Gunnar vanhæfur en neitaði samt að víkja 29. desember 2010 06:00 Guðríður Arnardóttir Formaður bæjarráðs Kópavogs telur að Héraðsskjalasafnið borgi félagi í meirihlutaeigu fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna of háa húsaleigu. Fréttablaðið/Valli Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarfulltrúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. Á Þorláksmessu var rætt um það í bæjarráði að segja upp núverandi húsaleigusamningi Héraðsskjalasafns Kópavogs í Hamraborg 1 og endurskoða allan annan kostnað. Meðal annars ætti að ræða við núverandi leigusala um hagkvæmari leigusamning sem upphaflega var gerður eftir útboð fyrir um áratug. Húsnæðið er í eigu Þorra ehf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi á 75,3 prósenta hlut í félaginu. Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi er formaður stjórnar þess. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bókaði að Gunnar væri vanhæfur við afgreiðslu málsins. Hann hafi ekki orðið við óskum hennar að víkja af fundi. „Undirritaður tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins en tel mig geta tjáð mig um málið,“ svaraði þá Gunnar og fór hvergi. „Sem stjórnarformaður í Þorra er algjörlega ljóst að Gunnar er vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum ber honum að víkja af fundi en hann neitaði því. Það er auðvitað óþægilegt þegar málið er rætt að hafa hagsmunaðila sem áheyranda að þeirri umræðu,“ segir Guðríður Arnardóttir. Hún kveðst telja leiguna sem Héraðsskjalasafnið greiðir of háa miðað við núverandi aðstæður á markaði. Auk þess henti húsnæðið starfseminni illa. Þrátt fyrir að vera í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna vék Ármann Kr. Ólafsson ekki af bæjarráðsfundi þegar húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins var á dagskrá. „Það að ég sé í fulltrúaráðinu gerir mig ekki vanhæfan og hef ég engan persónulegan eða fjárhagslegan ávinning af þessu máli. Eina markmið mitt er að ná fram lækkun á leigu Héraðskjalasafnsins til hagsbóta fyrir íbúa í Kópavogi,“ segir Ármann. Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson vék á meðan leigumálið var rætt. Faðir hans er einn 80 smærri hluthafa í Þorra. Afgreiðslu málsins var frestað á bæjarráðsfundinum. „Ef málið hefði verið afgreitt þá hefði ég vikið af fundinum á meðan,“ útskýrir Gunnar I. Birgisson. Hann hafi viljað vera við umræðuna til að skýra málið. „Framkvæmdastjóri Þorra hefur tvisvar sent bænum tölvupósta um það að félagið væri reiðubúið að lækka húsaleiguna. Því hefur aldrei verið svarað.“ gar@frettabladid.is Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson Ómar Stefánsson Fréttir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarfulltrúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. Á Þorláksmessu var rætt um það í bæjarráði að segja upp núverandi húsaleigusamningi Héraðsskjalasafns Kópavogs í Hamraborg 1 og endurskoða allan annan kostnað. Meðal annars ætti að ræða við núverandi leigusala um hagkvæmari leigusamning sem upphaflega var gerður eftir útboð fyrir um áratug. Húsnæðið er í eigu Þorra ehf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi á 75,3 prósenta hlut í félaginu. Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi er formaður stjórnar þess. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bókaði að Gunnar væri vanhæfur við afgreiðslu málsins. Hann hafi ekki orðið við óskum hennar að víkja af fundi. „Undirritaður tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins en tel mig geta tjáð mig um málið,“ svaraði þá Gunnar og fór hvergi. „Sem stjórnarformaður í Þorra er algjörlega ljóst að Gunnar er vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum ber honum að víkja af fundi en hann neitaði því. Það er auðvitað óþægilegt þegar málið er rætt að hafa hagsmunaðila sem áheyranda að þeirri umræðu,“ segir Guðríður Arnardóttir. Hún kveðst telja leiguna sem Héraðsskjalasafnið greiðir of háa miðað við núverandi aðstæður á markaði. Auk þess henti húsnæðið starfseminni illa. Þrátt fyrir að vera í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna vék Ármann Kr. Ólafsson ekki af bæjarráðsfundi þegar húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins var á dagskrá. „Það að ég sé í fulltrúaráðinu gerir mig ekki vanhæfan og hef ég engan persónulegan eða fjárhagslegan ávinning af þessu máli. Eina markmið mitt er að ná fram lækkun á leigu Héraðskjalasafnsins til hagsbóta fyrir íbúa í Kópavogi,“ segir Ármann. Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson vék á meðan leigumálið var rætt. Faðir hans er einn 80 smærri hluthafa í Þorra. Afgreiðslu málsins var frestað á bæjarráðsfundinum. „Ef málið hefði verið afgreitt þá hefði ég vikið af fundinum á meðan,“ útskýrir Gunnar I. Birgisson. Hann hafi viljað vera við umræðuna til að skýra málið. „Framkvæmdastjóri Þorra hefur tvisvar sent bænum tölvupósta um það að félagið væri reiðubúið að lækka húsaleiguna. Því hefur aldrei verið svarað.“ gar@frettabladid.is Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson Ómar Stefánsson
Fréttir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum