Sigmundur Einar: Frábært að fá fugl á lokaholunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 20:30 Sigmundur Einar Másson fagnar fuglinum sínum á 18. holunni í dag. Mynd/Stefán Sigmundur Einar Másson tryggði sér eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik eftir spennandi þriðja hring í Kiðjaberginu í gær. Sigmundur Einar var einnig með forustu fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari fyrir fjórum árum síðan. „Þetta var ótrúlega mikil spenna og það var reglulega gaman að spila í dag, aðstæður voru mjög góðar og vindurinn var ekki mikið að trufla. Þá skemmdi það ekki að það var fullt af áhorfendum sem fylgdu okkur eftir allan hringinn. Ég byrjaði vel, var kominn 3 undir eftir fimm holur en síðan var ég kominn einn yfir fyrir lokaholuna og það var því frábært að fá fugl á lokaholunni og spila hringinn á pari eins og hina tvo," sagði Sigmundur í viðtali á heimasíðu Golfkúbbs Kiðjabergs. „Ég verð með sama leikplan á morgun eins og alla hina þrjá hringina. Það er að halda boltanum á braut," sagði Sigmundur sem var líka með forustuna fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari á Urriðavelli árið 2006 „Ég var með sex högga forystu fyrir lokahringinn á Urriðavelli og vann með átta högga mun. Þetta verður svolítið annað á morgun, mun meira spennandi og skemmtilegra," sagði Sigmundur í þessu viðtali á heimasíðu GKB. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sigmundur Einar Másson tryggði sér eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik eftir spennandi þriðja hring í Kiðjaberginu í gær. Sigmundur Einar var einnig með forustu fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari fyrir fjórum árum síðan. „Þetta var ótrúlega mikil spenna og það var reglulega gaman að spila í dag, aðstæður voru mjög góðar og vindurinn var ekki mikið að trufla. Þá skemmdi það ekki að það var fullt af áhorfendum sem fylgdu okkur eftir allan hringinn. Ég byrjaði vel, var kominn 3 undir eftir fimm holur en síðan var ég kominn einn yfir fyrir lokaholuna og það var því frábært að fá fugl á lokaholunni og spila hringinn á pari eins og hina tvo," sagði Sigmundur í viðtali á heimasíðu Golfkúbbs Kiðjabergs. „Ég verð með sama leikplan á morgun eins og alla hina þrjá hringina. Það er að halda boltanum á braut," sagði Sigmundur sem var líka með forustuna fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari á Urriðavelli árið 2006 „Ég var með sex högga forystu fyrir lokahringinn á Urriðavelli og vann með átta högga mun. Þetta verður svolítið annað á morgun, mun meira spennandi og skemmtilegra," sagði Sigmundur í þessu viðtali á heimasíðu GKB.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira