Samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur þeytigosið minnkað samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum. Gosmökkur og öskumyndun hafa minnkað verulega.
Skjálftamælar og GPS mælingar á landsigi sýna þó að ekkert lát virðist vera á kvikustreyminu og því bendir ekkert til þess að kvikuvirknin í fjallinu sé að minnka.