Krefur fólk um kennitölu þrátt fyrir lagabann 17. september 2010 04:30 Landsbankinn Persónuvernd segir að Landsbankinn hafi enga heimild haft til að heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga gíróseðla fyrir veika systur sína.Fréttablaðið/GVA Persónuvernd segir Landsbankann ekki hafa mátt heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga tvo gíróseðla fyrir systur sína. Maður fór í sumar í Landsbankann til að borga gíróseðlana fyrir systur sína sem lá á sjúkrahúsi. Upphæðina, 12.601 krónu, vildi hann greiða með peningaseðlum. Hann var krafinn um kennitölu en neitaði að gefa hana upp og var þá synjað um afgreiðslu. Þessu vísaði maðurinn til Persónuverndar. Hann minnti á sambærilegt mál frá því 2009 þegar Persónuvernd sagði Landsbankanum hafa verið óheimilt að krefjast kennitölu vegna viðskipta sem námu 90 þúsund krónum. Landsbankinn sagði Persónuvernd að hann krefði alla viðskiptavini um kennitölu. Meðal annars til að geta rakið viðskipti svo hægt væri að leiðrétta mistök. Þrátt fyrir að fjárhæðin sem maðurinn ætlaði að borga væri minni en viðmiðunarupphæð laga um peningaþvætti þá bæri bankanum að hafa eftirlit með því hvort viðmiðunarfjárhæðin sé greidd í einum hluta eða mörgum. Viðmiðunarfjárhæðin er 15 þúsund evrur, sem svarar til um 2,3 milljóna króna. „Til að bankinn geti átt raunhæfan möguleika á að fylgjast með því hvort verið sé að greiða viðmiðunarfjárhæðina í mörgum litlum greiðslum þá er nauðsynlegt að staðreyna hver viðskiptamaðurinn er í hvert skipti,“ útskýrði bankinn og lagði til að Persónuvernd endurskoðaði sína afstöðu. Það væri grunsamlegt ef menn neituðu að gefa upp kennitölur, sérstaklega ef þeir væru að borga fyrir aðra. „Það hljómar eins og hver önnur hótfyndni, þegar því er haldið fram af hálfu bankans að greiðsla eins og þessi geti verið liður í víðtæku peningaþvætti,“ svaraði kærandinn meðal annars rökum Landsbankans. „Mér reiknast til, að ég hefði þurft að gera mér um það bil 181 ferð í bankann til að ná viðmiðunarfjárhæðinni með sams konar greiðslum.“ Persónuvernd segir það ekki standast hjá Landsbankanum að ávallt þurfi að staðreyna hver viðskiptamaðurinn sé, óháð eðli viðskiptanna. Með því yrði ákvörðun löggjafarvaldsins um lágmarksfjárhæðir í þessum efnum „tilgangslaus“. Lagt hefur verið fyrir Landsbankann að gera sér verklagsreglur fyrir 1. október „um hvenær viðskipti skuli telja þess eðlis að sennilegt sé að þau tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka“. Annars verða lagðar á hann allt að 100 þúsund króna dagsektir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Persónuvernd segir Landsbankann ekki hafa mátt heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga tvo gíróseðla fyrir systur sína. Maður fór í sumar í Landsbankann til að borga gíróseðlana fyrir systur sína sem lá á sjúkrahúsi. Upphæðina, 12.601 krónu, vildi hann greiða með peningaseðlum. Hann var krafinn um kennitölu en neitaði að gefa hana upp og var þá synjað um afgreiðslu. Þessu vísaði maðurinn til Persónuverndar. Hann minnti á sambærilegt mál frá því 2009 þegar Persónuvernd sagði Landsbankanum hafa verið óheimilt að krefjast kennitölu vegna viðskipta sem námu 90 þúsund krónum. Landsbankinn sagði Persónuvernd að hann krefði alla viðskiptavini um kennitölu. Meðal annars til að geta rakið viðskipti svo hægt væri að leiðrétta mistök. Þrátt fyrir að fjárhæðin sem maðurinn ætlaði að borga væri minni en viðmiðunarupphæð laga um peningaþvætti þá bæri bankanum að hafa eftirlit með því hvort viðmiðunarfjárhæðin sé greidd í einum hluta eða mörgum. Viðmiðunarfjárhæðin er 15 þúsund evrur, sem svarar til um 2,3 milljóna króna. „Til að bankinn geti átt raunhæfan möguleika á að fylgjast með því hvort verið sé að greiða viðmiðunarfjárhæðina í mörgum litlum greiðslum þá er nauðsynlegt að staðreyna hver viðskiptamaðurinn er í hvert skipti,“ útskýrði bankinn og lagði til að Persónuvernd endurskoðaði sína afstöðu. Það væri grunsamlegt ef menn neituðu að gefa upp kennitölur, sérstaklega ef þeir væru að borga fyrir aðra. „Það hljómar eins og hver önnur hótfyndni, þegar því er haldið fram af hálfu bankans að greiðsla eins og þessi geti verið liður í víðtæku peningaþvætti,“ svaraði kærandinn meðal annars rökum Landsbankans. „Mér reiknast til, að ég hefði þurft að gera mér um það bil 181 ferð í bankann til að ná viðmiðunarfjárhæðinni með sams konar greiðslum.“ Persónuvernd segir það ekki standast hjá Landsbankanum að ávallt þurfi að staðreyna hver viðskiptamaðurinn sé, óháð eðli viðskiptanna. Með því yrði ákvörðun löggjafarvaldsins um lágmarksfjárhæðir í þessum efnum „tilgangslaus“. Lagt hefur verið fyrir Landsbankann að gera sér verklagsreglur fyrir 1. október „um hvenær viðskipti skuli telja þess eðlis að sennilegt sé að þau tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka“. Annars verða lagðar á hann allt að 100 þúsund króna dagsektir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum