Hinn andfélagslegi ég Davíð Þór Jónsson skrifar 19. febrúar 2011 06:45 Þegar maður skrifar pistla eins og þennan kemur maður út eins og andfélagslegur mannhatari. Það er nefnilega ekki vinsælt að lýsa því yfir að manni leiðist fólk. Félagsþörfin er svo miðlæg í sjálfsskilningi nútímamannsins að maður er nánast að segja sig úr mannlegu samfélagi með því að vera ekki öllum stundum heltekinn af öðrum. Ég verð samt að segja að ég tek eftir því í sívaxandi mæli hve mörgum hættir til að ofmeta afþreyingargildi sjálfra sín. Þegar maður segir að maður sé heima hjá sér að horfa á sjónvarpið þá heyra sumir mann t. d. ekki segja að maður sé heima hjá sér að horfa á sjónvarpið heldur að maður sé heima hjá sér að láta sér leiðast. Þeir telja sig því vera að gera manni stórgreiða með því að leyfa manni að veita sér athygli í staðinn. Þeir virðast halda að hversdagslegar vangaveltur þeirra um hugðarefni sín fullnægi grunnþörfum manns mun betur en það sem maður hafði af eigin frumkvæði kosið að veita athygli þá stundina. Þeim finnst að það hljóti að vera miklu meira gefandi fyrir mann að hjala við venjuleg meðalmenni um daginn og veginn heldur en að njóta tilþrifa snillingsins Davids Suchets í túlkun hans á Hercule Poirot í einhverri BBC útgáfu á sígildri morðgátu eftir Agöthu Christie í sænska ríkissjónvarpinu, svo dæmi sé tekið. Það skal að vísu viðurkennt að gæði íslensks sjónvarpsefnis, sem mestanpart gengur einmitt út á að fylgjast með venjulegum meðalmennum kljást við óáhugaverð viðfangsefni, gætu ýtt undir þennan misskilning. Ekki misskilja mig. Ég hef yndi af góðum félagsskap. Mér finnst hann dásamlegur. Mér finnst sushi líka dásamlegur matur. Mér finnst þríleikurinn um Hringadróttinssögu vera dásamlegar kvikmyndir. En það þýðir ekki að ég líti hvenær sem er á það sem himnasendingu að geta hent því frá mér sem ég er að gera til að éta sushi eða horfa á Hringadróttinssögu. Mér finnst gott að geta sýnt fólki þá athygli sem það þarfnast. En ef ég er að lesa góða bók, þrekvirki magnaðs sagnameistara, þá verður Jói Jóns, sé erindi hans við mig ekki brýnt, að sætta sig við að félagsskapur hans stenst ekki samanburðinn. Það er ekki illa meint. Það er bara þannig. Það er ákveðin list að vera sjálfum sér nógur. Illu heilli virðist mér hún vera á slíku undahaldi að ákveðinn hópur fólks geri sér núorðið ekki grein fyrir því að það sé yfirhöfuð hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun
Þegar maður skrifar pistla eins og þennan kemur maður út eins og andfélagslegur mannhatari. Það er nefnilega ekki vinsælt að lýsa því yfir að manni leiðist fólk. Félagsþörfin er svo miðlæg í sjálfsskilningi nútímamannsins að maður er nánast að segja sig úr mannlegu samfélagi með því að vera ekki öllum stundum heltekinn af öðrum. Ég verð samt að segja að ég tek eftir því í sívaxandi mæli hve mörgum hættir til að ofmeta afþreyingargildi sjálfra sín. Þegar maður segir að maður sé heima hjá sér að horfa á sjónvarpið þá heyra sumir mann t. d. ekki segja að maður sé heima hjá sér að horfa á sjónvarpið heldur að maður sé heima hjá sér að láta sér leiðast. Þeir telja sig því vera að gera manni stórgreiða með því að leyfa manni að veita sér athygli í staðinn. Þeir virðast halda að hversdagslegar vangaveltur þeirra um hugðarefni sín fullnægi grunnþörfum manns mun betur en það sem maður hafði af eigin frumkvæði kosið að veita athygli þá stundina. Þeim finnst að það hljóti að vera miklu meira gefandi fyrir mann að hjala við venjuleg meðalmenni um daginn og veginn heldur en að njóta tilþrifa snillingsins Davids Suchets í túlkun hans á Hercule Poirot í einhverri BBC útgáfu á sígildri morðgátu eftir Agöthu Christie í sænska ríkissjónvarpinu, svo dæmi sé tekið. Það skal að vísu viðurkennt að gæði íslensks sjónvarpsefnis, sem mestanpart gengur einmitt út á að fylgjast með venjulegum meðalmennum kljást við óáhugaverð viðfangsefni, gætu ýtt undir þennan misskilning. Ekki misskilja mig. Ég hef yndi af góðum félagsskap. Mér finnst hann dásamlegur. Mér finnst sushi líka dásamlegur matur. Mér finnst þríleikurinn um Hringadróttinssögu vera dásamlegar kvikmyndir. En það þýðir ekki að ég líti hvenær sem er á það sem himnasendingu að geta hent því frá mér sem ég er að gera til að éta sushi eða horfa á Hringadróttinssögu. Mér finnst gott að geta sýnt fólki þá athygli sem það þarfnast. En ef ég er að lesa góða bók, þrekvirki magnaðs sagnameistara, þá verður Jói Jóns, sé erindi hans við mig ekki brýnt, að sætta sig við að félagsskapur hans stenst ekki samanburðinn. Það er ekki illa meint. Það er bara þannig. Það er ákveðin list að vera sjálfum sér nógur. Illu heilli virðist mér hún vera á slíku undahaldi að ákveðinn hópur fólks geri sér núorðið ekki grein fyrir því að það sé yfirhöfuð hægt.