Framtíð pungsins Atli Fannar Bjarkarson skrifar 13. mars 2010 06:00 Átakið karlmenn og krabbamein stendur nú yfir og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Landsfrægir grínistar hafa kerfisbundið hvatt okkur karlmenn til að þukla á pungunum okkar í forvarnaskyni og ekki að ástæðulausu; haldbær pungþekking getur bjargað lífi okkar. pungaumræða síðustu vikna varð til þess að ég fór að velta fyrir mér framtíð pungsins. Pungurinn hefur ávallt verið ljóti bróðirinn í kynfærafjölskyldu karlmanna bróðirinn sem fær ekki að ferðast jafn víða og stóri bróðir og nýtur ekki nærri því jafn mikillar aðdáunar. Hann hangir þarna eins og einmana tepoki. en tímarnir breytast og fegurðarskyn manna með. Forsíðustúlkurnar árið 1960 voru öðruvísi í laginu en þær sem við sjáum í dag. Samfélagið metur fegurð á allt annan hátt en áður, sem kristallast í fjölgun á alls konar fegrunar-aðgerðum ár eftir ár. Brjóst stækka og minnka ásamt því að lögun þeirra breytist, varir tútna út og húð verður sífellt sléttari. Fólk er alltaf finna nýjar og snarsturlaðar aðferðir til að bæta útlit sitt; rassgatið er ekki lengur óhult fyrir lýtalæknum með bleikingarefni og meira að segja píkan hefur látið undan þrýstingi samfélagsins. Ég velti því fyrir mér hvenær samfélagið byrjar að krefjast þess að karlmenn láti fegra og jafnvel stækka á sér punginn. Hvenær byrja karlmenn með tvær heilbrigðar kúlur í sekknum að panta tíma hjá lýtalækni og biðja um silíkon í punginn? Ef þessar hugmyndir verða að veruleika má búast við að tískubransinn verði fljótur að taka við sér. Sérstakar buxur sem lyfta pungnum upp og láta hann líta út fyrir að vera stærri en hann er í raun og veru verða markaðssettar og karlmenn finna þörfina til að sýna smá pung þegar þeir fara út á meðal fólks. Push-up sundskýlan slær í gegn og Hollywood-stjörnur mæta á rauða dregilinn í gegnsæjum buxum eða hreinlega með punginn hálfan úti. Áður en langt um líður heyrum við um öfgamennina úti í heimi sem kunna ekki að segja stopp. Baráttan um stærsta barm heims hefur verið hörð síðustu ár og það má búast við að baráttan um stærsta pung heims verði jafnvel harðari. Þrátt fyrir augljóst álag á mjóbakið trilla öfgamennirnir silíkonfylltum pungunum fyrir framan sig í hjólbörum og gera hvað sem er fyrir fimm-tán yndislegar mínútur af athygli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Átakið karlmenn og krabbamein stendur nú yfir og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Landsfrægir grínistar hafa kerfisbundið hvatt okkur karlmenn til að þukla á pungunum okkar í forvarnaskyni og ekki að ástæðulausu; haldbær pungþekking getur bjargað lífi okkar. pungaumræða síðustu vikna varð til þess að ég fór að velta fyrir mér framtíð pungsins. Pungurinn hefur ávallt verið ljóti bróðirinn í kynfærafjölskyldu karlmanna bróðirinn sem fær ekki að ferðast jafn víða og stóri bróðir og nýtur ekki nærri því jafn mikillar aðdáunar. Hann hangir þarna eins og einmana tepoki. en tímarnir breytast og fegurðarskyn manna með. Forsíðustúlkurnar árið 1960 voru öðruvísi í laginu en þær sem við sjáum í dag. Samfélagið metur fegurð á allt annan hátt en áður, sem kristallast í fjölgun á alls konar fegrunar-aðgerðum ár eftir ár. Brjóst stækka og minnka ásamt því að lögun þeirra breytist, varir tútna út og húð verður sífellt sléttari. Fólk er alltaf finna nýjar og snarsturlaðar aðferðir til að bæta útlit sitt; rassgatið er ekki lengur óhult fyrir lýtalæknum með bleikingarefni og meira að segja píkan hefur látið undan þrýstingi samfélagsins. Ég velti því fyrir mér hvenær samfélagið byrjar að krefjast þess að karlmenn láti fegra og jafnvel stækka á sér punginn. Hvenær byrja karlmenn með tvær heilbrigðar kúlur í sekknum að panta tíma hjá lýtalækni og biðja um silíkon í punginn? Ef þessar hugmyndir verða að veruleika má búast við að tískubransinn verði fljótur að taka við sér. Sérstakar buxur sem lyfta pungnum upp og láta hann líta út fyrir að vera stærri en hann er í raun og veru verða markaðssettar og karlmenn finna þörfina til að sýna smá pung þegar þeir fara út á meðal fólks. Push-up sundskýlan slær í gegn og Hollywood-stjörnur mæta á rauða dregilinn í gegnsæjum buxum eða hreinlega með punginn hálfan úti. Áður en langt um líður heyrum við um öfgamennina úti í heimi sem kunna ekki að segja stopp. Baráttan um stærsta barm heims hefur verið hörð síðustu ár og það má búast við að baráttan um stærsta pung heims verði jafnvel harðari. Þrátt fyrir augljóst álag á mjóbakið trilla öfgamennirnir silíkonfylltum pungunum fyrir framan sig í hjólbörum og gera hvað sem er fyrir fimm-tán yndislegar mínútur af athygli.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun