Vegagerð fyrir tugi milljarða í sjónmáli 10. nóvember 2010 05:45 Kristján Möller stýrir viðræðunum., Mjög hefur dregið saman með kröfum ríkisins og lífeyrissjóðanna um vexti í viðræðum um fjármögnun sjóðanna á vegaframkvæmdum fyrir á fjórða tug milljarða króna. Formlegar viðræður hafa staðið frá því í júlí. Talsvert er um liðið síðan aðilar náðu saman um allar meginforsendur og í nokkurn tíma hafa viðræðurnar einskorðast við vexti. Viðræðunefndirnar funda í dag. „Það er eðlilegt að mikið hafi borið í milli en menn hafa verið að þétta netið og töluvert hefur áunnist," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tekur í sama streng. Að hans sögn fékk verkefnið byr undir báða vængi í síðustu viku. „Það er engin launung á því að við biðum eftir síðustu vaxtaákvörðun og funduðum ekki í tvær vikur fram að henni. Ákvörðunin varð svo til þess að liðka fyrir málum." Seðlabankinn lækkaði vexti um 0,75 prósentustig á miðvikudag sem varð til þess að samkomulag náðist við lífeyrissjóðina um vaxtakjör á lánum til framkvæmdanna. Heildarkostnaður er metinn rúmir 30 milljarðar króna og rúmir 38 milljarðar með virðisaukaskatti. Samhliða viðræðum um fjármögnun hefur Vegagerðin unnið að undirbúningi þriggja afmarkaðra verka. Áætlanir miða að því að hægt verði að leita eftir verktökum stuttu eftir að samningar um verkefnið í heild hafa náðst. Þá verði hægt að efna til útboðs vegna tveggja kafla á Suðurlandsvegi og forvals vegna Vaðlaheiðarganga. Gangi allt eftir geta framkvæmdir hafist snemma á næsta ári og er reiknað með að þeim ljúki um mitt ár 2015. Hyggst ríkið endurgreiða lífeyrissjóðunum lánið, sem ekki nýtur ríkisábyrgðar, með innheimtu veggjalda. - bþs Fréttir Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Mjög hefur dregið saman með kröfum ríkisins og lífeyrissjóðanna um vexti í viðræðum um fjármögnun sjóðanna á vegaframkvæmdum fyrir á fjórða tug milljarða króna. Formlegar viðræður hafa staðið frá því í júlí. Talsvert er um liðið síðan aðilar náðu saman um allar meginforsendur og í nokkurn tíma hafa viðræðurnar einskorðast við vexti. Viðræðunefndirnar funda í dag. „Það er eðlilegt að mikið hafi borið í milli en menn hafa verið að þétta netið og töluvert hefur áunnist," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, tekur í sama streng. Að hans sögn fékk verkefnið byr undir báða vængi í síðustu viku. „Það er engin launung á því að við biðum eftir síðustu vaxtaákvörðun og funduðum ekki í tvær vikur fram að henni. Ákvörðunin varð svo til þess að liðka fyrir málum." Seðlabankinn lækkaði vexti um 0,75 prósentustig á miðvikudag sem varð til þess að samkomulag náðist við lífeyrissjóðina um vaxtakjör á lánum til framkvæmdanna. Heildarkostnaður er metinn rúmir 30 milljarðar króna og rúmir 38 milljarðar með virðisaukaskatti. Samhliða viðræðum um fjármögnun hefur Vegagerðin unnið að undirbúningi þriggja afmarkaðra verka. Áætlanir miða að því að hægt verði að leita eftir verktökum stuttu eftir að samningar um verkefnið í heild hafa náðst. Þá verði hægt að efna til útboðs vegna tveggja kafla á Suðurlandsvegi og forvals vegna Vaðlaheiðarganga. Gangi allt eftir geta framkvæmdir hafist snemma á næsta ári og er reiknað með að þeim ljúki um mitt ár 2015. Hyggst ríkið endurgreiða lífeyrissjóðunum lánið, sem ekki nýtur ríkisábyrgðar, með innheimtu veggjalda. - bþs
Fréttir Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent