Jim Furyk kylfingur ársins á PGA mótaröðinni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. desember 2010 12:45 Jim Furyk er kylfingur ársins á PGA mótaröðinni í fyrsta sinn. Nordic Photos/Getty Images Jim Furyk var í gær valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni en það eru kylfingarnir sjálfir sem standa að kjörinu. Furyk, sem er fertugur, sigraði í Fed-Ex úrslitakeppninni og er þetta í fyrsta sinn sem hann fær þessa viðurkenningu.Hann vann þrjú PGA mót á tímabilinu og sjö sinnum var hann á meðal 10 efstu í alls 21 móti sem hann keppti á.Furyk þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af fjármálunum en hann hefur unnið sér inn rúmlega 550 milljónir kr. á þessu tímabili. Hann var í fimmta sæti yfir meðalskor á PGA mótaröðinni 69,83 högg að meðaltali á hring.„Ég er ekki viss um að ég vilji að árinu 2010 ljúki, þetta ár verður alltaf betra og betra," sagði Furyk þegar hann tók á móti Jack Nicklaus verðlaunagripnum í gær. Ernie Els, Dustin Johnson, Matt Kuchar og Phil Mickelson voru einnig tilnefndir en Furyk fékk flest atkvæði. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jim Furyk var í gær valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni en það eru kylfingarnir sjálfir sem standa að kjörinu. Furyk, sem er fertugur, sigraði í Fed-Ex úrslitakeppninni og er þetta í fyrsta sinn sem hann fær þessa viðurkenningu.Hann vann þrjú PGA mót á tímabilinu og sjö sinnum var hann á meðal 10 efstu í alls 21 móti sem hann keppti á.Furyk þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af fjármálunum en hann hefur unnið sér inn rúmlega 550 milljónir kr. á þessu tímabili. Hann var í fimmta sæti yfir meðalskor á PGA mótaröðinni 69,83 högg að meðaltali á hring.„Ég er ekki viss um að ég vilji að árinu 2010 ljúki, þetta ár verður alltaf betra og betra," sagði Furyk þegar hann tók á móti Jack Nicklaus verðlaunagripnum í gær. Ernie Els, Dustin Johnson, Matt Kuchar og Phil Mickelson voru einnig tilnefndir en Furyk fékk flest atkvæði.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira