Eimskip getur ekki tapað á siglingunum 18. ágúst 2010 06:00 Kristín H. Sigurbjörnsdóttir Samkvæmt „opinni bók", samkomulagi Eimskips og ríkisins sem gildir til 1. september á næsta ári, greiðir Vegagerðin mismun gjalda og tekna af siglingum Herjólfs til Eyja. Þetta þýðir að ríkið greiðir það sem Eimskip vantar upp á til að reksturinn standi á núlli. Eimskip fær fasta summu í þóknun og getur því ekki tapað á framtakinu. Þetta staðfestir Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Áður greiddi Vegagerðin ákveðið verð fyrir hverja ferð, samkvæmt útboði. En siglingar á nýju leiðinni voru ekki boðnar út. „Það hefði verið erfitt að bjóða þetta út, því við höfum ekki reynslu af nýju leiðinni. Eimskip var með samning um að sigla til Þorlákshafnar og það var ákveðið að semja svona frekar en að fara að semja í óvissu og fá eitthvert rugltilboð," segir Kristín. Þar sem farið var að nýta nýju höfnina áður en gamli samningurinn við Eimskip rann út hefði hugsanlega þurft að kaupa skipafélagið út úr honum með tilheyrandi kostnaði. Kristín segir þó að með þessari tilhögun sé ekki verið að afhenda Eimskipafélaginu opið tékkhefti. „Við munum auðvitað ekki samþykkja hvað sem er. Það er búið að setja niður ramma sem við miðum við og er negldur niður á fasta liði. Ef sú áætlun fer úr böndunum þá getum við rakið hvers vegna það er. En stærsti óvissuþátturinn er tekjumyndunin, það er að segja hversu margir koma til með að nýta sér þjónustuna," segir hún. Eins og komið hefur fram í blaðinu gæti svo farið að ríkið hagnist á nýja fyrirkomulaginu. Nú þegar hafa fleiri siglt með Herjólfi frá Landeyjahöfn en gert var ráð fyrir. - kóþ Fréttir Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Samkvæmt „opinni bók", samkomulagi Eimskips og ríkisins sem gildir til 1. september á næsta ári, greiðir Vegagerðin mismun gjalda og tekna af siglingum Herjólfs til Eyja. Þetta þýðir að ríkið greiðir það sem Eimskip vantar upp á til að reksturinn standi á núlli. Eimskip fær fasta summu í þóknun og getur því ekki tapað á framtakinu. Þetta staðfestir Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Áður greiddi Vegagerðin ákveðið verð fyrir hverja ferð, samkvæmt útboði. En siglingar á nýju leiðinni voru ekki boðnar út. „Það hefði verið erfitt að bjóða þetta út, því við höfum ekki reynslu af nýju leiðinni. Eimskip var með samning um að sigla til Þorlákshafnar og það var ákveðið að semja svona frekar en að fara að semja í óvissu og fá eitthvert rugltilboð," segir Kristín. Þar sem farið var að nýta nýju höfnina áður en gamli samningurinn við Eimskip rann út hefði hugsanlega þurft að kaupa skipafélagið út úr honum með tilheyrandi kostnaði. Kristín segir þó að með þessari tilhögun sé ekki verið að afhenda Eimskipafélaginu opið tékkhefti. „Við munum auðvitað ekki samþykkja hvað sem er. Það er búið að setja niður ramma sem við miðum við og er negldur niður á fasta liði. Ef sú áætlun fer úr böndunum þá getum við rakið hvers vegna það er. En stærsti óvissuþátturinn er tekjumyndunin, það er að segja hversu margir koma til með að nýta sér þjónustuna," segir hún. Eins og komið hefur fram í blaðinu gæti svo farið að ríkið hagnist á nýja fyrirkomulaginu. Nú þegar hafa fleiri siglt með Herjólfi frá Landeyjahöfn en gert var ráð fyrir. - kóþ
Fréttir Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira