Bjargaði og hýsti fálka 1. október 2010 03:00 Turnfálkinn Tegundin er náskyld íslenska smyrlinum og lík honum í útliti. myndir/óskar P. Friðriksson Vestmannaeyjar fengu heimsókn frá Evrópu fyrr í mánuðinum þegar turnfálki fannst þar illa til reika og máttfarinn. Ruth Barbara Zohlen náttúruunnandi fann fuglinn þar sem hún var á göngu og ákvað að taka hann inn á sitt heimili og hlúa að honum. Ruth ól fálkann á kjöti í þrjár vikur og sleppti honum síðan lausum. „Hann var voðalega illa farinn og máttlaus," segir Ruth. „Ég fór með hann heim og gaf honum hrátt kjöt að borða. Fyrst þurfti ég að mata hann og seinna fór hann að éta sjálfur." Ruth er ekki óvön því að ala fugla en hún hefur á heimili sínu lundapysju og nokkra rituunga sem hún er að ala þar til þeir eru tilbúnir fyrir hinn stóra heim. Hún segir turnfálkann hafa verið kærkomna viðbót á heimilið. „Það var ekkert vandamál. Reyndar var lundapysjan svolítið hrædd við hann, en hundinum okkar líkaði hann mjög vel," segir hún. „Þegar ég kom inn í herbergið þá kom hann fljúgandi og settist á hendina á mér." Ruth segir að sárt hafi verið að skilja við fálkann eftir þriggja vikna samveru. „Hann settist niður í gamla hraunið þar sem ég fann hann fyrst. Ég vona að hann yfirgefi landið og gangi það vel," segir hún. „En við erum enn þá með pysjuna og einn rituunga sem við sleppum seinna í haust." Ruth segir að það hafi komið fyrir að fuglarnir sem hún sleppi snúi til hennar aftur í leit að mat, en þeir standi svo á eigin fótum á endanum. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir turnfálkann flækingsfugl og hann komi hingað til lands nær árlega. Hann segir ekki algengt að hann sjáist hér á landi en það komi þó fyrir einstaka sinnum. Turnfálkinn kemur frá Evrópu og er mjög algengur víða um álfuna. sunna@frettabladid.is sleppt úr búri Ruth og eiginmaður hennar Sigurgeir Scheving sleppa fálkanum úr búrinu. ruth og fálkinn Turnfálkinn var orðinn afar gæfur undir lokin og kom fljúgandi til Ruthar og settist á hendi hennar þegar hún opnaði inn til hans. fuglinn floginn Ruth sleppti fálkanum lausum eftir þriggja vikna aðhlynningu. Fréttir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Vestmannaeyjar fengu heimsókn frá Evrópu fyrr í mánuðinum þegar turnfálki fannst þar illa til reika og máttfarinn. Ruth Barbara Zohlen náttúruunnandi fann fuglinn þar sem hún var á göngu og ákvað að taka hann inn á sitt heimili og hlúa að honum. Ruth ól fálkann á kjöti í þrjár vikur og sleppti honum síðan lausum. „Hann var voðalega illa farinn og máttlaus," segir Ruth. „Ég fór með hann heim og gaf honum hrátt kjöt að borða. Fyrst þurfti ég að mata hann og seinna fór hann að éta sjálfur." Ruth er ekki óvön því að ala fugla en hún hefur á heimili sínu lundapysju og nokkra rituunga sem hún er að ala þar til þeir eru tilbúnir fyrir hinn stóra heim. Hún segir turnfálkann hafa verið kærkomna viðbót á heimilið. „Það var ekkert vandamál. Reyndar var lundapysjan svolítið hrædd við hann, en hundinum okkar líkaði hann mjög vel," segir hún. „Þegar ég kom inn í herbergið þá kom hann fljúgandi og settist á hendina á mér." Ruth segir að sárt hafi verið að skilja við fálkann eftir þriggja vikna samveru. „Hann settist niður í gamla hraunið þar sem ég fann hann fyrst. Ég vona að hann yfirgefi landið og gangi það vel," segir hún. „En við erum enn þá með pysjuna og einn rituunga sem við sleppum seinna í haust." Ruth segir að það hafi komið fyrir að fuglarnir sem hún sleppi snúi til hennar aftur í leit að mat, en þeir standi svo á eigin fótum á endanum. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir turnfálkann flækingsfugl og hann komi hingað til lands nær árlega. Hann segir ekki algengt að hann sjáist hér á landi en það komi þó fyrir einstaka sinnum. Turnfálkinn kemur frá Evrópu og er mjög algengur víða um álfuna. sunna@frettabladid.is sleppt úr búri Ruth og eiginmaður hennar Sigurgeir Scheving sleppa fálkanum úr búrinu. ruth og fálkinn Turnfálkinn var orðinn afar gæfur undir lokin og kom fljúgandi til Ruthar og settist á hendi hennar þegar hún opnaði inn til hans. fuglinn floginn Ruth sleppti fálkanum lausum eftir þriggja vikna aðhlynningu.
Fréttir Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum