Kona lést á Langjökli Magnús Már Guðmundsson skrifar 31. janúar 2010 09:25 Um eitt hundrað björgunarmenn komu að aðgerðum á jöklinum. 45 ára gömul kona sem féll ásamt syni sínum ofan í allt að 30 metra djúpa sprungu á Langjökli í gær var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Sjö ára gömlum syni hennar er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans, og er líðan hans eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis. Aðstæður til björgunar voru ákaflega erfiðar, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, sprungan var þröng og björgunarsveitarmenn þurftu að fara niður í hana, einn af öðrum, með höfuðið á undan sér til að freista þess að bjarga mæðginunum upp úr sprungunni. Konan var úrskurðuð látin þegar björgunarsveitarmenn höfðu náð að koma henni upp úr sprungunni. Björgunarstarfið tók fleiri klukkustundir, en þau munu hafa fallið ofan í sprungunni undir eittleytið í gærdag en töluvert var liðið á daginn þegar þau náðust upp. Slysið varð í vestanverðum Langjökli, norðaustan við Geitlandsjökul. Fólkið var í jeppaleiðangri og eftir því sem næst verður komist voru mæðginin á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprunguna. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarsveitir af Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu héldu þegar upp á jökulinn og voru þar um eitt hundrað björgunarmenn að störfum. Andlát Björgunarsveitir Tengdar fréttir Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins. 30. janúar 2010 14:22 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
45 ára gömul kona sem féll ásamt syni sínum ofan í allt að 30 metra djúpa sprungu á Langjökli í gær var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Sjö ára gömlum syni hennar er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans, og er líðan hans eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis. Aðstæður til björgunar voru ákaflega erfiðar, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, sprungan var þröng og björgunarsveitarmenn þurftu að fara niður í hana, einn af öðrum, með höfuðið á undan sér til að freista þess að bjarga mæðginunum upp úr sprungunni. Konan var úrskurðuð látin þegar björgunarsveitarmenn höfðu náð að koma henni upp úr sprungunni. Björgunarstarfið tók fleiri klukkustundir, en þau munu hafa fallið ofan í sprungunni undir eittleytið í gærdag en töluvert var liðið á daginn þegar þau náðust upp. Slysið varð í vestanverðum Langjökli, norðaustan við Geitlandsjökul. Fólkið var í jeppaleiðangri og eftir því sem næst verður komist voru mæðginin á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprunguna. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarsveitir af Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu héldu þegar upp á jökulinn og voru þar um eitt hundrað björgunarmenn að störfum.
Andlát Björgunarsveitir Tengdar fréttir Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins. 30. janúar 2010 14:22 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11
Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins. 30. janúar 2010 14:22