Mikil spenna fyrir lokadaginn - Sigmundur Einar með forustu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 18:49 Sigmundur Einar Másson. Mynd/Stefán Sigmundur Einar Másson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er með eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Kiðjabergsvellinum. Það er mikil spenna í mótinu enda þrír næstu menn aðeins einu höggi á eftir Sigmundi. Sigmundur Einar Másson úr GKG hefur leikið fyrstu þrjá dagana á parinu en þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Heiðar Davíð Bragason úr GHD og Hlynur Geir Hjartarson úr GK koma síðan jafnir í 2. til 4. sæti aðeins einu höggi á eftir. Sigmundur Einar hefur leikið alla þrjá hringina til þessa á pari en hann var með þrjá fugla, einn örn og fimm skolla á hringnum í dag. Heiðar Davíð hafði einni verið á parinu fyrstu tvo dagana en lék nú á einu höggi yfir pari. Birgir Leifur Hafþórsson hafði tveggja högga forskot á þá Heiðar Davíð úr GHD og Sigmund Einar fyrir daginn í dag. Birgir Leifur lék fyrstu níu holurnar á einu höggi undir pari eftir að hafa náð erni á sjöttu holunni. Hann fékk aftur á móti fjóra skolla á seinni níu holunum en náði að bæta stöðu sína með því að fá fugl á 18. holunni. Hlynur Geir Hjartarson lék á einu höggi undir pari í dag eftir að hafa fengið tvo fugla á síðustu fjórum holunum. Hann var alls með fjóra fugla og þrjá skolla í dag.Staða efstu manna í Íslandsmóti í höggleik fyrir lokadaginn: 1. Sigmundur Einar Másson par 2. Birgir Leifur Hafþórsson +1 2. Heiðar Davíð Bragason +1 2. Hlynur Geir Hjartarson +1 5. Örvar Samúelsson +3 5. Þórður Rafn Gissurarson +3 7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson +5 7. Kristján Þór Einarsson +5 9. Alfreð Brynjar Kristinsson +7 9. Stefán Már Stefánsson +7 11. Sigurpáll Geir Sveinsson +8 11. Örn Ævar Hjartarson +8 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson +9 14. Birgir Guðjónsson +10 15. Axel Bóasson +11 Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sigmundur Einar Másson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er með eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Kiðjabergsvellinum. Það er mikil spenna í mótinu enda þrír næstu menn aðeins einu höggi á eftir Sigmundi. Sigmundur Einar Másson úr GKG hefur leikið fyrstu þrjá dagana á parinu en þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Heiðar Davíð Bragason úr GHD og Hlynur Geir Hjartarson úr GK koma síðan jafnir í 2. til 4. sæti aðeins einu höggi á eftir. Sigmundur Einar hefur leikið alla þrjá hringina til þessa á pari en hann var með þrjá fugla, einn örn og fimm skolla á hringnum í dag. Heiðar Davíð hafði einni verið á parinu fyrstu tvo dagana en lék nú á einu höggi yfir pari. Birgir Leifur Hafþórsson hafði tveggja högga forskot á þá Heiðar Davíð úr GHD og Sigmund Einar fyrir daginn í dag. Birgir Leifur lék fyrstu níu holurnar á einu höggi undir pari eftir að hafa náð erni á sjöttu holunni. Hann fékk aftur á móti fjóra skolla á seinni níu holunum en náði að bæta stöðu sína með því að fá fugl á 18. holunni. Hlynur Geir Hjartarson lék á einu höggi undir pari í dag eftir að hafa fengið tvo fugla á síðustu fjórum holunum. Hann var alls með fjóra fugla og þrjá skolla í dag.Staða efstu manna í Íslandsmóti í höggleik fyrir lokadaginn: 1. Sigmundur Einar Másson par 2. Birgir Leifur Hafþórsson +1 2. Heiðar Davíð Bragason +1 2. Hlynur Geir Hjartarson +1 5. Örvar Samúelsson +3 5. Þórður Rafn Gissurarson +3 7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson +5 7. Kristján Þór Einarsson +5 9. Alfreð Brynjar Kristinsson +7 9. Stefán Már Stefánsson +7 11. Sigurpáll Geir Sveinsson +8 11. Örn Ævar Hjartarson +8 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson +9 14. Birgir Guðjónsson +10 15. Axel Bóasson +11
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira