Vonar að gosmyndin borgi varnargarðinn 17. apríl 2010 06:00 Ljósmynd Ólafs Þessi magnaða mynd Ólafs af bólstrunum úr Eyjafjallajökli hefur ratað í mörg helstu dagblöð, netmiðla og sjónvarpsstöðvar heims. MYnd/Ólafur Eggertsson Fjölskyldan á Þorvaldseyri má hafa sig alla við að svara fyrirpurnum erlendra fjölmiðla vegna heimsfrægrar ljósmyndar bóndans Ólafs Eggertssonar. Hann kveðst vona að greiðslur fyrir myndina dugi til að byggja nýjan flóðvarnargarð. „Það er allt á hvolfi út af þessu,“ segir Ólafur Þorvaldsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem á miðvikudag tók frábæra ljósmynd af gosbólstrunum í Eyjafjallajökli. Myndin hefur síðan birst á fréttamiðlum um allan heim. Aðspurður segist Ólafur vera búinn að selja mynd sína víða. Hann átti sig þó ekki á því hversu mikla peninga hún gefi í aðra hönd þegar upp verður staðið. Síðdegis í gær höfðu að hans sögn nærri 30 milljónir manna skoðað myndina á einni tiltekinni vefsíðu sem hann þó kann ekki að nefna. „Ég vona að ég fái að minnsta kosti eitthvað upp í kostnaðinn við varnargarðinn,“ segir Ólafur sem um hádegisbil í gær sat einmitt við að reikna áætlan kostnað við nýja varnargarðinn sem eyðilagðist í flóði á miðvikudag. Kostnaðurinn var kominn í 3,4 milljónir króna en dæmið hefur ekki verið reiknað til enda. Það er í nógu að snúast í kringum ljósmyndina. „Ég var í allan gærdag [fyrradag] og allan daginn í dag [í gær] nánast bara í því að svara fyrir þessa mynd og ég var með enskumælandi tengdadóttur mína nær eingöngu í þessu í allan gærdag [fyrradag]. Þá hef ég verið í viðtölum í blöðum í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi,“ útskýrir Ólafur. Myndina tók Ólafur á miðvikudag. „Ég bara tók þessa mynd og svo flúði ég af bænum. Seinna um daginn skoðaði ég myndina til að sjá hvernig hún hefði tekist og þá henti ég henni að eigin frumkvæði inn á fréttavefina hér. Síðan hafa allir erlendu fjölmiðlarnir hringt og beðið um leyfi,“ segir Ólafur sem kveður atburðarásina með ólíkindum. Merkilegt sé þegar fólk vilji heyra meira um þennan atvinnuljósmyndara. „Ég sem hef aldrei lært að taka myndir!“ Ólafur þekkir lítið til sölu á birtingarrétti ljósmynda. „Það virðast margir ætla að græða á mér með því að vera með myndina og fá rentur af því. Ég get eiginlega ekki staðið í þessu sjálfur og verð að fá mér umboðsmann,“ segir hann. Í gær var von á að norðanátt myndi brátt senda öskufall yfir Þorvaldseyri og aðra byggð undir Eyjafjöllum og unnið var að því að þétta húsakostinn á bænum. Eftir mjaltir um kvöldið ætlaði heimilisfólkið síðan að aka fimm kílómetra til vesturs til að gista í Varmahlíð eins og það hefur gert síðustu daga. „Það er engin flóðahætta í Varmahlíð en þar getur komið aska. Það er uggur í okkur yfir því hversu lengi þetta gos ætlar að standa. Verður að mallast úr þessu aska fram eftir sumri? Þetta er alveg hrikalegt,“ segir Ólafur Eggertsson. gar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Fjölskyldan á Þorvaldseyri má hafa sig alla við að svara fyrirpurnum erlendra fjölmiðla vegna heimsfrægrar ljósmyndar bóndans Ólafs Eggertssonar. Hann kveðst vona að greiðslur fyrir myndina dugi til að byggja nýjan flóðvarnargarð. „Það er allt á hvolfi út af þessu,“ segir Ólafur Þorvaldsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem á miðvikudag tók frábæra ljósmynd af gosbólstrunum í Eyjafjallajökli. Myndin hefur síðan birst á fréttamiðlum um allan heim. Aðspurður segist Ólafur vera búinn að selja mynd sína víða. Hann átti sig þó ekki á því hversu mikla peninga hún gefi í aðra hönd þegar upp verður staðið. Síðdegis í gær höfðu að hans sögn nærri 30 milljónir manna skoðað myndina á einni tiltekinni vefsíðu sem hann þó kann ekki að nefna. „Ég vona að ég fái að minnsta kosti eitthvað upp í kostnaðinn við varnargarðinn,“ segir Ólafur sem um hádegisbil í gær sat einmitt við að reikna áætlan kostnað við nýja varnargarðinn sem eyðilagðist í flóði á miðvikudag. Kostnaðurinn var kominn í 3,4 milljónir króna en dæmið hefur ekki verið reiknað til enda. Það er í nógu að snúast í kringum ljósmyndina. „Ég var í allan gærdag [fyrradag] og allan daginn í dag [í gær] nánast bara í því að svara fyrir þessa mynd og ég var með enskumælandi tengdadóttur mína nær eingöngu í þessu í allan gærdag [fyrradag]. Þá hef ég verið í viðtölum í blöðum í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi,“ útskýrir Ólafur. Myndina tók Ólafur á miðvikudag. „Ég bara tók þessa mynd og svo flúði ég af bænum. Seinna um daginn skoðaði ég myndina til að sjá hvernig hún hefði tekist og þá henti ég henni að eigin frumkvæði inn á fréttavefina hér. Síðan hafa allir erlendu fjölmiðlarnir hringt og beðið um leyfi,“ segir Ólafur sem kveður atburðarásina með ólíkindum. Merkilegt sé þegar fólk vilji heyra meira um þennan atvinnuljósmyndara. „Ég sem hef aldrei lært að taka myndir!“ Ólafur þekkir lítið til sölu á birtingarrétti ljósmynda. „Það virðast margir ætla að græða á mér með því að vera með myndina og fá rentur af því. Ég get eiginlega ekki staðið í þessu sjálfur og verð að fá mér umboðsmann,“ segir hann. Í gær var von á að norðanátt myndi brátt senda öskufall yfir Þorvaldseyri og aðra byggð undir Eyjafjöllum og unnið var að því að þétta húsakostinn á bænum. Eftir mjaltir um kvöldið ætlaði heimilisfólkið síðan að aka fimm kílómetra til vesturs til að gista í Varmahlíð eins og það hefur gert síðustu daga. „Það er engin flóðahætta í Varmahlíð en þar getur komið aska. Það er uggur í okkur yfir því hversu lengi þetta gos ætlar að standa. Verður að mallast úr þessu aska fram eftir sumri? Þetta er alveg hrikalegt,“ segir Ólafur Eggertsson. gar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira