Forseti Írans bregst við íslenskri fálkamynd 6. maí 2010 08:00 Forseti Írans var loðinn í svörum í viðtali við ABC-fréttastöðina þar sem hann var spurður um þær staðhæfingar í íslensku heimildarmyndinni Feathered Cocaine að Osama bin Laden væri búsettur í Íran. „Já, við bjuggumst svo sem alveg við viðbrögðum úr þessari átt og það sem okkur finnst eiginlega merkilegast er að hann svarar aldrei spurningunni," segir Þorkell Harðarson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri heimildarmyndarinnar Feathered Cocaine. Myndin hefur verið að kveikja litla elda sem breiddust hratt út eftir að Fox-fréttastöðin birti langa umfjöllun um efni myndarinnar og þær staðhæfingar að Osama bin Laden byggi í góðu yfirlæti í Íran undir verndarvæng þarlendra stjórnvalda. Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, gat hvorki svarað því játandi né neitandi í viðtali við ABC-fréttastöðina í fyrradag hvort þær staðhæfingar sem birtast í íslensku heimildarmyndinni væru sannar eða ekki. Sá sem tók viðtalið við forsetann er George Stephanopoulos en hann var upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í stjórnartíð Bills Clinton. „Ég hef heyrt að hann búi í Washington, nálægt sínum gamla bekkjarbróður George Bush," sagði forsetinn og var fremur loðinn í svörum, vildi hvorki játa því né neita og reyndi hvað eftir annað að snúa út úr fyrir fréttamanninum. Daily Mail, Telegraph, Fox News og ABC hafa öll fjallað um þessar eldfimu upplýsingar en Þorkell segir þá vera rólega. „Það er mikil pressa á okkur að mæta í hin og þessi viðtöl en við erum bara með báðar fætur á jörðinni og tökum eitt skref í einu," segir Þorkell en þeir félagar eru nú komnir til Toronto þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri heimildarmyndahátíð.- fgg Hér má sjá viðtal við þá félaga tekið á kaffihúsi í New York þar sem þeir lýsa rannsóknarferlinu fyrir myndina. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Já, við bjuggumst svo sem alveg við viðbrögðum úr þessari átt og það sem okkur finnst eiginlega merkilegast er að hann svarar aldrei spurningunni," segir Þorkell Harðarson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri heimildarmyndarinnar Feathered Cocaine. Myndin hefur verið að kveikja litla elda sem breiddust hratt út eftir að Fox-fréttastöðin birti langa umfjöllun um efni myndarinnar og þær staðhæfingar að Osama bin Laden byggi í góðu yfirlæti í Íran undir verndarvæng þarlendra stjórnvalda. Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, gat hvorki svarað því játandi né neitandi í viðtali við ABC-fréttastöðina í fyrradag hvort þær staðhæfingar sem birtast í íslensku heimildarmyndinni væru sannar eða ekki. Sá sem tók viðtalið við forsetann er George Stephanopoulos en hann var upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í stjórnartíð Bills Clinton. „Ég hef heyrt að hann búi í Washington, nálægt sínum gamla bekkjarbróður George Bush," sagði forsetinn og var fremur loðinn í svörum, vildi hvorki játa því né neita og reyndi hvað eftir annað að snúa út úr fyrir fréttamanninum. Daily Mail, Telegraph, Fox News og ABC hafa öll fjallað um þessar eldfimu upplýsingar en Þorkell segir þá vera rólega. „Það er mikil pressa á okkur að mæta í hin og þessi viðtöl en við erum bara með báðar fætur á jörðinni og tökum eitt skref í einu," segir Þorkell en þeir félagar eru nú komnir til Toronto þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri heimildarmyndahátíð.- fgg Hér má sjá viðtal við þá félaga tekið á kaffihúsi í New York þar sem þeir lýsa rannsóknarferlinu fyrir myndina.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira