Óttast glæpi en ekki stóra tölvuárás 23. október 2010 06:00 Stela á netinu Þeir sem búa til spilliforrit í dag reyna flestir að græða á þeim peninga, til dæmis með því að stela kortanúmerum, komast inn í heimabanka eða senda ruslpóst, segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Nordicphotos/AFP Íslenskum tölvunotendum stafar mun meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi á netinu en skipulagðri árás sem hefði það að markmiði að setja íslensk fjarskipti á hliðina, að mati sérfræðinga í tölvuöryggismálum. „Líkurnar á því að Ísland verði skotmark eru ekkert voðalega miklar,“ segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Á undanförnum árum hefur orðið sú grundvallarbreyting að nær öll spilliforrit á borð við vírusa, orma og trójuhesta eru skrifuð af fólki sem vill nota þau til að græða peninga, segir Friðrik. Því sé afar ólíklegt að Ísland verði skotmark pólitískra tölvuþrjóta sem leggi alla áherslu á að valda hér skaða. Kristinn Guðjónsson, hópstjóri upplýsingaöryggis hjá tölvufyrirtækinu Skyggni, tekur í sama streng, en bendir á að ákveði einhverjir aðilar að gera slíka árás á Íslandi gæti tjónið orðið verulegt. „Glæpastarfsemin er stóra áhættan fyrir okkur,“ segir Kristinn. Hann segir afar erfitt fyrir íslensk fyrirtæki, sem séu lítil á heimsmælikvarða, að verja sig gegn árásum tölvuþrjóta. Vissulega séu til sérfræðingar í þessum málum hér á landi, en þeir séu hver í sínu horni. Kristinn segir flesta sammála um nauðsyn þess að koma upp viðbragðshópi stjórnvalda hér á landi til að bregðast við tölvuárásum. Slíkum hópi mætti líkja við almannavarnir í tölvuheimum, og flest ríki séu nú þegar með slíka hópa starfandi, þar með talið hin Norðurlöndin. Viðbragðsteymin geta aðstoðað fyrirtæki þegar þau verða fyrir tölvuárásum og samhæft aðgerðir með fjarskiptafyrirtækjum og öðrum til að hrinda árásum. Friðrik segist ekki sannfærður um að þörf sé á slíkum viðbragðshópi. Sannarlega geti ekki skaðað að koma slíkum hópi á fót, en hvort það væri peninganna virði sé annað mál. Trúlega sé það svipað og með tryggingar, í sumum tilvikum reynist þær tímasóun en í öðrum nauðsynlegar. Friðrik segir minni líkur á að þörf verði fyrir slíkan hóp hér en í nágrannalöndunum, og á meðan tölvuárásir þar séu ekki vandamál sé ólíklegt að svo verði hér. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Íslenskum tölvunotendum stafar mun meiri hætta af skipulagðri glæpastarfsemi á netinu en skipulagðri árás sem hefði það að markmiði að setja íslensk fjarskipti á hliðina, að mati sérfræðinga í tölvuöryggismálum. „Líkurnar á því að Ísland verði skotmark eru ekkert voðalega miklar,“ segir Friðrik Skúlason veirusérfræðingur. Á undanförnum árum hefur orðið sú grundvallarbreyting að nær öll spilliforrit á borð við vírusa, orma og trójuhesta eru skrifuð af fólki sem vill nota þau til að græða peninga, segir Friðrik. Því sé afar ólíklegt að Ísland verði skotmark pólitískra tölvuþrjóta sem leggi alla áherslu á að valda hér skaða. Kristinn Guðjónsson, hópstjóri upplýsingaöryggis hjá tölvufyrirtækinu Skyggni, tekur í sama streng, en bendir á að ákveði einhverjir aðilar að gera slíka árás á Íslandi gæti tjónið orðið verulegt. „Glæpastarfsemin er stóra áhættan fyrir okkur,“ segir Kristinn. Hann segir afar erfitt fyrir íslensk fyrirtæki, sem séu lítil á heimsmælikvarða, að verja sig gegn árásum tölvuþrjóta. Vissulega séu til sérfræðingar í þessum málum hér á landi, en þeir séu hver í sínu horni. Kristinn segir flesta sammála um nauðsyn þess að koma upp viðbragðshópi stjórnvalda hér á landi til að bregðast við tölvuárásum. Slíkum hópi mætti líkja við almannavarnir í tölvuheimum, og flest ríki séu nú þegar með slíka hópa starfandi, þar með talið hin Norðurlöndin. Viðbragðsteymin geta aðstoðað fyrirtæki þegar þau verða fyrir tölvuárásum og samhæft aðgerðir með fjarskiptafyrirtækjum og öðrum til að hrinda árásum. Friðrik segist ekki sannfærður um að þörf sé á slíkum viðbragðshópi. Sannarlega geti ekki skaðað að koma slíkum hópi á fót, en hvort það væri peninganna virði sé annað mál. Trúlega sé það svipað og með tryggingar, í sumum tilvikum reynist þær tímasóun en í öðrum nauðsynlegar. Friðrik segir minni líkur á að þörf verði fyrir slíkan hóp hér en í nágrannalöndunum, og á meðan tölvuárásir þar séu ekki vandamál sé ólíklegt að svo verði hér. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira