Saksóknara Alþingis neitað um brýn gögn 29. desember 2010 04:30 Viðkvæm gögn Gögnin eru nú í vörslu Þjóðskjalasafns sem neitar að veita aðgang að hluta þeirra.Fréttablaðið / valli Útlit er fyrir að Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, þurfi að leita til dómstóla til að freista þess að fá aðgang að 61 skýrslu sem tekin var af fólki hjá rannsóknarnefnd Alþingis og tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Rannsóknarnefndin hefur lögum samkvæmt afhent Þjóðskjalasafninu öll gögn sín til varðveislu. Hluti þeirra hefur verið gerður aðgengilegur fræðimönnum að uppfylltum skilyrðum, en í lögum um nefndina segir að ef höfðað er sakamál á hendur einhverjum sem vikið er að í gögnunum skuli sömu reglur gilda um aðgang að upplýsingum eins og almennt um sakamál. Sigríður hefur farið fram á það við Þjóðskjalasafnið að fá gögnin afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til stjórnarskrárákvæðisins um friðhelgi einkalífsins og þess hversu rík skylda hvíldi á fólki að gefa skýrslu fyrir nefndinni og draga þar ekkert undan. „Ég tel mjög nauðsynlegt að fá þessar skýrslur, meðal annars af lykilfólki í bönkum, Seðlabanka og ráðuneytum, en þau telja að það sé ekki heimilt að afhenda skýrslurnar og tölvupóstsamskipti Geirs," segir Sigríður. Sigríður j. Friðjónsdóttir Án gagnanna verði hins vegar tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Annars þarf ég kannski að fara að taka einhverjar skýrslur, því að það er erfitt að kalla fólk fyrir landsdóm vitandi ekkert hvað það hefur fram að færa," útskýrir Sigríður. Til samanburðar nefnir hún að í venjulegu sakamáli liggi fyrir lögregluskýrslur sem ákæruvaldið geti byggt málatilbúnað sinn á. Ekki dugi að vísa til skýrslu rannsóknarnefndarinnar því bæði saksóknarinn og dómurinn þurfi að sjá gögnin sem liggja að baki ályktunum nefndarinnar og leggja á þau sjálfstætt mat. Kæmi til þess að saksóknari þyrfti að taka skýrslur til að undirbyggja ákæruna yrði það líklega gert fyrir héraðsdómi. Sigríður vill hins vegar fyrst láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm. Þangað til niðurstaða fæst í málið verði hins vegar hægt að vinna áfram að undirbúningi málsóknarinnar. Rannsóknarnefndin tók alls skýrslu af 163 einstaklingum og Sigríður hefur því óskað eftir aðgangi að drjúgum hluta þeirra. Hún hefur jafnframt óskað eftir öðrum gögnum, meðal annars bréfum, fundargerðum, minnisblöðum og lista yfir þá 183 sem rannsóknarnefndin fundaði með án þess að taka af þeim formlega skýrslu og á von á að fá þau í hendur fljótlega. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Útlit er fyrir að Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, þurfi að leita til dómstóla til að freista þess að fá aðgang að 61 skýrslu sem tekin var af fólki hjá rannsóknarnefnd Alþingis og tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Rannsóknarnefndin hefur lögum samkvæmt afhent Þjóðskjalasafninu öll gögn sín til varðveislu. Hluti þeirra hefur verið gerður aðgengilegur fræðimönnum að uppfylltum skilyrðum, en í lögum um nefndina segir að ef höfðað er sakamál á hendur einhverjum sem vikið er að í gögnunum skuli sömu reglur gilda um aðgang að upplýsingum eins og almennt um sakamál. Sigríður hefur farið fram á það við Þjóðskjalasafnið að fá gögnin afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til stjórnarskrárákvæðisins um friðhelgi einkalífsins og þess hversu rík skylda hvíldi á fólki að gefa skýrslu fyrir nefndinni og draga þar ekkert undan. „Ég tel mjög nauðsynlegt að fá þessar skýrslur, meðal annars af lykilfólki í bönkum, Seðlabanka og ráðuneytum, en þau telja að það sé ekki heimilt að afhenda skýrslurnar og tölvupóstsamskipti Geirs," segir Sigríður. Sigríður j. Friðjónsdóttir Án gagnanna verði hins vegar tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Annars þarf ég kannski að fara að taka einhverjar skýrslur, því að það er erfitt að kalla fólk fyrir landsdóm vitandi ekkert hvað það hefur fram að færa," útskýrir Sigríður. Til samanburðar nefnir hún að í venjulegu sakamáli liggi fyrir lögregluskýrslur sem ákæruvaldið geti byggt málatilbúnað sinn á. Ekki dugi að vísa til skýrslu rannsóknarnefndarinnar því bæði saksóknarinn og dómurinn þurfi að sjá gögnin sem liggja að baki ályktunum nefndarinnar og leggja á þau sjálfstætt mat. Kæmi til þess að saksóknari þyrfti að taka skýrslur til að undirbyggja ákæruna yrði það líklega gert fyrir héraðsdómi. Sigríður vill hins vegar fyrst láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm. Þangað til niðurstaða fæst í málið verði hins vegar hægt að vinna áfram að undirbúningi málsóknarinnar. Rannsóknarnefndin tók alls skýrslu af 163 einstaklingum og Sigríður hefur því óskað eftir aðgangi að drjúgum hluta þeirra. Hún hefur jafnframt óskað eftir öðrum gögnum, meðal annars bréfum, fundargerðum, minnisblöðum og lista yfir þá 183 sem rannsóknarnefndin fundaði með án þess að taka af þeim formlega skýrslu og á von á að fá þau í hendur fljótlega. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira