Konungur kjánahrollsins 2. desember 2010 11:30 Snillingur? Leslie Nielsen fengi seint Óskarinn fyrir leik sinn sem Frank Drebin í Naked Gun-myndunum en honum tókst að fá fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. Nordic Photo/Getty Images Leslie Nielsen lést á sunnudaginn, 84 ára að aldri. Leslie var konungur fimmaura-brandaranna, skopstælinga og aulahrollsins og það er erfitt að sjá einhvern feta í fótspor hans. Sá sem hefur ekki séð fyrstu Naked Gun-myndina hefur einfaldlega farið á mis við eitthvað í lífinu. Hún er án nokkurs vafa besta skopstæling (spoof) sem gerð hefur verið í Hollywood og mættu höfundar Movie-myndaflokksins taka hana sér til fyrirmyndar í stað þess að angra kvikmyndagesti með skelfilegum leiðindum. Leslie Nielsen gerði þar Frank Drebin, seinheppinn lögreglumann frá Los Angeles, ódauðlegan. Svo ekki sé minnst á þátt Priscillu Presley eða O.J. Simpson. Svipbrigði Nielsens, eða réttara sagt svipbrigðaleysi, kitluðu hláturtaugar kvikmyndagesta, sérstaklega þegar honum tókst að framkvæma eitthvað ákaflega heimskulegt, án þess að gera sér grein fyrir því. Nielsen byrjaði engu að síður feril sinn sem „alvarlegur" leikari og fékk fína dóma fyrir leik sinn í Forbidden Planet frá árinu 1956 en hún var vísindaskáldsöguleg útgáfa af Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Hann lék einnig stórt hlutverk í The Poseidon Adventure þar sem Ernest Borgnine og Gene Hackman voru aðalstjörnurnar. Það var hins vegar kvikmyndin Airplane frá árinu 1980 sem gerði Leslie að stórstjörnu. Þar birtist vörumerki hans fyrst, alvarlegur í bragði sagði hann frá einhverju skelfilegu og skaut fram einhverju súrrealísku og bráðfyndnu: „Surely you can't be serious?" Og Leslie svaraði að bragði: „I am serious. And don't call me Shirley." Airplane ruddi jafnframt brautina fyrir skopstælingar enda leituðust framleiðendurnir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker við að gera gys að hamfarakvikmyndum á borð við Zero Hour! og Airport sem höfðu notið mikilla vinsælda. Nielsen þótti standa sig svo vel í Airplane að hann fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Police Squad eftir sömu framleiðendur. Þeir voru sýndir við mismiklar vinsældir í tvö ár en sex árum eftir að hætt var við framleiðslu þeirra mættu þeir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker með fyrstu Naked Gun-myndina sem fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Það fjaraði hins vegar fljótlega undan ferli Leslie Nielsen eftir þá mynd, Naked Gun 2 1/2 var ágæt en þriðja myndin skelfileg. Í kjölfarið fór hann birtast í virkilega vondum b-myndum og undir lokin var Leslie Nielsen farinn að auglýsa heita potta sem meðal annars voru til sölu hér á Íslandi. Þrátt fyrir það verður hans alltaf minnst sem konungs aulabrandarans, leikarans sem fékk fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Leslie Nielsen lést á sunnudaginn, 84 ára að aldri. Leslie var konungur fimmaura-brandaranna, skopstælinga og aulahrollsins og það er erfitt að sjá einhvern feta í fótspor hans. Sá sem hefur ekki séð fyrstu Naked Gun-myndina hefur einfaldlega farið á mis við eitthvað í lífinu. Hún er án nokkurs vafa besta skopstæling (spoof) sem gerð hefur verið í Hollywood og mættu höfundar Movie-myndaflokksins taka hana sér til fyrirmyndar í stað þess að angra kvikmyndagesti með skelfilegum leiðindum. Leslie Nielsen gerði þar Frank Drebin, seinheppinn lögreglumann frá Los Angeles, ódauðlegan. Svo ekki sé minnst á þátt Priscillu Presley eða O.J. Simpson. Svipbrigði Nielsens, eða réttara sagt svipbrigðaleysi, kitluðu hláturtaugar kvikmyndagesta, sérstaklega þegar honum tókst að framkvæma eitthvað ákaflega heimskulegt, án þess að gera sér grein fyrir því. Nielsen byrjaði engu að síður feril sinn sem „alvarlegur" leikari og fékk fína dóma fyrir leik sinn í Forbidden Planet frá árinu 1956 en hún var vísindaskáldsöguleg útgáfa af Ofviðrinu eftir William Shakespeare. Hann lék einnig stórt hlutverk í The Poseidon Adventure þar sem Ernest Borgnine og Gene Hackman voru aðalstjörnurnar. Það var hins vegar kvikmyndin Airplane frá árinu 1980 sem gerði Leslie að stórstjörnu. Þar birtist vörumerki hans fyrst, alvarlegur í bragði sagði hann frá einhverju skelfilegu og skaut fram einhverju súrrealísku og bráðfyndnu: „Surely you can't be serious?" Og Leslie svaraði að bragði: „I am serious. And don't call me Shirley." Airplane ruddi jafnframt brautina fyrir skopstælingar enda leituðust framleiðendurnir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker við að gera gys að hamfarakvikmyndum á borð við Zero Hour! og Airport sem höfðu notið mikilla vinsælda. Nielsen þótti standa sig svo vel í Airplane að hann fékk aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Police Squad eftir sömu framleiðendur. Þeir voru sýndir við mismiklar vinsældir í tvö ár en sex árum eftir að hætt var við framleiðslu þeirra mættu þeir Jim Abrahams, David Zucker og Jerry Zucker með fyrstu Naked Gun-myndina sem fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Það fjaraði hins vegar fljótlega undan ferli Leslie Nielsen eftir þá mynd, Naked Gun 2 1/2 var ágæt en þriðja myndin skelfileg. Í kjölfarið fór hann birtast í virkilega vondum b-myndum og undir lokin var Leslie Nielsen farinn að auglýsa heita potta sem meðal annars voru til sölu hér á Íslandi. Þrátt fyrir það verður hans alltaf minnst sem konungs aulabrandarans, leikarans sem fékk fólk til að hlæja að lélegum bröndurum. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira