Traust býr til traust Margrét Kristmannsdóttir skrifar 27. janúar 2010 06:00 Ein af eðlilegum afleiðingum hrunsins fyrir tæpum sextán mánuðum var að traustið þvarr. Nú skortir traust milli stjórnar og stjórnarandstöðu, skortir traust milli almennings og lykilstofnana þjóðfélagsins, skortir traust á atvinnulífið. Það skortir almennt traust milli manna. Við sjáum það hins vegar í daglegu lífi þjóðarinnar hvað þetta vantraust reynist þjóðinni dýrt. Almennt vantraust á milli stjórnmálamanna sem eiga að leiða þjóðina í gegnum kreppuna hefur haldið þjóðinni í heljargreipum Icesave svo mánuðum skiptir. Það hefur aftur komið í veg fyrir að umhverfi atvinnulífsins komist í eðlilegt horf þannig að verðmætasköpun geti hafist með auknum hagvexti, fjölgun starfa og bættum lífskjörum. Skortur á trausti leiðir til þess að allar ákvarðanir taka lengri tíma, ef einhverjar ákvarðanir eru þá teknar yfirleitt. Vantraust er ávísun á ákvarðanafælni, sem aftur viðheldur status quo-ástandi. Það væri áhugavert ef hagfræðingar myndu reyna að leggja mat á það hvað þetta ástand hefur kostað þjóðina frá því í fyrrasumar í töpuðum tekjum - minni hagvexti, auknu atvinnuleysi og fleira. Trúlega myndi þjóðinni bregða við þeirri upphæð sem út úr því reikningsdæmi kæmi. Mjög eðlileg viðbrögð við vantrausti eru að leggja aukna áherslu á allt eftirlit og herða reglur um flesta hluti. Þetta sjáum við á flestum sviðum þjóðlífsins í dag. Allt á að rannsaka, ferli skal bæta og valdsvið eftirlitsstofnanna er aukið. Áfram ríkir þó sama vantraustið. Því þó vissulega þurfi að tryggja með öllum ráðum að sagan endurtaki sig ekki þá býr aukið eftirlit ekki til aukið traust. Traust kemur aldrei utan frá því traust býr til traust - og vantraust býr til vantraust. Traust hefst hjá „mér og þér" - að við fáum það á tilfinninguna að fólki sé treystandi. Hins vegar er fátt eins mikilvægt fyrir traust en að finna fyrir trausti. Þetta hafa nokkrir bændur upplifað undanfarin sumur, sem hafa komið fyrir grænmeti á völdum ferðamannastöðum þar sem ferðamönnunum sjálfum er treyst fyrir því að skilja eftir pening fyrir því grænmeti sem þeir taka. Og þetta einfalda kerfi virkar því það er rík mannleg hegðun að vilja launa traust með trausti. Stóra spurningin er hins vegar hvort íslenska þjóðin sé komin nógu langt í hrunferlinu til að komast yfir vantraustið og byrja að treysta á ný? Þeirri spurningu verður hver og einn að svara fyrir sig. Það er ömurlegt hlutskipti að treysta fáum - og skelfilegt hlutskipti að treysta engum nema sjálfum sér. Það er alltaf einhver áhætta samfara trausti, en það mun reynast þjóðinni ákaflega dýrt ef sú áhætta verður ekki tekin fljótlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Ein af eðlilegum afleiðingum hrunsins fyrir tæpum sextán mánuðum var að traustið þvarr. Nú skortir traust milli stjórnar og stjórnarandstöðu, skortir traust milli almennings og lykilstofnana þjóðfélagsins, skortir traust á atvinnulífið. Það skortir almennt traust milli manna. Við sjáum það hins vegar í daglegu lífi þjóðarinnar hvað þetta vantraust reynist þjóðinni dýrt. Almennt vantraust á milli stjórnmálamanna sem eiga að leiða þjóðina í gegnum kreppuna hefur haldið þjóðinni í heljargreipum Icesave svo mánuðum skiptir. Það hefur aftur komið í veg fyrir að umhverfi atvinnulífsins komist í eðlilegt horf þannig að verðmætasköpun geti hafist með auknum hagvexti, fjölgun starfa og bættum lífskjörum. Skortur á trausti leiðir til þess að allar ákvarðanir taka lengri tíma, ef einhverjar ákvarðanir eru þá teknar yfirleitt. Vantraust er ávísun á ákvarðanafælni, sem aftur viðheldur status quo-ástandi. Það væri áhugavert ef hagfræðingar myndu reyna að leggja mat á það hvað þetta ástand hefur kostað þjóðina frá því í fyrrasumar í töpuðum tekjum - minni hagvexti, auknu atvinnuleysi og fleira. Trúlega myndi þjóðinni bregða við þeirri upphæð sem út úr því reikningsdæmi kæmi. Mjög eðlileg viðbrögð við vantrausti eru að leggja aukna áherslu á allt eftirlit og herða reglur um flesta hluti. Þetta sjáum við á flestum sviðum þjóðlífsins í dag. Allt á að rannsaka, ferli skal bæta og valdsvið eftirlitsstofnanna er aukið. Áfram ríkir þó sama vantraustið. Því þó vissulega þurfi að tryggja með öllum ráðum að sagan endurtaki sig ekki þá býr aukið eftirlit ekki til aukið traust. Traust kemur aldrei utan frá því traust býr til traust - og vantraust býr til vantraust. Traust hefst hjá „mér og þér" - að við fáum það á tilfinninguna að fólki sé treystandi. Hins vegar er fátt eins mikilvægt fyrir traust en að finna fyrir trausti. Þetta hafa nokkrir bændur upplifað undanfarin sumur, sem hafa komið fyrir grænmeti á völdum ferðamannastöðum þar sem ferðamönnunum sjálfum er treyst fyrir því að skilja eftir pening fyrir því grænmeti sem þeir taka. Og þetta einfalda kerfi virkar því það er rík mannleg hegðun að vilja launa traust með trausti. Stóra spurningin er hins vegar hvort íslenska þjóðin sé komin nógu langt í hrunferlinu til að komast yfir vantraustið og byrja að treysta á ný? Þeirri spurningu verður hver og einn að svara fyrir sig. Það er ömurlegt hlutskipti að treysta fáum - og skelfilegt hlutskipti að treysta engum nema sjálfum sér. Það er alltaf einhver áhætta samfara trausti, en það mun reynast þjóðinni ákaflega dýrt ef sú áhætta verður ekki tekin fljótlega.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun