Græn slikja komin á tún á öskusvæði undir Eyjafjöllum 28. apríl 2010 03:00 MYND/Vilhelm Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. „Þeir sem við höfum rætt við eru ótrúlega brattir," sagði Katrín í gær og bætti við: „Það er seigt í íslenskum bændum." Katrín og Þorsteinn voru stödd á öskufallssvæðinu vestanverðu í gær og sagði Katrín að gróðurinn hefði tekið ótrúlega fljótt við sér. Græn slikja væri víða komin á tún. Staðan væri mun bjartari en hún hefði þorað að vona. „Flúorinn þvæst úr í rigningu. Askan gæti hins vegar verið slæm fyrir heyvinnuvélar og ryk komist í heyið, en þetta á ekki að verða til mikils skaða," sagði Katrín. Hún sagði að aðaláhyggjuefni þeirra bænda sem rætt hefði verið við væri sumarbeit sauðfjár, þar sem afréttarlönd þeirra hefðu orðið illa úti í öskufallinu. Tilboð um hey hefðu borist víða af landinu og hægt yrði að flytja það af einhverjum svæðum. „Hins vegar eru miklar hömlur á slíkum flutningum og gossvæðið er mjög hreint [af búfjársjúkdómum]," útskýrði hún og undirstrikaði að vel yrði vandað til heyflutninganna ef af yrði. Talsvert af hrossum var flutt burt af svæðinu þegar öskufallið var hvað mest, að sögn Katrínar, en hvorki sauðfé né nautgripir. „Markarfljót er varnarlína vestan megin og sé sauðfé og nautgripir flutt yfir hana mega þeir ekki koma til baka aftur." Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, hitti meðal annars fulltrúa Búnaðarsambands Suðurlands og Bjargráðasjóðs í gær, sem svöruðu þá fyrirspurnum íbúa. Hann sagði að sjóðurinn hefði skyldum að gegna við bændur vegna framkvæmda sem ekki væru tryggðar eins og til að mynda ræktað land. „Reglur Bjargráðasjóðs eru þannig að þeir borga eftir á, þegar öll kurl eru komin til grafar, en það verður ekki fyrr en í haust," sagði Elvar. „Það þyrfti að gerast fyrr því menn verða fyrir miklum útlögðum kostnaði nú þegar. Bjargráðasjóður er að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera til að koma til móts við þá. Að auki kemur Viðlagatrygging að þessum málum. Ég veit að menn eru allir af vilja gerðir og eru nú að átta sig á stöðunni." jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. „Þeir sem við höfum rætt við eru ótrúlega brattir," sagði Katrín í gær og bætti við: „Það er seigt í íslenskum bændum." Katrín og Þorsteinn voru stödd á öskufallssvæðinu vestanverðu í gær og sagði Katrín að gróðurinn hefði tekið ótrúlega fljótt við sér. Græn slikja væri víða komin á tún. Staðan væri mun bjartari en hún hefði þorað að vona. „Flúorinn þvæst úr í rigningu. Askan gæti hins vegar verið slæm fyrir heyvinnuvélar og ryk komist í heyið, en þetta á ekki að verða til mikils skaða," sagði Katrín. Hún sagði að aðaláhyggjuefni þeirra bænda sem rætt hefði verið við væri sumarbeit sauðfjár, þar sem afréttarlönd þeirra hefðu orðið illa úti í öskufallinu. Tilboð um hey hefðu borist víða af landinu og hægt yrði að flytja það af einhverjum svæðum. „Hins vegar eru miklar hömlur á slíkum flutningum og gossvæðið er mjög hreint [af búfjársjúkdómum]," útskýrði hún og undirstrikaði að vel yrði vandað til heyflutninganna ef af yrði. Talsvert af hrossum var flutt burt af svæðinu þegar öskufallið var hvað mest, að sögn Katrínar, en hvorki sauðfé né nautgripir. „Markarfljót er varnarlína vestan megin og sé sauðfé og nautgripir flutt yfir hana mega þeir ekki koma til baka aftur." Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, hitti meðal annars fulltrúa Búnaðarsambands Suðurlands og Bjargráðasjóðs í gær, sem svöruðu þá fyrirspurnum íbúa. Hann sagði að sjóðurinn hefði skyldum að gegna við bændur vegna framkvæmda sem ekki væru tryggðar eins og til að mynda ræktað land. „Reglur Bjargráðasjóðs eru þannig að þeir borga eftir á, þegar öll kurl eru komin til grafar, en það verður ekki fyrr en í haust," sagði Elvar. „Það þyrfti að gerast fyrr því menn verða fyrir miklum útlögðum kostnaði nú þegar. Bjargráðasjóður er að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera til að koma til móts við þá. Að auki kemur Viðlagatrygging að þessum málum. Ég veit að menn eru allir af vilja gerðir og eru nú að átta sig á stöðunni." jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira