Útlendingar kvíða Kötlugosi Óli Tynes skrifar 16. apríl 2010 18:56 Öngþveiti ríkir í samgöngum í Evrópu. Flugmálayfirvöld gera ekki ráð fyrir að flug komist í eðlilegt horf fyrr en eftir helgina í fyrsta lagi. Menn eru þegar farnir að kvíða fyrir Kötlugosi. Ferðaáætlanir milljóna manna um allan heim eru enn í uppnámi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þúsundir flugvéla bíða á flugvöllum og ástandið versnar auðvitað með hverjum deginum sem líður. Gosið er því enn með fyrstu fréttum í fjölmiðlum. Sumir flugvellir eru mannlausir aðrir troðfullir af fólki. Mikill fjöldi manna á í engin hús að venda þar sem hótel um alla Evrópu eru yfirfull. Flugmálayfirvöld fylgjast náið með ferli öskunnar og reyna að skjóta inn flugferðum þegar og þar sem færi gefst. Það er þó eins og dropi í hafið. Aska er farin að falla til jarðar í Noregi og í Danmörku telja fjónbúar sig finna brennisteinsfnyk alla leið frá Íslandi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur ráðlagt Evrópubúum að halda sig innan dyra þegar og ef askan byrjar að falla. Erlendir fjölmiðlar gera lítið til að hugga sitt fólk. Því er sagt að á Íslandi sé til eldfjall sem heiti Katla. Og ef það haldi að ástandið sé slæmt núna skuli það bara bíða þartil Katlar fer af stað. Það er svo kaldhæðni örlaganna að flugvellirnir bæði í Reykjavík og Keflavík eru opnir. Tafir sem hafa orðið á flugi til og frá Íslandi eru vegna flugvalla sem eru opnir erlendis. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Öngþveiti ríkir í samgöngum í Evrópu. Flugmálayfirvöld gera ekki ráð fyrir að flug komist í eðlilegt horf fyrr en eftir helgina í fyrsta lagi. Menn eru þegar farnir að kvíða fyrir Kötlugosi. Ferðaáætlanir milljóna manna um allan heim eru enn í uppnámi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þúsundir flugvéla bíða á flugvöllum og ástandið versnar auðvitað með hverjum deginum sem líður. Gosið er því enn með fyrstu fréttum í fjölmiðlum. Sumir flugvellir eru mannlausir aðrir troðfullir af fólki. Mikill fjöldi manna á í engin hús að venda þar sem hótel um alla Evrópu eru yfirfull. Flugmálayfirvöld fylgjast náið með ferli öskunnar og reyna að skjóta inn flugferðum þegar og þar sem færi gefst. Það er þó eins og dropi í hafið. Aska er farin að falla til jarðar í Noregi og í Danmörku telja fjónbúar sig finna brennisteinsfnyk alla leið frá Íslandi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur ráðlagt Evrópubúum að halda sig innan dyra þegar og ef askan byrjar að falla. Erlendir fjölmiðlar gera lítið til að hugga sitt fólk. Því er sagt að á Íslandi sé til eldfjall sem heiti Katla. Og ef það haldi að ástandið sé slæmt núna skuli það bara bíða þartil Katlar fer af stað. Það er svo kaldhæðni örlaganna að flugvellirnir bæði í Reykjavík og Keflavík eru opnir. Tafir sem hafa orðið á flugi til og frá Íslandi eru vegna flugvalla sem eru opnir erlendis.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira