfirsýn yfir. Hin er að tilraunir til skipulagningar atvinnulífsins leiði til spillingar og ófrelsis. (Nýlegar hótanir um stjórnvaldsofbeldi gagnvart bændum sem vilja selja vöru sína á frjálsum markaði eru ágætt dæmi um afleiðingar skipulagshyggjunnar.) Markaðshagkerfið grundvallast á frjálshyggjunni og hefur lengi verið við lýði í vestrænum ríkjum. Frelsið er þó mismikið og hvergi algjört. Ríkið prentar peninga, tekur oft þátt í atvinnulífi og ráðstafar gjarna talsverðum hluta þjóðarframleiðslunnar til sameiginlegra þarfa. Frjálshyggjumenn telja heppilegra að markaðsfrelsið sé meira heldur en minna enda dragi ríkisafskipti úr skilvirkni markaða og þar með úr velmegun almennings. Er peningamálastefnan frjálshyggja?Að frátalinni spillingu og reynsluleysi eftirlitsaðila og stjórnmálamanna eru orsakir hins sértæka efnahagsvanda Íslands í megindráttum þrjár. Í fyrsta lagi olli röng peningamálastefna og óábyrg efnahagsstjórn innstæðulausri gengishækkun þar sem fjárfestum voru send blekkjandi skilaboð með óhóflegum stýrivöxtum samhliða óhagkvæmum ríkisfjárfestingum sem ýttu undir þenslu. Á endanum kom vitanlega að skuldadögum og krónan hrundi með brauki og bramli. Þetta er meginorsök skulda- og verðbólguvandans sem heimili og atvinnulíf glíma nú við. Auðsætt er að frjálshyggja getur ekki átt sök á þessum mistökum. öðru lagi olli skyndilegur aðgangur að mjög ódýru erlendu lánsfé (þar var peningamálastefnan að miklu leyti að verki líka) innstæðulausri þenslu í efnahagsreikningum bankanna ásamt eignaverðsbólu. Þegar erlendir aðilar lýstu áhyggjum af þessu brugðust stjórnvöld og eftirlitsstofnanir við með því að fullyrða að íslenska ríkið stæði að fullu að baki bönkunum. Þegar kerfið féll var staðið við þetta eftir því sem kostur var. Eru aukin ríkisafskipti frjálshyggja?Það þarf mikið hugmyndaflug til að ímynda sér að ríkisstuðningur af þessum toga eigi eitthvað skylt við frjálshyggju. Þvert á móti er raunin sú að frjálshyggjumenn hafa um langt árabil gagnrýnt hin miklu afskipti ríkisins af rekstri fjármálastofnana og þá ábyrgð sem skattgreiðendum er gert að sæta á starfsemi þeirra. Sterk rök hníga til þess að slík ábyrgð dragi úr möguleikum annarra fyrirtækja til að keppa um fjármagn við fjármálastofnanir og leiði þannig til lakari nýtingar þess. Eigi maður val um að ávaxta fé sitt í banka með fullri tryggingu ríkisins tekur hann vitanlega síður áhættuna af beinni fjárfestingu í atvinnurekstri. Valdið og ábyrgðin flyst frá fjárfestinum til starfsmanna og eigenda bankans sem vegna ríkisábyrgðar geta yfirleitt bara grætt á ákvörðunum sínum, en sjaldnast tapað. Í þriðja lagi bólgnaði rekstur ríkisins út fram úr öllu hófi. Í stað þess að sýna aðhald og ráðdeild í góðærinu var fjárfest og eytt sem aldrei fyrr. Á endanum átu mögru kýrnar þær feitu og meira til. Frjálshyggjumönnum er gjarna legið á hálsi fyrir að vilja draga úr útgjöldum ríkisins. Sjaldgæfara er að þeir séu skammaðir fyrir að vilja þenja það út. Frelsi eða valdboð?Kenningar frjálshyggjunnar eru grundvöllur þess frelsis, framþróunar og velmegunar sem við höfum notið um langa hríð á Vesturlöndum. Þær eru grundvöllur hinna almennu mannréttinda sem réttarkerfi okkar byggir á. Valkosturinn við frjálshyggju og markaðskerfi er að fela stjórnvöldum að skipuleggja atvinnulífið í enn meira mæli. Þar með skerðist frelsi fólks til að taka sjálft ákvarðanir um hvernig það hagar lífi sínu og störfum. Valkosturinn við frjálshyggjuna er nefnilega sá að færa valdið frá fólkinu til stjórnmálamannanna. Ég efast um að margir vilji slíkt í raun, sérstaklega nú þegar við finnum á eigin skinni hvernig þeir geta farið með það. Sjálfstæðisflokkurinn þarf vissulega að gera ýmislegt upp. En það uppgjör á ekki að vera við frjálshyggjuna heldur við athafnir sem oft samrýmdust því miður ekki grundvallarstefnu flokksins. Uppgjörið mun eflaust taka einhvern tíma, þó örugglega skemmri en hjá þeim sameignarsinnum sem enn eru við sama heygarðshornið tuttugu árum eftir hrun skipulagsins sem þeir studdu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun
Svavar Gestsson fer fram á það í nýlegri grein í Fréttablaðinu að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp við frjálshyggjuna. Engin rök eru færð fram gegn frjálshyggjunni, aðeins fullyrt að hún hljóti að vera skammaryrði og því beri flokknum að hafna henni. Eftir að krónan hrundi og bankakerfið féll hefur fjöldi fólks lýst svipuðum skoðunum opinberlega. Rökstuðningurinn ber oftast vott um álíka djúpa hugsun og fyrrnefnd grein. Hvað er frjálshyggja?Frjálshyggjumenn telja heilbrigðara að atvinnulíf grundvallist á framtaki fólks en á skipulagningu ríkisvaldsins. Þetta fyrirkomulag kallast markaðshagkerfi. Önnur helsta röksemdin að baki því er að framleiðsla ræðst þá af þörfum neytendanna sem ekkert skipulagningarvald getur haft yfirsýn yfir. Hin er að tilraunir til skipulagningar atvinnulífsins leiði til spillingar og ófrelsis. (Nýlegar hótanir um stjórnvaldsofbeldi gagnvart bændum sem vilja selja vöru sína á frjálsum markaði eru ágætt dæmi um afleiðingar skipulagshyggjunnar.) Markaðshagkerfið grundvallast á frjálshyggjunni og hefur lengi verið við lýði í vestrænum ríkjum. Frelsið er þó mismikið og hvergi algjört. Ríkið prentar peninga, tekur oft þátt í atvinnulífi og ráðstafar gjarna talsverðum hluta þjóðarframleiðslunnar til sameiginlegra þarfa. Frjálshyggjumenn telja heppilegra að markaðsfrelsið sé meira heldur en minna enda dragi ríkisafskipti úr skilvirkni markaða og þar með úr velmegun almennings. Er peningamálastefnan frjálshyggja?Að frátalinni spillingu og reynsluleysi eftirlitsaðila og stjórnmálamanna eru orsakir hins sértæka efnahagsvanda Íslands í megindráttum þrjár. Í fyrsta lagi olli röng peningamálastefna og óábyrg efnahagsstjórn innstæðulausri gengishækkun þar sem fjárfestum voru send blekkjandi skilaboð með óhóflegum stýrivöxtum samhliða óhagkvæmum ríkisfjárfestingum sem ýttu undir þenslu. Á endanum kom vitanlega að skuldadögum og krónan hrundi með brauki og bramli. Þetta er meginorsök skulda- og verðbólguvandans sem heimili og atvinnulíf glíma nú við. Auðsætt er að frjálshyggja getur ekki átt sök á þessum mistökum. öðru lagi olli skyndilegur aðgangur að mjög ódýru erlendu lánsfé (þar var peningamálastefnan að miklu leyti að verki líka) innstæðulausri þenslu í efnahagsreikningum bankanna ásamt eignaverðsbólu. Þegar erlendir aðilar lýstu áhyggjum af þessu brugðust stjórnvöld og eftirlitsstofnanir við með því að fullyrða að íslenska ríkið stæði að fullu að baki bönkunum. Þegar kerfið féll var staðið við þetta eftir því sem kostur var. Eru aukin ríkisafskipti frjálshyggja?Það þarf mikið hugmyndaflug til að ímynda sér að ríkisstuðningur af þessum toga eigi eitthvað skylt við frjálshyggju. Þvert á móti er raunin sú að frjálshyggjumenn hafa um langt árabil gagnrýnt hin miklu afskipti ríkisins af rekstri fjármálastofnana og þá ábyrgð sem skattgreiðendum er gert að sæta á starfsemi þeirra. Sterk rök hníga til þess að slík ábyrgð dragi úr möguleikum annarra fyrirtækja til að keppa um fjármagn við fjármálastofnanir og leiði þannig til lakari nýtingar þess. Eigi maður val um að ávaxta fé sitt í banka með fullri tryggingu ríkisins tekur hann vitanlega síður áhættuna af beinni fjárfestingu í atvinnurekstri. Valdið og ábyrgðin flyst frá fjárfestinum til starfsmanna og eigenda bankans sem vegna ríkisábyrgðar geta yfirleitt bara grætt á ákvörðunum sínum, en sjaldnast tapað. Í þriðja lagi bólgnaði rekstur ríkisins út fram úr öllu hófi. Í stað þess að sýna aðhald og ráðdeild í góðærinu var fjárfest og eytt sem aldrei fyrr. Á endanum átu mögru kýrnar þær feitu og meira til. Frjálshyggjumönnum er gjarna legið á hálsi fyrir að vilja draga úr útgjöldum ríkisins. Sjaldgæfara er að þeir séu skammaðir fyrir að vilja þenja það út. Frelsi eða valdboð?Kenningar frjálshyggjunnar eru grundvöllur þess frelsis, framþróunar og velmegunar sem við höfum notið um langa hríð á Vesturlöndum. Þær eru grundvöllur hinna almennu mannréttinda sem réttarkerfi okkar byggir á. Valkosturinn við frjálshyggju og markaðskerfi er að fela stjórnvöldum að skipuleggja atvinnulífið í enn meira mæli. Þar með skerðist frelsi fólks til að taka sjálft ákvarðanir um hvernig það hagar lífi sínu og störfum. Valkosturinn við frjálshyggjuna er nefnilega sá að færa valdið frá fólkinu til stjórnmálamannanna. Ég efast um að margir vilji slíkt í raun, sérstaklega nú þegar við finnum á eigin skinni hvernig þeir geta farið með það. Sjálfstæðisflokkurinn þarf vissulega að gera ýmislegt upp. En það uppgjör á ekki að vera við frjálshyggjuna heldur við athafnir sem oft samrýmdust því miður ekki grundvallarstefnu flokksins. Uppgjörið mun eflaust taka einhvern tíma, þó örugglega skemmri en hjá þeim sameignarsinnum sem enn eru við sama heygarðshornið tuttugu árum eftir hrun skipulagsins sem þeir studdu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun