Vonar að gosmyndin borgi varnargarðinn 17. apríl 2010 06:00 Ljósmynd Ólafs Þessi magnaða mynd Ólafs af bólstrunum úr Eyjafjallajökli hefur ratað í mörg helstu dagblöð, netmiðla og sjónvarpsstöðvar heims. MYnd/Ólafur Eggertsson Fjölskyldan á Þorvaldseyri má hafa sig alla við að svara fyrirpurnum erlendra fjölmiðla vegna heimsfrægrar ljósmyndar bóndans Ólafs Eggertssonar. Hann kveðst vona að greiðslur fyrir myndina dugi til að byggja nýjan flóðvarnargarð. „Það er allt á hvolfi út af þessu,“ segir Ólafur Þorvaldsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem á miðvikudag tók frábæra ljósmynd af gosbólstrunum í Eyjafjallajökli. Myndin hefur síðan birst á fréttamiðlum um allan heim. Aðspurður segist Ólafur vera búinn að selja mynd sína víða. Hann átti sig þó ekki á því hversu mikla peninga hún gefi í aðra hönd þegar upp verður staðið. Síðdegis í gær höfðu að hans sögn nærri 30 milljónir manna skoðað myndina á einni tiltekinni vefsíðu sem hann þó kann ekki að nefna. „Ég vona að ég fái að minnsta kosti eitthvað upp í kostnaðinn við varnargarðinn,“ segir Ólafur sem um hádegisbil í gær sat einmitt við að reikna áætlan kostnað við nýja varnargarðinn sem eyðilagðist í flóði á miðvikudag. Kostnaðurinn var kominn í 3,4 milljónir króna en dæmið hefur ekki verið reiknað til enda. Það er í nógu að snúast í kringum ljósmyndina. „Ég var í allan gærdag [fyrradag] og allan daginn í dag [í gær] nánast bara í því að svara fyrir þessa mynd og ég var með enskumælandi tengdadóttur mína nær eingöngu í þessu í allan gærdag [fyrradag]. Þá hef ég verið í viðtölum í blöðum í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi,“ útskýrir Ólafur. Myndina tók Ólafur á miðvikudag. „Ég bara tók þessa mynd og svo flúði ég af bænum. Seinna um daginn skoðaði ég myndina til að sjá hvernig hún hefði tekist og þá henti ég henni að eigin frumkvæði inn á fréttavefina hér. Síðan hafa allir erlendu fjölmiðlarnir hringt og beðið um leyfi,“ segir Ólafur sem kveður atburðarásina með ólíkindum. Merkilegt sé þegar fólk vilji heyra meira um þennan atvinnuljósmyndara. „Ég sem hef aldrei lært að taka myndir!“ Ólafur þekkir lítið til sölu á birtingarrétti ljósmynda. „Það virðast margir ætla að græða á mér með því að vera með myndina og fá rentur af því. Ég get eiginlega ekki staðið í þessu sjálfur og verð að fá mér umboðsmann,“ segir hann. Í gær var von á að norðanátt myndi brátt senda öskufall yfir Þorvaldseyri og aðra byggð undir Eyjafjöllum og unnið var að því að þétta húsakostinn á bænum. Eftir mjaltir um kvöldið ætlaði heimilisfólkið síðan að aka fimm kílómetra til vesturs til að gista í Varmahlíð eins og það hefur gert síðustu daga. „Það er engin flóðahætta í Varmahlíð en þar getur komið aska. Það er uggur í okkur yfir því hversu lengi þetta gos ætlar að standa. Verður að mallast úr þessu aska fram eftir sumri? Þetta er alveg hrikalegt,“ segir Ólafur Eggertsson. gar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fjölskyldan á Þorvaldseyri má hafa sig alla við að svara fyrirpurnum erlendra fjölmiðla vegna heimsfrægrar ljósmyndar bóndans Ólafs Eggertssonar. Hann kveðst vona að greiðslur fyrir myndina dugi til að byggja nýjan flóðvarnargarð. „Það er allt á hvolfi út af þessu,“ segir Ólafur Þorvaldsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem á miðvikudag tók frábæra ljósmynd af gosbólstrunum í Eyjafjallajökli. Myndin hefur síðan birst á fréttamiðlum um allan heim. Aðspurður segist Ólafur vera búinn að selja mynd sína víða. Hann átti sig þó ekki á því hversu mikla peninga hún gefi í aðra hönd þegar upp verður staðið. Síðdegis í gær höfðu að hans sögn nærri 30 milljónir manna skoðað myndina á einni tiltekinni vefsíðu sem hann þó kann ekki að nefna. „Ég vona að ég fái að minnsta kosti eitthvað upp í kostnaðinn við varnargarðinn,“ segir Ólafur sem um hádegisbil í gær sat einmitt við að reikna áætlan kostnað við nýja varnargarðinn sem eyðilagðist í flóði á miðvikudag. Kostnaðurinn var kominn í 3,4 milljónir króna en dæmið hefur ekki verið reiknað til enda. Það er í nógu að snúast í kringum ljósmyndina. „Ég var í allan gærdag [fyrradag] og allan daginn í dag [í gær] nánast bara í því að svara fyrir þessa mynd og ég var með enskumælandi tengdadóttur mína nær eingöngu í þessu í allan gærdag [fyrradag]. Þá hef ég verið í viðtölum í blöðum í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi,“ útskýrir Ólafur. Myndina tók Ólafur á miðvikudag. „Ég bara tók þessa mynd og svo flúði ég af bænum. Seinna um daginn skoðaði ég myndina til að sjá hvernig hún hefði tekist og þá henti ég henni að eigin frumkvæði inn á fréttavefina hér. Síðan hafa allir erlendu fjölmiðlarnir hringt og beðið um leyfi,“ segir Ólafur sem kveður atburðarásina með ólíkindum. Merkilegt sé þegar fólk vilji heyra meira um þennan atvinnuljósmyndara. „Ég sem hef aldrei lært að taka myndir!“ Ólafur þekkir lítið til sölu á birtingarrétti ljósmynda. „Það virðast margir ætla að græða á mér með því að vera með myndina og fá rentur af því. Ég get eiginlega ekki staðið í þessu sjálfur og verð að fá mér umboðsmann,“ segir hann. Í gær var von á að norðanátt myndi brátt senda öskufall yfir Þorvaldseyri og aðra byggð undir Eyjafjöllum og unnið var að því að þétta húsakostinn á bænum. Eftir mjaltir um kvöldið ætlaði heimilisfólkið síðan að aka fimm kílómetra til vesturs til að gista í Varmahlíð eins og það hefur gert síðustu daga. „Það er engin flóðahætta í Varmahlíð en þar getur komið aska. Það er uggur í okkur yfir því hversu lengi þetta gos ætlar að standa. Verður að mallast úr þessu aska fram eftir sumri? Þetta er alveg hrikalegt,“ segir Ólafur Eggertsson. gar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira