Á samning hjá Dior og DVF 3. júlí 2010 08:15 Aníta Hirlekar segir það ótrúlegt tækifæri að komast á samning hjá stærstu hönnuðum heims. „Það var frekar furðuleg tilfinning að fá símtal frá Christian Dior í Frakklandi sem var að bjóða mér að koma á samning til sín," segir Aníta Hirlekar, 24 ára fatahönnunarnemi frá Akureyri. Aníta lauk nú í vor öðru ári í fatahönnun með áherslu á svokallað print, frá Central Saint Martins skólanum í London. Aníta mun eyða næsta ári á samningum hjá tveimur af stærstu fatahönnunarmerkjum heims. Í ágúst er hún á leið til Frakklands þar sem hún fer á samning hjá Christian Dior. Þar verður hún við hönnun á hátískulínu Dior. Eftir áramótin fer hún svo til Bandaríkjanna þar sem hún fer á samning hjá Diane Von Furstenberg. Þar mun hún starfa í hönnunarstúdíói fyrirtækisins. „Christian Dior hafði samband við skólann minn, því hann er talinn mjög góður skóli, og óskaði eftir nemendum í starfsnám. Við vorum 26 sem sóttum um og 6 komust í viðtal. Ég var sú eina sem fékk samning," segir Aníta, bæði stolt og glöð yfir þeirri staðreynd. Kennarar við skólann voru mjög ánægðir með Anítu þar sem enginn nemandi komst að í fyrra. Kröfur Christian Dior um hæfni nemenda eru mjög miklar og því um mikla viðurkenningu að ræða fyrir Anítu. Aníta dúllaði sér við að hanna og sauma flíkurnar sínar í menntaskóla en ákvað eftir að hún kom til London að þetta væri það sem hún ætlaði að gera að starfsferli sínum. Eftir að Aníta lýkur þriðja ári sínu á samningum, hannar hún útskriftarlínuna sína á fjórða árinu. „Það eru miklar líkur á því að fá vinnu eftir útskrift hjá þeim fyrirtækjum sem maður lýkur samningi hjá þannig að þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig." - ls Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Það var frekar furðuleg tilfinning að fá símtal frá Christian Dior í Frakklandi sem var að bjóða mér að koma á samning til sín," segir Aníta Hirlekar, 24 ára fatahönnunarnemi frá Akureyri. Aníta lauk nú í vor öðru ári í fatahönnun með áherslu á svokallað print, frá Central Saint Martins skólanum í London. Aníta mun eyða næsta ári á samningum hjá tveimur af stærstu fatahönnunarmerkjum heims. Í ágúst er hún á leið til Frakklands þar sem hún fer á samning hjá Christian Dior. Þar verður hún við hönnun á hátískulínu Dior. Eftir áramótin fer hún svo til Bandaríkjanna þar sem hún fer á samning hjá Diane Von Furstenberg. Þar mun hún starfa í hönnunarstúdíói fyrirtækisins. „Christian Dior hafði samband við skólann minn, því hann er talinn mjög góður skóli, og óskaði eftir nemendum í starfsnám. Við vorum 26 sem sóttum um og 6 komust í viðtal. Ég var sú eina sem fékk samning," segir Aníta, bæði stolt og glöð yfir þeirri staðreynd. Kennarar við skólann voru mjög ánægðir með Anítu þar sem enginn nemandi komst að í fyrra. Kröfur Christian Dior um hæfni nemenda eru mjög miklar og því um mikla viðurkenningu að ræða fyrir Anítu. Aníta dúllaði sér við að hanna og sauma flíkurnar sínar í menntaskóla en ákvað eftir að hún kom til London að þetta væri það sem hún ætlaði að gera að starfsferli sínum. Eftir að Aníta lýkur þriðja ári sínu á samningum, hannar hún útskriftarlínuna sína á fjórða árinu. „Það eru miklar líkur á því að fá vinnu eftir útskrift hjá þeim fyrirtækjum sem maður lýkur samningi hjá þannig að þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig." - ls
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira