Sigga Lund: Möndlugjöfin á sínum stað 1. janúar 2010 00:01 „Aðfangadagskvöldið hjá mér verður í faðmi fjölskyldunnar eins og mörg undanfarin ár. Ég og sonurinn og erum hjá mömmu minni. Við borðum klukkan sex." „Ég kemst ávallt snemma í jólaskap," svarar Sigga Lund útvarpskona þegar við spyrjum hvenær hún byrjaði að undirbúa jólin. „Ég er yfirleitt byrjuð á því að setja eina og eina jólaplötu á fóninn um miðjan nóvember þegar ég hengi upp fyrsta skrautið."„Jólaundirbúningur er bara hefðbundinn. Ég skipulegg jólagjafa- og jólakortalistann og byrja svo að versla gjafirnar og skrifa kortin í byrjun desember."„Ég elska þennan tíma!"„Jólatréð skreyti ég svo alltaf snemma - svona uppúr miðjum des en það fer lítið fyrir bakstri á mínu heimili en ég baka alltaf eina sort bara til að fá lyktina í húsið."„Þetta geri ég ávallt síðast þegar allur annar undibúningur er búinn. Þetta er svona punkturinn yfir i-ið," segir Sigga.„Við systkinin vöskum svo upp og göngum frá og eftir það opnum við gjafirnar. Mamma reiðir svo fram hátíðarkaffi og konfekt þegar við opnum jólakortin og lesum jólakveðjur frá vinum og vandamönnum."„Fyrsta jólasælu tilfinningin kemur yfir mig fyrsta í aðventu þegar allir byrja að skreyta og setja aðventu- og jólaljósin á sinn stað."„Ég eiginlega get ekki líst þeirri tilfinningu sem ég upplifi þegar ég sé ljósin lýsa upp skammdegið," segir hún.„Finnst ég upplifa einskonar frið og tilgang jólanna. Ég elska þennan tíma!" segir Sigga.„Aðfangadagskvöldið hjá mér verður í faðmi fjölskyldunnar eins og undanfarin ár. Ég og sonurinn erum hjá mömmu minni."„Við fáum dýrindis forrétt, hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi í aðalrétt og svo rommfrómas í eftirrétt, og að sjálfsögðu er möndlugjöfin á sínum stað."„Við borðum klukkan sex og mamma leggur mikið í matinn og borðskreytingarnar. Við fáum dýrindis forrétt, hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi í aðalrétt og svo rommfrómas í eftirrétt, og að sjálfsögðu er möndlugjöfin á sínum stað," útskýrir hún.„Við systkinin vöskum svo upp og göngum frá og eftir það opnum við gjafirnar. Mamma reiðir svo fram hátíðarkaffi og konfekt þegar við opnum jólakortin og lesum jólakveðjur frá vinum og vandamönnum."„Fljótlega upp úr því eru allir komnir á náttfötin og láta líða úr sér," segir Sigga.-elly@365.is Jólafréttir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól Nótur fyrir píanó Jól
„Ég kemst ávallt snemma í jólaskap," svarar Sigga Lund útvarpskona þegar við spyrjum hvenær hún byrjaði að undirbúa jólin. „Ég er yfirleitt byrjuð á því að setja eina og eina jólaplötu á fóninn um miðjan nóvember þegar ég hengi upp fyrsta skrautið."„Jólaundirbúningur er bara hefðbundinn. Ég skipulegg jólagjafa- og jólakortalistann og byrja svo að versla gjafirnar og skrifa kortin í byrjun desember."„Ég elska þennan tíma!"„Jólatréð skreyti ég svo alltaf snemma - svona uppúr miðjum des en það fer lítið fyrir bakstri á mínu heimili en ég baka alltaf eina sort bara til að fá lyktina í húsið."„Þetta geri ég ávallt síðast þegar allur annar undibúningur er búinn. Þetta er svona punkturinn yfir i-ið," segir Sigga.„Við systkinin vöskum svo upp og göngum frá og eftir það opnum við gjafirnar. Mamma reiðir svo fram hátíðarkaffi og konfekt þegar við opnum jólakortin og lesum jólakveðjur frá vinum og vandamönnum."„Fyrsta jólasælu tilfinningin kemur yfir mig fyrsta í aðventu þegar allir byrja að skreyta og setja aðventu- og jólaljósin á sinn stað."„Ég eiginlega get ekki líst þeirri tilfinningu sem ég upplifi þegar ég sé ljósin lýsa upp skammdegið," segir hún.„Finnst ég upplifa einskonar frið og tilgang jólanna. Ég elska þennan tíma!" segir Sigga.„Aðfangadagskvöldið hjá mér verður í faðmi fjölskyldunnar eins og undanfarin ár. Ég og sonurinn erum hjá mömmu minni."„Við fáum dýrindis forrétt, hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi í aðalrétt og svo rommfrómas í eftirrétt, og að sjálfsögðu er möndlugjöfin á sínum stað."„Við borðum klukkan sex og mamma leggur mikið í matinn og borðskreytingarnar. Við fáum dýrindis forrétt, hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi í aðalrétt og svo rommfrómas í eftirrétt, og að sjálfsögðu er möndlugjöfin á sínum stað," útskýrir hún.„Við systkinin vöskum svo upp og göngum frá og eftir það opnum við gjafirnar. Mamma reiðir svo fram hátíðarkaffi og konfekt þegar við opnum jólakortin og lesum jólakveðjur frá vinum og vandamönnum."„Fljótlega upp úr því eru allir komnir á náttfötin og láta líða úr sér," segir Sigga.-elly@365.is
Jólafréttir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Baksýnisspegillinn Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Borgardætur - Þorláksmessa Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gekk ég yfir sjó og land Jól Nótur fyrir píanó Jól