Fundi þingflokks Samfylkingarinnar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrum formanni flokksins, sem vera átti í gærkvöldi var frestað. Skúli Helgason, varaformaður þingflokksins, segir að fundurinn verði haldinn í kvöld.
Hann segir þingmenn hafa óskað eftir því að fá fyrst fund með sérfræðingum sem þingnefnd sem fjallaði um ákærur á hendur fjórum ráðherrum studdist við. Hinum þremur ráðherrunum hefur verið boðið á fund.- bj