Bjargaði og hýsti fálka 1. október 2010 03:00 Turnfálkinn Tegundin er náskyld íslenska smyrlinum og lík honum í útliti. myndir/óskar P. Friðriksson Vestmannaeyjar fengu heimsókn frá Evrópu fyrr í mánuðinum þegar turnfálki fannst þar illa til reika og máttfarinn. Ruth Barbara Zohlen náttúruunnandi fann fuglinn þar sem hún var á göngu og ákvað að taka hann inn á sitt heimili og hlúa að honum. Ruth ól fálkann á kjöti í þrjár vikur og sleppti honum síðan lausum. „Hann var voðalega illa farinn og máttlaus," segir Ruth. „Ég fór með hann heim og gaf honum hrátt kjöt að borða. Fyrst þurfti ég að mata hann og seinna fór hann að éta sjálfur." Ruth er ekki óvön því að ala fugla en hún hefur á heimili sínu lundapysju og nokkra rituunga sem hún er að ala þar til þeir eru tilbúnir fyrir hinn stóra heim. Hún segir turnfálkann hafa verið kærkomna viðbót á heimilið. „Það var ekkert vandamál. Reyndar var lundapysjan svolítið hrædd við hann, en hundinum okkar líkaði hann mjög vel," segir hún. „Þegar ég kom inn í herbergið þá kom hann fljúgandi og settist á hendina á mér." Ruth segir að sárt hafi verið að skilja við fálkann eftir þriggja vikna samveru. „Hann settist niður í gamla hraunið þar sem ég fann hann fyrst. Ég vona að hann yfirgefi landið og gangi það vel," segir hún. „En við erum enn þá með pysjuna og einn rituunga sem við sleppum seinna í haust." Ruth segir að það hafi komið fyrir að fuglarnir sem hún sleppi snúi til hennar aftur í leit að mat, en þeir standi svo á eigin fótum á endanum. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir turnfálkann flækingsfugl og hann komi hingað til lands nær árlega. Hann segir ekki algengt að hann sjáist hér á landi en það komi þó fyrir einstaka sinnum. Turnfálkinn kemur frá Evrópu og er mjög algengur víða um álfuna. sunna@frettabladid.is sleppt úr búri Ruth og eiginmaður hennar Sigurgeir Scheving sleppa fálkanum úr búrinu. ruth og fálkinn Turnfálkinn var orðinn afar gæfur undir lokin og kom fljúgandi til Ruthar og settist á hendi hennar þegar hún opnaði inn til hans. fuglinn floginn Ruth sleppti fálkanum lausum eftir þriggja vikna aðhlynningu. Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira
Vestmannaeyjar fengu heimsókn frá Evrópu fyrr í mánuðinum þegar turnfálki fannst þar illa til reika og máttfarinn. Ruth Barbara Zohlen náttúruunnandi fann fuglinn þar sem hún var á göngu og ákvað að taka hann inn á sitt heimili og hlúa að honum. Ruth ól fálkann á kjöti í þrjár vikur og sleppti honum síðan lausum. „Hann var voðalega illa farinn og máttlaus," segir Ruth. „Ég fór með hann heim og gaf honum hrátt kjöt að borða. Fyrst þurfti ég að mata hann og seinna fór hann að éta sjálfur." Ruth er ekki óvön því að ala fugla en hún hefur á heimili sínu lundapysju og nokkra rituunga sem hún er að ala þar til þeir eru tilbúnir fyrir hinn stóra heim. Hún segir turnfálkann hafa verið kærkomna viðbót á heimilið. „Það var ekkert vandamál. Reyndar var lundapysjan svolítið hrædd við hann, en hundinum okkar líkaði hann mjög vel," segir hún. „Þegar ég kom inn í herbergið þá kom hann fljúgandi og settist á hendina á mér." Ruth segir að sárt hafi verið að skilja við fálkann eftir þriggja vikna samveru. „Hann settist niður í gamla hraunið þar sem ég fann hann fyrst. Ég vona að hann yfirgefi landið og gangi það vel," segir hún. „En við erum enn þá með pysjuna og einn rituunga sem við sleppum seinna í haust." Ruth segir að það hafi komið fyrir að fuglarnir sem hún sleppi snúi til hennar aftur í leit að mat, en þeir standi svo á eigin fótum á endanum. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir turnfálkann flækingsfugl og hann komi hingað til lands nær árlega. Hann segir ekki algengt að hann sjáist hér á landi en það komi þó fyrir einstaka sinnum. Turnfálkinn kemur frá Evrópu og er mjög algengur víða um álfuna. sunna@frettabladid.is sleppt úr búri Ruth og eiginmaður hennar Sigurgeir Scheving sleppa fálkanum úr búrinu. ruth og fálkinn Turnfálkinn var orðinn afar gæfur undir lokin og kom fljúgandi til Ruthar og settist á hendi hennar þegar hún opnaði inn til hans. fuglinn floginn Ruth sleppti fálkanum lausum eftir þriggja vikna aðhlynningu.
Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Sjá meira