Kærður fyrir tuttugu kynferðisbrot á löngu árabili 16. september 2010 06:00 Héraðsdómur Suðurlands Nítján konur lögðu fram kærur gegn hálfáttræðum karlmanni fyrir kynferðisbrot, eftir að rannsókn hófst á meintu kynferðisbroti hans gegn fimm ára stúlkubarni í Vestmannaeyjum í fyrra. Konurnar nítján kærðu manninn fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar þær voru ungar en málin reyndust öll vera fyrnd. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði manninn í máli litlu stúlkunnar en því var áfrýjað og er það nú fyrir Hæstarétti. Það varðar meint kynferðisbrot gegn barninu í maí 2009. Foreldrar stúlkunnar kærðu manninn til lögreglu. Honum var gefið að sök að hafa farið með stúlkubarnið inn í hús sitt og haft þar í frammi ýmsar kynferðislegar athafnir. Maðurinn neitaði sök í málinu. Hann sagði stúlkuna aldrei hafa farið inn í húsið heldur hefðu þau einungis átt orðastað utan þess. Staðfest var að maðurinn og stúlkan voru ein til frásagnar um ferðir hennar í tæpa klukkustund á þeim degi sem meint kynferðisbrot hafði átt sér stað. Stúlkan sagði föður sínum hins vegar að hún hefði verið í húsinu hjá manninum á þeim tíma. Í skýrslu sálfræðings, sem falið var að meta andlegt ástand mannsins, kom fram að hann hafði greint manninn með barnahneigð. Kærurnar nítján sem bárust á manninn eftir að rannsókn málsins fór af stað voru mjög líkar og lýstu mjög líkum aðstæðum og hegðun hans gagnvart stúlkubörnum. Ein þeirra kvenna sem lögðu fram kæru var sonardóttir mannnsins, en það mál reyndist nýlega fyrnt. Hann kannaðist í viðtali hjá sálfræðingnum við atvik árið 1995, þegar hún var fimm ára og var í pössun hjá honum. Maðurinn sagði barnið hafa átt upptökin meðan hann dottaði fyrir framan sjónvarpið. Maðurinn var sýknaður í sumar í Héraðsdómi Suðurlands, en ríkissaksóknari áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar, þar sem málið bíður meðferðar. - jss Fréttir Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Nítján konur lögðu fram kærur gegn hálfáttræðum karlmanni fyrir kynferðisbrot, eftir að rannsókn hófst á meintu kynferðisbroti hans gegn fimm ára stúlkubarni í Vestmannaeyjum í fyrra. Konurnar nítján kærðu manninn fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn sér þegar þær voru ungar en málin reyndust öll vera fyrnd. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði manninn í máli litlu stúlkunnar en því var áfrýjað og er það nú fyrir Hæstarétti. Það varðar meint kynferðisbrot gegn barninu í maí 2009. Foreldrar stúlkunnar kærðu manninn til lögreglu. Honum var gefið að sök að hafa farið með stúlkubarnið inn í hús sitt og haft þar í frammi ýmsar kynferðislegar athafnir. Maðurinn neitaði sök í málinu. Hann sagði stúlkuna aldrei hafa farið inn í húsið heldur hefðu þau einungis átt orðastað utan þess. Staðfest var að maðurinn og stúlkan voru ein til frásagnar um ferðir hennar í tæpa klukkustund á þeim degi sem meint kynferðisbrot hafði átt sér stað. Stúlkan sagði föður sínum hins vegar að hún hefði verið í húsinu hjá manninum á þeim tíma. Í skýrslu sálfræðings, sem falið var að meta andlegt ástand mannsins, kom fram að hann hafði greint manninn með barnahneigð. Kærurnar nítján sem bárust á manninn eftir að rannsókn málsins fór af stað voru mjög líkar og lýstu mjög líkum aðstæðum og hegðun hans gagnvart stúlkubörnum. Ein þeirra kvenna sem lögðu fram kæru var sonardóttir mannnsins, en það mál reyndist nýlega fyrnt. Hann kannaðist í viðtali hjá sálfræðingnum við atvik árið 1995, þegar hún var fimm ára og var í pössun hjá honum. Maðurinn sagði barnið hafa átt upptökin meðan hann dottaði fyrir framan sjónvarpið. Maðurinn var sýknaður í sumar í Héraðsdómi Suðurlands, en ríkissaksóknari áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar, þar sem málið bíður meðferðar. - jss
Fréttir Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira