Handbolti

Brasilía vann Ísland - Sigurmarkið þrem sekúndum fyrir leikslok

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Fréttablaðið/Vilhelm
Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði með eins marks mun, 28:27, fyrir því brasilíska í vináttulandsleik í Brusque í Brasilíu í gærkvöld. Staðan var jöfn 14:14 í hálfleik en íslenska liðið var lengst af yfirhöndina í síðari hálfleik.

Brasilíumenn skoruðu sigurmarkið þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum en skömmu áður hafði Snorri Steinn Guðjónsson brennt af vítakasti.

Ísland vann fyrri leik liðanna 33-30 en margir ungir leikmenn fengu að spila mikið í leikjunum.

  Mörk Íslands: Arnór Þór Gunnarsson 7, Rúnar Kárason 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Arnór Atlason 2, Oddur Gretarsson 2, Sturla Ásgeirsson 2, Sigurbergur Sveinsson 1, Vignir Svavarsson 1.

Varin skot: Björgvin Páll Gústafsson 10 skot, hann stóð í markinu í fyrri hálfleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×