Skemmtileg þemaplata Trausti Júlíusson skrifar 20. júlí 2010 00:01 Milljón mismunandi manns er þriðja plata Steve Sampling í fullri lengd. Tónlist Milljón mismunandi manns: þrjár stjörnur Steve Sampling Steve Sampling er listamannsnafn Stefáns Ólafssonar. Hann er búinn að vera einn af atkvæðameiri taktasmiðum og upptökustjórum íslensku hip-hop senunnar undanfarin ár. Hann er meðlimur í Audio Improvement, hefur spilað sem plötusnúður og gert remix, m.a. af Sæglópi Sigurrósar. Milljón mismunandi manns telst vera hans þriðja plata í fullri lengd, en hinar fyrri, The Dawn is Your Enemy (2006) og Borrowed & Blue (2007) voru að mestu leyti án orða. Milljón mismunandi manns er upptökustjóraplata. Steve semur alla tónlistina og tekur upp, en svo fær hann ýmsa rappara til að semja texta og fara með á plötunni. Þetta er þemaplata sem fjallar um skrautlega nótt ungs manns í Reykjavík, en allir rappararnir sömdu sína texta út frá handriti sem þeir fengu frá Steve. Á meðal þeirra sem koma fram á plötunni eru Gnúsi Yones, Steinar Fjelsted úr Quarashi, Birkir B og Diddi Fel úr Forgotten Lores, Marlon Pollock úr Anonymous, G. Maris, Brjánsi, Mezzias MC og B-Kay sem var í Dáðadrengjum. Þéttur hópur. Þetta er að mörgu leyti fín plata. Tónlistin er að stærstum hluta hæggeng og stemningsfull. Hljómurinn er flottur og það er greinilegt að Steve kann sitt fag. Steve hefur verið sterkur í chill- og trip-hop-deildinni og hún fær sitt pláss á plötunni, en líka sálartónlist, r&b og elektró. Rappararnir standa sig margir vel. Lögin eru mis bitastæð. Mín uppáhaldslög á plötunni eru Dagsbrot (Birkir B), Hey Yo! (Bkey), Leyfum okkur smá (Diddi Fel), Skyndilega svona (Brjánsi), Klukkan fimm (Gnúsi Yones) og Alla leið (Steinar Fjelsted). Á heildina litið ágæt plata sem óhætt er að mæla með fyrir aðdáendur íslenskrar rapptónlistar. Niðurstaða: Skemmtileg þemaplata frá Steve Sampling og úrvalsliði íslenskra rappara. Trausti Júlíusson Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Milljón mismunandi manns: þrjár stjörnur Steve Sampling Steve Sampling er listamannsnafn Stefáns Ólafssonar. Hann er búinn að vera einn af atkvæðameiri taktasmiðum og upptökustjórum íslensku hip-hop senunnar undanfarin ár. Hann er meðlimur í Audio Improvement, hefur spilað sem plötusnúður og gert remix, m.a. af Sæglópi Sigurrósar. Milljón mismunandi manns telst vera hans þriðja plata í fullri lengd, en hinar fyrri, The Dawn is Your Enemy (2006) og Borrowed & Blue (2007) voru að mestu leyti án orða. Milljón mismunandi manns er upptökustjóraplata. Steve semur alla tónlistina og tekur upp, en svo fær hann ýmsa rappara til að semja texta og fara með á plötunni. Þetta er þemaplata sem fjallar um skrautlega nótt ungs manns í Reykjavík, en allir rappararnir sömdu sína texta út frá handriti sem þeir fengu frá Steve. Á meðal þeirra sem koma fram á plötunni eru Gnúsi Yones, Steinar Fjelsted úr Quarashi, Birkir B og Diddi Fel úr Forgotten Lores, Marlon Pollock úr Anonymous, G. Maris, Brjánsi, Mezzias MC og B-Kay sem var í Dáðadrengjum. Þéttur hópur. Þetta er að mörgu leyti fín plata. Tónlistin er að stærstum hluta hæggeng og stemningsfull. Hljómurinn er flottur og það er greinilegt að Steve kann sitt fag. Steve hefur verið sterkur í chill- og trip-hop-deildinni og hún fær sitt pláss á plötunni, en líka sálartónlist, r&b og elektró. Rappararnir standa sig margir vel. Lögin eru mis bitastæð. Mín uppáhaldslög á plötunni eru Dagsbrot (Birkir B), Hey Yo! (Bkey), Leyfum okkur smá (Diddi Fel), Skyndilega svona (Brjánsi), Klukkan fimm (Gnúsi Yones) og Alla leið (Steinar Fjelsted). Á heildina litið ágæt plata sem óhætt er að mæla með fyrir aðdáendur íslenskrar rapptónlistar. Niðurstaða: Skemmtileg þemaplata frá Steve Sampling og úrvalsliði íslenskra rappara. Trausti Júlíusson
Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið