Tiger byrjaði ágætlega í Kína Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 4. nóvember 2010 09:00 Francesco Molinari ræðir við Jorge Gamarra aðstoðarmann sinn. Nordic Photos/Getty Images Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem lék með Ryderliði Evrópu á Celtic Manor í haust, er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á HSBC meistaramótinu í golfi í Kína. Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods lék ágætlega og er hann á 68 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Molinari lék á 65 höggum eða 7 höggum undir pari. Englendingurinn Lee Westwood er annar, einu höggi á eftir Molinari, en Westwood er í efsta sæti heimslistans. Átta af alls tíu efstu kylfingum heimslistans eru mættir til leiks á þessu móti en mótshaldarar greiða keppendum háar fjárhæðir fyrir að mæta til leiks. Woods lék fyrri 9 holurnar á pari en hann fékk fjóra fugla á síðari níu holunum. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum hefur titil að verja á mótinu en hann lék á 69 höggum. Staða efstu manna: Francesco Molinari -7 Lee Westwood -6 Yuta Ikeda -5 Henrik Stenson -5 Noh Seung-Yul -5 Pablo Martin -4 Tiger Woods -4 Luke Donald -4 Richie Ramsay -3 Louis Oosthuizen -3 -------------- Adam Scott -3 Padraig Harrington -2 Rory McIlroy -1 Matteo Manassero -1 Rickie Fowler -1 Ernie Els par Martin Kaymer par Nick Watney par Paul Casey + 1 Graeme McDowell + 2 Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari, sem lék með Ryderliði Evrópu á Celtic Manor í haust, er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á HSBC meistaramótinu í golfi í Kína. Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods lék ágætlega og er hann á 68 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Molinari lék á 65 höggum eða 7 höggum undir pari. Englendingurinn Lee Westwood er annar, einu höggi á eftir Molinari, en Westwood er í efsta sæti heimslistans. Átta af alls tíu efstu kylfingum heimslistans eru mættir til leiks á þessu móti en mótshaldarar greiða keppendum háar fjárhæðir fyrir að mæta til leiks. Woods lék fyrri 9 holurnar á pari en hann fékk fjóra fugla á síðari níu holunum. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum hefur titil að verja á mótinu en hann lék á 69 höggum. Staða efstu manna: Francesco Molinari -7 Lee Westwood -6 Yuta Ikeda -5 Henrik Stenson -5 Noh Seung-Yul -5 Pablo Martin -4 Tiger Woods -4 Luke Donald -4 Richie Ramsay -3 Louis Oosthuizen -3 -------------- Adam Scott -3 Padraig Harrington -2 Rory McIlroy -1 Matteo Manassero -1 Rickie Fowler -1 Ernie Els par Martin Kaymer par Nick Watney par Paul Casey + 1 Graeme McDowell + 2
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira